Morgunblaðið - 07.05.2016, Síða 49

Morgunblaðið - 07.05.2016, Síða 49
MENNING 49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MAÍ 2016 Ljósmyndasýningin Lífið með verk- um Díönu Júlíusdóttur verður opn- uð í Anarkíu í Kópavogi í dag kl. 15. Sýningin er innblásin af göngu á Hvannadalshnúk vorið 2012, en fjöll og stórfenglegt landslag hafa alltaf heillað Díönu og hefur hún leitast við að beina linsunni að hvoru tveggja. Fjöll og landslag Hvannadalshnúkur Ein mynda Díönu. TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Ég, eins og svo margir, varðfyrst var við Þóri á Músík-tilraunum árið 2001 er hann lék þar með sveit sinni Do What Thou Wilt Shall Be the Whole of the Law. Sveitin vakti verðskuld- aða athygli, en í þá tíð var Þórir bú- settur í rokkbænum Húsavík. Ári síðar flutti hann á mölina og lét fljótlega til sín taka í neðanjarðar- rokki Reykjavíkur. Og það heldur betur, en Þórir hefur verið virkur í tónleikahaldi, upptökum og hljóm- sveitastússi óslitið síðan og slær aldrei af. Á meðal þeirra sveita sem hann hefur komið á stofn eða leikið með eru Fighting Shit, Hryðjuverk, The Deathmetal Supersquad, Gavin Portland, Helgi í Morðingjunum, Ofvitarnir, Eðli annarra, Kvöl og Knife Fights, og sem hann sjálfur hefur hann gefið út sem Þórir, Þórir Georg, My Summer as a Salvation Soldier og svo ku vera meira sóló- efni á leiðinni undir enn einu nafn- inu (skv. upplýsingum frá mann- inum sjálfum í tölvupósti til pistil- ritara). Hugmyndin með þessari grein var að setja niður nokkur orð um nýjustu útgáfu Þóris, stuttskífuna I Am the Champions, sem út kom síð- asta haust. Um er að ræða fjögurra laga plötu og er innihaldið mikið gítarrokk, minnir nokkuð á Dino- saur Jr. og J Mascis og andi Pave- ment og heimspeki hangsaranna leikur um gripinn og sést m.a. í um- slagshönnun. Þórir er með þennan geira ef svo má kalla vel á valdi sínu og lögin öll sannfærandi mjög. En mér fannst plássinu hér hins vegar betur varið í almenna umfjöll- un um Þóri og hans list en djúprýni í fjögurra laga plötu enda stendur hann rækilega undir þannig úttekt. Á litlu landi er það oft svo að fáir einstaklingar bera hitann og þung- ann af framkvæmdum og fjöreggs- viðhaldi og Þórir er sannarlega þannig maður, miðlægur í útjaðr- inum svo ég hræri í netta þversögn. Það sem hann ber með sér tónlistar- lega er síðan ekki síður mikilvægt, en helsti styrkur hans liggur í fjöl- breytninni. Maður veit aldrei al- mennilega hvers má vænta og Þórir kann lítið við endurtekningar. Plat- an Afsakið er t.a.m. kassagítar- drifið, hjartnæmt verk þar sem textar eru allir á íslensku (stundum notar hann ensku) og hann hefur líka gert nokkrar sveimplötur (e. ambient). Verk hans sem My Sum- mer as a Salvation Soldier eru ein- hvers konar pönk-söngvaskálds- skífur (Jeffrey Lewis kemur í hug- ann). Þessi iðja öll liggur í hug- myndafræði og fagurfræði neðan- jarðarpönks og -rokks sem á sér fylgismenn víða um heim, hið svo- kallaða gerðu-það-sjálfur (DIY) við- horf stýrir málum í umslögum, veggspjöldum o.s.frv. „Hreinn“ og fagur heimilisiðnaður skal það vera. Hægt er að nálgast plötur Þóris á Bandcamp (thorir- georg.bandcamp.com) og þó að heilar fimmtán skífur liggi þar er það ekki nándar nærri sá fjöldi sem hann hefur sýslað í. Einn sit ég og syng » Á litlu landi er það oft svo að fáir einstakling-ar bera hitann og þungann af framkvæmdum og fjöreggsviðhaldi og Þórir er sannarlega þannig maður, miðlægur í útjaðrinum svo ég hræri í netta þversögn. Einn Tónlistarmaðurinn Þórir Georg Jónsson á merkilegan feril að baki í neðanjarðarrokksenu Íslands. Þórir Georg Jónsson er nokkurs konar neðanjarðarsöngvaskáld og hefur verið iðinn og áberandi sem slíkur undanfarin 15 ár eða svo. Eftir hann liggja tugir platna með tugum sveita og listamannsnöfnum. 22 börn hafa verið valin í hlutverk söngleikjarins Blái hnötturinn sem unninn er upp úr bók Andra Snæs Magnasonar, Sagan af bláa hnettin- um. Verkið verður frumsýnt í Borg- arleikhúsinu í september og voru börnin 22 valin úr hópi 1.300 sem mættu í fyrstu prufuna. Var sá stóri hópur minnkaður smám saman og á endanum völdu leikstjóri uppfærsl- unnar og höfundur leikgerðar, Berg- ur Þór Ingólfsson, og söngstjóri hennar og höfundur tónlistar, Krist- jana Stefánsdóttir, börnin 22. Á myndinni, sem ljósmyndarinn Jorri tók, má sjá leikhópinn. Æfingar hefjast núna í maí og áætluð frumsýning er 17. september. Leikhópurinn Börnin 22 sem leika í söngleiknum Blái hnötturinn. 22 börn valin í Bláa hnöttinn úr hópi 1.300 BAD NEIGHBORS 2 2, 4, 6, 8, 10 CAPTAIN AMERICA 3D 6, 9 CAPTAIN AMERICA 10:25 RATCHET & CLANK 1:50,3:50 ÍSL.TAL MAÐUR SEM HEITIR OVE 8 THE BOSS 5:55 KUNG FU PANDA 1:50, 3:50 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Miðasala og nánari upplýsingar TILBOÐ KL 2 TILBOÐ KL 1:50 TILBOÐ KL 1:50

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.