Morgunblaðið - 19.05.2016, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 19.05.2016, Qupperneq 13
ið við öllum spurningunum sem hann samdi sjálfur. „Dúllaði“ sér, eins og hann segir, við að finna þær á netinu, fletta þeim upp í „biblíunni“ sinni, Maltin’s Movie Guide, og horfa í ann- að eða jafnvel þriðja sinn á fjölda kvikmynda úr gríðarstóru DVD- safninu sínu. Svo tók hann líka niður punkta þegar þeir Troy fóru í bíó eins og þeir gera a.m.k. einu sinni í viku. „Einhver þarf að stjórna leiknum og ég er sjálfskipaður í hlutverkið,“ segir hann og vísar í hvort tveggja að lesa spurningarnar af spjöldunum og spila sýnishorn úr titillögum eða til- vitnanir úr kvikmyndum sem hann hefur hlaðið niður í tölvuna sína. Spilaborðið er samansett úr sex A4- spjöldum og því fylgja mörg hundruð spurn- ingaspjöld, annars vegar með litmyndum, svokölluðum stillum, og hins vegar með myndum af karakter- um úr ýmsum kvikmyndum sem og plakötum sem notuð voru í auglýs- ingaskyni fyrir til- teknar myndir. Spurt er: Hvað heitir myndin og hvað heitir kar- akterinn? Spurning- arnar spanna frá kvikmynd- um á borð við Gone With the Wind til The Hunger Games og allt þar á milli. Töluvert álag var á prentarann heima hjá þeim Troy þá mánuði sem Axel Ólafur vann að spilagerðinni. „Í fyrstu útgáfunni notaði ég leikmenn úr gömlu lúdóspili og venjulegan ten- ing, en Troy hafði svo án minnar vitn- eskju nostrað við að búa til leikmenn sem eru karakterar úr bíómyndum og einnig spilatening sem hann gaf mér í jólagjöf,“ segir hann. Teningurinn er óhefðbundinn því að í stað til dæmis sex punkta á venjulegum teningi er mynd úr kvikmyndinni The Sixth Sense, mynd úr The Fifth Element táknar fimm og svo framvegis. Strategíuspil í spilaklúbbi Þótt Axel Ólafur geti af fyrr- nefndum ástæðum ekki spilað með í Movie Mania, dregur hann ekkert af sér í spilamennsku á öðrum vettvangi. Hann hefur þó hvorki dottið í bridds, skák né golf, en hvers kyns strategíu- borðspil eru í miklu uppáhaldi – og aðallega uppi á borðum hjá spila- klúbbn- um hans. „Við fé- lagarnir kynntumst gegnum Fa- cebook, erum héðan og það- an; kokkur, tölvunarfræð- ingur, hár- greiðslumaður og hótelstarfsmaður svo dæmi séu tekin, allir með mikinn áhuga á spilum af þessu tagi og reynum að spila um það bil einu sinni í viku.“ Spurður hvort einhver líkindi séu með áhugamálum hans, borðspil- unum og kvikmyndunum, vefst Axel Ólafi ekki tunga um tönn. Hægt sé að spila góð borðspil og horfa á góða bíó- mynd aftur og aftur, segir hann. „The Shawshank Redemption frá 1994 er eftirlætismyndin mín og raunar eina myndin sem mig langaði til að sjá aftur um leið og henni var lokið. Ég horfi margoft á myndir sem mér finnst góðar og tek í hvert skipti eftir einhverju nýju og áhugaverðu. Sumir setja uppáhaldstónlistina sína öðru hvoru á fóninn, ég set uppá- haldsbíómyndirnar mínar í DVD- spilarann.“ Trúlega eiga vinir og vanda- menn Axels Ólafs oft eftir að keppa í Movie Mania í nánustu framtíð, en með höfundinn og hönnuðinn við stjórnvölinn. Það er bara til eitt ein- tak. Allt uppi á borðum Axel Ólafur er oftast í hlut- verki stjórnandans, enda hefur hann svör við öllu. Morgunblaðið/Elín Arnórsdóttir Persónur og leikendur Troy hannaði leik- menn og gaf Axel Ólafi í jólagjöf. DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2016 HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði www.skoda.is Stenst kröfur sem stærri bílar væru stoltir af Verð frá aðeins 2.940.000 kr. ŠKODA Rapid kemur skemmtilega á óvart, bæði í akstri og viðmóti. Hreinar línur, nýtt aflmikið yfirbragð og tímalaus fágun gera Rapid að frábærum kosti. Komdu í reynsluakstur og snertu á framtíðinni. Eric Vanhaute, prófessor í hagsögu og heimssögu við háskólann í Ghent í Belgíu, flytur fyrirlesturinn Famines in History: What is there to be learn- ed? á vegum Sagnfræðistofnunar Há- skóla Íslands í dag kl. 16 í Árnagarði, stofu 311. Vanhaute fjallar um hung- ursneyðir í heiminum á liðnum öldum og hvernig viðhorf fræðimanna hafa breyst í greiningu og túlkun á þeim. Í fyrirlestrinum ræðir Vanhaute um hvernig fræðilegar áherslur hafa færst frá kenningum Malthusar og Marx um samspil hungursneyða og fólksfjölda til hugmynda sem beina sjónum að því hvernig samfélagsferli ýta undir örbirgð viðkvæmra hópa í samfélaginu. Samkvæmt þeim hug- myndum skiptir atbeini einstaklinga og hópa miklu máli. Hungursneyðir hafa ýmist verið skoðaðar sem óvæntar kreppur, samfélagsferli eða niðurbrot á samfélagsbyggingunni. Vanhaute kallar eftir samþættri greiningu og ræðir um hvernig hana megi nota til að svara fjórum lyk- ilspurningum: Hvernig greinum við hungursneyðir og hvernig mælum við þær? Hvernig skýrum við hung- ursneyðir? Hvernig metum við áhrif hungursneyða? Hvernig tengjast hungursneyðir fyrri tíma hungri og fæðukreppum í samtímanum? Fyrirlesturinn er á ensku og eru all- ir velkomnir. Fyrirlestur á vegum Sagnfræðistofnunar Háskóla Íslands AFP Hungur Milljónir manna þjást af hungri og vannæringu í heiminum. Hungursneyðir í heiminum Þemað í vorönn leshringsins Sól- kringlunnar er skáldævisögur eða ævisögulegar skáldsögur. Í dag kl. 17.30-18.30 verður Minnisbók eftir Sigurð Pálsson lesin í Sólheimasafn- inu. Í bókinni rekur skáldið minningar sínar frá Frakklandi á árunum 1967- 1982, eða frá því hann kemur, nítján ára, til Parísar á miklum óróa- og uppreisnartímum og fer heim sem fullmótað skáld. Endilega … … verið með í leshring Morgunblaðið/Einar Falur Skáldið Sigurður Pálsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.