Morgunblaðið - 19.05.2016, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 19.05.2016, Qupperneq 1
F I M M T U D A G U R 1 9. M A Í 2 0 1 6 Stofnað 1913  115. tölublað  104. árgangur  H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA / A ct av is 3 1 4 0 2 0 Íbúfen® 400 mg, 30 stk og 400 mg, 50 stk FYRSTU TÓN- LEIKARNIR Í TUTTUGU ÁR SPÁ 690.000 Í HVALA- SKOÐUN SÍÐASTA BÍÓ- MYNDIN LOF- UÐ Í CANNES VIÐSKIPTAMOGGINN FRUMSÝNING 41RISAEÐLAN 38  Í reglugerð sem nýlega tók gildi er tiltekið að skip sem liggja við bryggju skuli nota rafmagn úr landi í stað skipaeldsneytis eftir því sem kostur er. Á það fyrirkomulag að stuðla að bættum loftgæðum og draga úr mengun. Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxa- flóahafna, segir að til þurfi að koma fjárstuðningur ríkisins við hafnir til að efla lágspennukerfi þannig að smærri skip og togarar geti öll tengst landrafmagni í 10 stærstu höfnunum á Íslandi. Þá segir Gísli að með fjárhags- stuðningi ríkisins og samstarfi hafna og raforkufyrirtækja mætti koma upp háspennutengingum í Reykjavík og á Akureyri. »17 Ríkið styrki land- tengingar skipa Niðurstöður nýrrar rannsóknar Ís- lenskrar erfðagreiningar voru birt- ar í hinu virta fræðiriti New Eng- land Journal of Medicine í gærkvöldi. Þar segir að fundist hafi sjaldgæfur erfðabreytileiki sem lækkar verulega magn kólesteróls í blóði. Um það bil einn af hverjum 120 mönnum beri með sér breyti- leikann en fyrir þá veiti hann vernd gegn kransæðasjúkdómi. „Það er mjög spennandi að birta þessa grein núna og það er þegar byrjað að búa til lyf á grundvelli uppgötvunarinnar,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, í samtali við Morgunblaðið. Hann segist telja að uppgötv- unin sé á meðal þeirra tíu merk- ustu sem fyr- irtækið hafi gert. Lyfjafyrirtækið Amgen sem er í samstarfi við ÍE er þegar byrjað að búa til lyf sem hamlar starfsemi efnisins. Niðurstöðurnar fengust með samanburði á gögnum úr raðgrein- ingu á erfðaefni þúsunda Íslend- inga og heilsufarsupplýsingum þeirra. Óþekktur þáttur að verki „Breytileikinn sem við uppgötv- uðum ver gegn hjartaáföllum. Að hluta til vegna þess að hann lækkar að einhverju leyti blóðfitu, en að stórum hluta til vegna einhvers annars óþekkts þáttar,“ segir Kári og bætir við að töluverða athygli hafi vakið að breytileikinn veiti þannig meiri vernd en rekja megi til lækkunar á kólesterólmagninu einu saman. »6 Rannsókn ÍE vekur athygli  Uppgötvun gæti leitt til minni hættu á hjartasjúkdómum Kári Stefánsson Hrafnhildur Lúthersdóttir, úr Sundfélagi Hafn- arfjarðar, varð í gær fyrsta íslenska konan til að vinna til verðlauna á stórmóti í 50 metra laug þegar hún fékk silfur í 100 metra baksundi á Evrópumeistaramótinu í London. Er hún til vinstri á myndinni en sigurvegarinn Ruta Meilu- tyte frá Litháen er í miðið og hægra megin er Chloe Tutton frá Bretlandi. Rætt er við Hrafn- hildi í Íþróttablaði Morgunblaðsins. » Íþróttir AFP Sögulegur árangur Hrafnhildar á EM í London Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Bill Gates, stofnandi tölvurisans Microsoft, mun fjárfesta í nýju fimm stjörnu hóteli sem senn rís við hlið tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu. Þetta herma áreiðanlegar heimildir Morgunblaðsins en sam- kvæmt þeim mun fjármögnun verk- efnisins langt á veg komin. Bæði ís- lenskir og erlendir aðilar munu koma að henni. Haraldur Flosi Tryggvason, lög- maður Carpenter & Company, fyr- irtækisins sem reisir hótelið, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Carpenter & Company hefur komið að mörgum stórum hótelverk- efnum í Norður- Ameríku, meðal annars í samstarfi við hótelkeðjurnar St. Regis, Four Seasons, Marriott, Hyatt og Star- wood. Áætlað er að kostnaður við verkefnið muni verða í kringum 130 milljónir dollara, jafngildi um 16 milljarða íslenskra króna. Hótelið verður rekið undir merkj- um lúxuskeðjunnar Marriott Edition sem tryggt hefur sér rekstrarleyfið að því til hálfrar aldar. Í því verða meðal annars 250 herbergi, veislu- og fundarsalir, veitingastaðir og heilsu- lind. Fjárfestir í Hörpuhóteli  Bill Gates, stofnandi Microsoft, fjárfestir í nýju fimm stjörnu hóteli við Hörpu  Auðugasti maður heims  Eignir hans metnar á ríflega 9.000 milljarða króna Gríðarlegar eignir » Eignir Bill Gates eru metnar á 75 milljarða dollara sam- kvæmt Forbes, jafngildi 9.200 milljarða íslenskra króna. » Meðal eigna hans er 47,5% hlutur í hinni heimsþekktu Four Seasons-hótelkeðju sem hann keypti árið 2007. MViðskiptamogginn » 1 Bill Gates  „Við höfum ekki náð að vinna úr öllum gögnum en vísbendingar eru um aukna hrygningu miðað við svipaða leiðangra árin 2010 og 2013,“ segir Björn Gunnarsson, sjávarlíffræðingur hjá Hafró og leiðangursstjóri á rannsóknarskip- inu Bjarna Sæmundssyni, en skipið lauk nýverið leiðangri milli Skot- lands og Færeyja þar sem sýni voru tekin úr hrygningarstofni makríls. Var leiðangurinn einn sá lengsti sem Bjarni Sæmundsson hefur tek- ið þátt í og er hluti af rannsókn Al- þjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) sem framkvæmd er þriðja hvert ár á makrílstofninum í NA-Atlants- hafi. Talið er of snemmt að fullyrða um mikla makrílgöngu norður á bóginn í sumar. »16 Morgunblaðið/Árni Sæberg Hafrannsóknir Vísbendingar eru um auk- inn makrílstofn í NA-Atlantshafi. Leiðangur sýnir aukinn hrygning- arstofn makríls  Um 90% þess flóttafólks sem kemur til landa Evrópusam- bandsins komast þangað með að- stoð glæpasamtaka sem hagnast um 5-6 þúsund milljarða banda- ríkjadala á starfseminni. Þetta kemur m.a. fram í nýlegri skýrslu um smygl á flóttafólki sem unnin er af Alþjóðalögreglunni (Interpol) og Evrópulögreglunni (Europol). Skýrslan er ítarleg greining á starfsemi og leiðum sem glæpasamtök nota til að koma fólki til Evrópu. Slík kortlagning er mik- ilvæg svo lögreglan geti brugðist við ástandinu. »20 Glæpamenn græða á flóttamönnunum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.