Morgunblaðið - 19.05.2016, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 19.05.2016, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2016 Suðurhrauni 4, Garðabæ | Furuvellir 3, Akureyri | Sími 575 800 | samhentir.is Heildarlausnir í umbúðum og öðrum rekstrarvörum fyrir sjó- og landvinnslu ◆ KASSAR ◆ ÖSKJUR ◆ ARKIR ◆ POKAR ◆ FILMUR ◆ VETLINGAR ◆ HANSKAR ◆ SKÓR ◆ STÍGVÉL ◆ HNÍFAR ◆ BRÝNI ◆ BAKKAR ◆ EINNOTA VÖRUR ◆ HREINGERNINGAVÖRUR Allt á einum stað Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. boðsins. Veitur og Míla taka þátt í kostnaði við verkið ásamt Reykjavíkurborg. Áætluð verklok eru í september. Gatan verður lokuð fyrir bílaumferð meðan á verkinu stendur en alltaf opin fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Haft hefur verið samráð við hagsmunaaðila við götuna, að því er fram kemur í Framkvæmdir við endurnýjun Hverfisgötu á milli Klapparstígs og Smiðjustígs hófust í vikunni. Tilboð í verkið voru opnuð 20. apríl síðastliðinn. Tvö tilboð bárust og var lægstbjóðandi Grafa og grjót ehf. Tilboðsupphæð var um 117 milljónir sem var um 85% af kostnaðaráætlun. Samið var við Gröfu og grjót ehf. um verkið á grundvelli til- frétt frá borginni. Gatan verður endurnýjuð frá grunni, þ.e. yfirborð götu og gangstétta. Snjóbræðsla verður í gangstéttum, hjólareinum og gatnamótum og lagnir endurnýjaðar eftir þörf- um. Hjólareinar verða beggja vegna götu. Gatna- mót verða steinlögð og lyft í sömu hæð og gang- stéttar. sisi@mbl.is Morgunblaðið/Júlíus Hverfisgatan lokuð fram á haust Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Kolbeinn Guðmundsson, stýrimað- ur og varðstjóri hjá Landhelgis- gæslunni, hefur í vikunni störf hjá fjölþjóðlegri herstjórnarstöð Atl- antshafsbandalagsins (NATO) í Stettin í Póllandi. Hann mun starfa sem borgaralegur sérfræðingur á aðgerðasviði og er gert ráð fyrir að hann verði þar í eitt ár. Urður Gunnarsdóttir, blaða- fulltrúi utanríkisráðuneytisins, staðfesti þetta í svari við fyrir- spurn frá Morgunblaðinu í gær. Kolbeinn á að baki mikla reynslu hjá Landhelgis- gæslunni. Aðdragandi málsins er sá að á leiðtogafundi NATO í Wales haustið 2014 kynnti Ísland þær fyrirætlanir sínar að efla þátttöku og framlög í þágu eigin varna og Atlantshafsbandalagsins, m.a. með því að fjölga borgaralegum sér- fræðingum í störfum bandalagsins. Liður í þessu er þátttaka í starfi fjölþjóðlegrar herstjórnarstöðvar bandalagsins í Stettin, en henni er ætlað mikilvægt hlutverk við fram- kvæmd varnaráætlunar bandalags- ins fyrir Eystrasaltsríkin og Pól- land ef þörf krefur. Þátttaka í starfi stöðvarinnar er gagnlegt og sýnilegt framlag Íslands til sam- stöðuaðgerða NATO að mati ráðu- neytisins. Urður segir að með þátttöku Kolbeins í starfi stöðvarinnar í Stettin skapist betri tengsl Land- helgisgæslunnar við starfsemi Atl- antshafsbandalagsins og sú reynsla sem ávinnist muni koma að góðu gagni í starfi hennar til framtíðar. Starfsmaður Gæslunnar í herstjórnarstöð í Póllandi Kolbeinn Guðmundsson  Verður borgaralegur sérfræðingur á aðgerðasviði NATO „Okkur finnst þetta upplegg til rík- isfjármála næstu fimm árin vera vond skilaboð,“ segir Gylfi Arn- björnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, ASÍ, en miðstjórn ASÍ gagnrýnir forgangsröðun í ríkisfjár- málum sem fram kemur í þings- ályktun um fjármálaáætlun fyrir ár- in 2017-2021. Að mati ASÍ er þar hvorki að finna merki um að efnahagsstefna stjórnvalda til næstu fimm ára muni treysta efnahagslegan stöðugleika né undirbyggja félagslega velferð og aukinn jöfnuð. Gylfi segir slaka í rík- isfjármálum samhliða vaxandi spennu í hagkerfinu og uppgangi á vinnumarkaði ýta undir ofþenslu og óstöðugleika og vinna gegn peninga- málastefnunni. „Samhliða þessu er misskipting aukin með því að veikja mikilvæg stuðningskerfi á borð við barna- og húsnæðisbótakerfi,“ segir í ályktun ASÍ. Vond skilaboð, segir ASÍ Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Við teljum að enn sé töluvert um vanskráningu þegar kemur að óvæntum atvikum þó að skráningin hafi vissulega lagast undanfarin ár,“ segir Laura Scheving Thorsteins- son, staðgengill sviðsstjóra á sviði eftirlits og gæða hjá Embætti land- læknis, í samtali við Morgunblaðið. Vísar hún í máli sínu til þess að ár- ið 2015 voru alls 9.073 óvænt atvik skráð í íslenskri heilbrigðisþjónustu, en árið 2014 voru þau 8.282 talsins. Með óvæntu atviki er, að sögn henn- ar, átt við óhappatilvik, mistök, van- rækslu eða önnur atvik sem valdið hafa sjúklingi tjóni eða hefðu getað valdið sjúklingi tjóni. „Byltur eða föll eru þau óvæntu atvik sem oftast eru skráð innan heilbrigðisstofnana,“ segir Laura og bendir á að fjöldi skráðra byltna árið 2015 sé alls 4.801. Af þeim voru 725 atvik skráð innan Landspítalans og 62 á Sjúkrahúsinu á Akureyri. „Afleiðingar byltna geta verið al- varlegar, enda oft um að ræða eldra fólk með skerta hreyfigetu. En ef um alvarleg atvik er að ræða ber stofn- unum að tilkynna þau sérstaklega til Embættis landlæknis sem rannsak- ar þá málið,“ segir Laura. Atvik tengd lyfjagjöf Í tölum landlæknis kemur einnig fram að atvik tengd lyfjameðferð eru rúmlega 13% af heildarfjölda skráðra óvæntra atvika árið 2015. Eru þau alls 1.198 talsins, þar af voru 492 skráð innan Landspítalans og 64 á Sjúkrahúsinu á Akureyri. „Það geta verið alls kyns atriði sem koma upp varðandi lyf, s.s. þeg- ar þau eru ekki gefin á réttum tíma eða þegar sjúklingur A fær lyf sem ætluð eru sjúklingi B,“ segir Laura og bendir á að lyfjaatvik geti hæg- lega verið hættuleg sjúklingi. Tæplega 5.000 bylt- ur skráðar í fyrra  Yfir 9.000 óvænt atvik skráð innan heilbrigðiskerfisins Morgunblaðið/Arnaldur Aldraður Byltur eru algengastar. „Mér finnst Kast- ljósþátturinn marka ákveðinn lágpunkt í frétta- flutningi. Þátt- urinn var yfirfull- ur af rang- færslum. Í símtölum við stjórnendur þátt- arins í dag [í gær] leiðrétti ég margt af því sem mér var sagt að þar myndi koma fram, en það var ber- sýnilega lítill áhugi fyrir því að fá nema eina bjagaða hlið á málinu.“ Þetta segir Júlíus Vífill Ingvars- son, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins, í samtali við Morg- unblaðið og vísar þar til umfjöllunar Kastljóss á RÚV í gærkvöldi. Þar kom fram að tvö systkini Júl- íusar Vífils og systursonur hans segja hann hafa gengist við því degi eftir að Panamaskjölin voru opnuð að sjóðir foreldra hans væru geymd- ir í aflandsfélagi í hans eigu. „Ótakmarkað fimbulfamb“ Í þættinum var rætt við systurson og tvö systkini Júlíusar Vífils. Byggðist umfjöllunin á gögnum úr Panamaskjölunum og sagði frá leit erfingja Ingvars Helgasonar, stofn- anda og eiganda samnefnds bílaum- boðs, og Sigríðar Guðmundsdóttur, eiginkonu hans, að varasjóði þeirra sem átti að vera á reikningum er- lendis. Var sjóðurinn enn ófundinn er Sigríður lést í fyrra. Júlíus Vífill segir rangt að hann hafi sölsað undir sig sjóði annarra. „Viðmælendum var gefinn ótak- markaður tími til að fimbulfamba án þess að fréttamaður fylgdi því eftir á nokkurn hátt eða óskaði eftir frekari sönnunum þrátt fyrir að ásakanir væru alvarlegar og ærumeiðandi. Ég ítreka það sem þegar hefur margoft komið fram að það eru gróf ósannindi að ég hafi gengið í eða sölsað undir mig sjóði annarra.“ Þá segir Júlíus Vífill það hafa ver- ið erfitt að sjá því haldið fram að móðir hans heitin hafi verið fjárþurfi í ellinni. „Hún var sem betur fer mjög vel efnum búin og skorti ekk- ert, en því miður þjáð í mörg ár af Alzheimer. Væntanlega hefðu sömu einstaklingar og tala með þessum hætti farið varlegar með fjármuni hennar ef sú hefði verið raunin í stað þess að draga sér tugi milljóna af bankareikningi hennar.“ khj@mbl.is Segir rang- færslur í Kastljósi  Markar lágpunkt Júlíus Vífill Ingvarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.