Morgunblaðið - 07.05.2016, Page 52

Morgunblaðið - 07.05.2016, Page 52
LAUGARDAGUR 7. MAÍ 128. DAGUR ÁRSINS 2016 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 888 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR. VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Gísli Marteinn biðst afsökunar 2. Er enn í sömu fötunum 3. „Ég kippi mér ekki upp við þetta“ 4. Hvað hefur Dorrit sagt?  Listamenn Korpúlfsstaða opna vinnustofur sínar um helgina og einn- ig verður opnuð stór samsýning sem ber yfirskriftina Eitt eilífðar smá- blóm. Á henni sýna 28 listamenn verk sín og sýningarstjóri er Anna Gunn- laugsdóttir myndlistarmaður. Morgunblaðið/Árni Sæberg Eitt eilífðar smáblóm á Korpúlfsstöðum  Í tilefni þess að einn ástsælasti tónlistarmaður Akureyrar, Ingi- mar Eydal, hefði orðið 80 ára á þessu ári blása nokkrir af félög- um hans ásamt félögum sínum til söngskemmtunar á Græna hattinum í kvöld kl. 21. Á efnisskránni eru öll skemmtilegustu lög Hljómsveitar Ingimars Eydal auk þess sem ein- hverjar sögur af hljómsveitarstjóran- um fá að fljóta með. Helena Eyjólfs- dóttir, Þorvaldur Halldórsson, Brynleifur Hallsson og Magni Ás- geirsson leiða sönginn en hljómsveit- ina skipa Ármann Einarsson, Sævar Benediktsson, Valmar Väljaots og Valgarður Óli Ómarsson. Minnast Ingimars  Blítt og létt hópurinn, bæjarlista- menn Vestmannaeyja 2015, heldur Eyjakvöld í Austurbæ í kvöld kl. 20 og verða þar sungin og leikin valin Eyjalög og textum varpað á tjald svo allir geti sungið með. Af Eyjalögum má m.a. nefna lög Oddgeirs Krist- jánssonar og Ása í Bæ. Eyjalög í Austurbæ FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Lægir og léttir til en stöku skúrir eða él við norðausturströndina fram eftir degi. Líkur á síðdegisskúrum sunnanlands. Hiti 3 til 13 stig, hlýjast sunnantil. Á sunnudag Breytileg átt, 3-8 m/s en suðvestan 5-8 m/s á Vestfjörðum. Bjart með köfl- um en stöku skúrir sunnan- og vestanlands. Hiti 3 til 12 stig, mildast suðvestantil. Á mánudag Hæg suðvestlæg átt og víða bjartviðri en 5-10 m/s norðvestantil, skýjað en úrkomulítið. Hiti 5 til 13 stig. Á þriðjudag og miðvikudag Fremur hæg suðvestlæg átt. Lið Keflavíkur sem líklegt þykir til af- reka í 1. deild karla í knattspyrnu gerði 1:1 jafntefli í 1. umferð þegar deildin hófst í gærkvöldi. Keflavík heimsótti HK í Kórinn. Keflvíkingar jöfnuðu þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum. Í Grindavík var marka- leikur þegar Grindvíkingar unnu Hauka 3:2. Grindavík kom sér því fyr- ir í toppsætinu. » 1 Keflavík gerði jafntefli í 1. umferð 1. deildar „Sigurhefðin er fyrir hendi hjá Haukum. Hún hefur sitt að segja. Það er gott fyrir Aftureldingarmenn að fara í úrslit annað árið í röð og reyna að svara fyrir tapið í fyrra. Fyrsti leikur liðanna verður spennandi. Þar kemur vel í ljós hvernig menn ætla að spila úr sínum spilum,“ segir Óskar Bjarni Óskars- son um einvígið um Íslands- meistaratitil karla. »4 Fyrsti leikurinn verður spennandi Á mánudaginn fellur stóri dómurinn, en þá tilkynna landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hall- grímsson hópinn sem fer á Evrópu- mót karla í knattspyrnu í Frakklandi í næsta mánuði. Eins og gefur að skilja ríkir mikil spenna og eftirvænting hjá þjóðinni að fá að vita hvaða 23 leik- menn verða fyrir valinu og vænt- anlega verða skiptar skoð- anir hjá fólki um liðsvalið. »4 Stóri dómurinn fyrir EM fellur á mánudaginn Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Pavel Ermolinskij, landsliðsmaður í körfubolta og margfaldur meistari með KR, hefur það fyrir venju að gefa börnum verðlaunagripi, sem hann hlýtur að launum fyrir afrek sín. Þannig fengu bræðurnir Árni Dagur og Stefán Rafn Sigurgeirssynir gull- pening Pavels sem hann var sæmdur þegar KR varð Íslandsmeistari í liðinni viku. Bræðurnir búa með foreldrum sínum í Vestur- bænum og á liðnu hausti byrjaði Stefán, sem er sjö ára, að æfa körfubolta hjá KR. Æfingarnar voru á undan æfingum meistaraflokks og því sá Stefán Pa- vel reglulega á æfingum í vetur, en var feiminn og þorði ekki að gefa sig á tal við átrúnaðargoðið. „Ég spilaði körfubolta með Tindastóli sem unglingur á Sauðárkróki og áhugi minn hefur smitast yfir í syn- ina,“ segir Berglind Stefánsdóttir, móðir drengj- anna. Hún segir að Pálmar Ragnarsson, þjálfari yngri flokka KR, sé ekki aðeins mjög góður þjálfari heldur hafi hann hrifið börnin og forráðamenn þeirra með sér og meðal annars hvatt krakkana til þess að mæta á leiki. „Með honum óx áhugi Stefáns á körfunni, Árni Dagur, sem er fimm ára, smitaðist og þeim finnst mjög gaman að fara á leiki,“ segir Berglind. „Þeir eru öllum stundum að skjóta á körfu á bílskúrsveggnum hérna heima og stefna að því að verða jafngóðir og Pavel.“ Frábær fyrirmynd Strákarnir hafa ekki alltaf verið duglegir að borða fisk, en þar varð heldur betur breyting á þeg- ar þeir vissu að fiskurinn væri keyptur hjá Pavel í sælkerabúðinni Kjöti & fiski á Bergstaðastræti. „Það er nóg að segja að fiskurinn sé keyptur hjá Pavel þá er hann borðaður þegjandi og hljóðalaust. Þetta er líka frábær búð með besta fiskinn og kjötið sem hægt er að fá í bænum,“ segir Berglind. Daginn eftir annan leikinn í úrslitakeppninni fór fjölskyldan sem oftar í búðina til Pavels. Berglind segist þá hafa sagt honum að það væri honum að þakka að drengirnir væru orðnir duglegir að borða fisk. „Ég bætti við að þeir væru auðvitað grjót- harðir KR-ingar og mættu vel á leiki, meðal annars í Haukahúsið kvöldið áður. Honum þótti þetta greinilega merkilegt og sagði við þá að ef KR land- aði titlinum á heimavelli næsta mánudag skyldu þeir koma til sín og hann myndi gefa þeim medal- íuna sína. Þeir sáu ekkert nema stjörnur og töluðu ekki um annað. Leikurinn tapaðist en á leiðinni í fjórða leikinn sögðu þeir að kannski fengju þeir me- dalíuna hans Pavels eftir leik. Ég sagði þeim að Pavel hefði bara talað um heimaleikinn, en þeir fóru samt til hans eftir sigurinn. „Hæ, við erum strákarnir úr fiskbúðinni. Manstu eftir okkur?“ sögðu þeir við hann. Hann mundi strax eftir þeim, tók af sér medalíuna og gaf þeim.“ Berglind á ekki til orð yfir hugulsemi Pavels. „Hann er frábær fyr- irmynd í íslenskum körfubolta,“ segir hún. „Það var ánægjulegt að heyra að bræðurnir hafa tekið upp þann góða sið að borða fisk eins og ég og það er mikill sigur fyrir mig að vera fyrirmynd ungra og efnilegra körfuboltamanna,“ segir Pavel. „Ég hef alltaf gefið mínar medalíur og það hefur oft verið þannig að fyrsti krakkinn sem hefur beðið um verðlaunin hefur fengið þau,“ heldur hann áfram. Hann segist ekki hafa verið mjög vongóður um að hitta bræðurna í hamaganginum eftir síðasta leik, en hann hafi beðið rólegur eftir því að sjá þá. „Margir krakkar báðu mig um medalíuna en ég sagði þeim sem var að það væri búið að panta hana. Svo komu strákarnir feimnir upp fyrir haus, minntu mig á loforðið og ég gaf þeim medalíuna.“ Pavel segir að hann þurfi ekki að eiga stóran bik- araskáp. „Ég þarf ekki medalíur til að minna mig á minningarnar og sigrana,“ segir hann. „Medalían er stórmál fyrir krakkana og þegar ég var á þeirra aldri leit ég upp til íþróttamanna og þótti vænt um athygli frá þeim. Ef sigurlaunin gleðja krakkana gleður það mig meira en medalían sjálf.“ Pavel gef- ur alltaf gullin sín  Bræðurnir borða fisk að hætti átrúnaðargoðsins Ljósmynd/Berglind Stefánsdóttir Gulldrengir Pavel Ermolinskij með Stefáni Rafni, sem er með verðlaunapeninginn, og Árna Degi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.