Morgunblaðið - 19.05.2016, Side 15

Morgunblaðið - 19.05.2016, Side 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2016 Yngsti stórmeistari Íslands mætir einum þekktasta skákmanni heims við taflborðið um helgina. Þá leiða saman hesta sína á MótX-einvíginu í Salnum í Kópavogi Hjörvar Steinn Grétarsson og Nigel Short, Það er Skákfélagið Hrókurinn undir forystu Hrafns Jökulssonar sem skipuleggur mótið og segir Hrafn að búast megi við mjög skemmtilegu einvígi. Báðir meistararnir séu þekktir fyrir frum- legan stíl og snilldartilþrif á skák- borðinu. Short og Hjörvar tefla sex atskák- ir, með 25 mínútna umhugsunartíma. Aðstaða í Salnum til að fylgjast með einvíginu er mjög góð. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir. Nigel Short fæddist 1965 og var undrabarn í skák. Fjórtán ára gamall varð hann yngsti alþjóðameistari sög- unnar. Stórmeistari varð hann 19 ára og var þá yngstur allra í heiminum sem báru þann eftirsótta titil. Short hefur unnið tugi alþjóðlegra skák- móta og verið í fremstu röð í áratugi. Margir Íslendingar minnast sigurs hans á hinu gríðarlega sterka IBM- skákmóti í Reykjavík 1987 þar sem jöfrar á borð við Tal, Timman og Korchnoi voru meðal keppenda, auk bestu skákmanna Íslands. Short vann sér rétt til að tefla um heims- meistaratitilinn við sjálfan Garry Kasparov árið 1993, en beið lægri hlut. Hjörvar Steinn Grétarsson fæddist 1993 – árið sem Short glímdi við Kasparov um heimsmeistaratitilinn – og vakti kornungur mikla athygli fyr- ir hæfileika sína. Hann var lyk- ilmaður í sigursælum skáksveitum Rimaskóla, sem sópuðu til sín Ís- lands- og Norðurlandameistaratitlum í skólaskák. Hjörvar náði fyrsta stór- meistaraáfanga sínum á Evrópumóti landsliða í Porto Carras árið 2011. Hann tryggði sér svo stórmeistaratit- ilinn á EM-taflfélaga á Rhodos 2013. Hjörvar Steinn er nú næststigahæsti skákmaður Íslands með 2580 stig. gudmundur@mbl.is Short teflir við yngsta stórmeistarann  Búist við skemmtilegu skákeinvígi í Salnum í Kópavogi um helgina  Munu tefla sex atskákir Nigel Short Hjörvar Steinn Grétarsson Mývetningar ætla að koma sér upp flokkunarsvæði í landi Grímsstaða til að geta flokkað rusl. Ekki fékkst leyfi frá landeigendum í Reykjahlíð og því var samþykkt að ganga til samninga við bændur á Gríms- stöðum. Ólafur H. Jónsson, einn af landeigendum Reykjahlíðar, skrifar í fréttabréf Mývetninga, Mýfluguna, um fyrirhugað gámasvæði. Þar segir hann að alla framsýni skorti hjá sveitarstjórninni og við- komandi svæði sé of dýrt fyrir gámasvæði og alltof nálægt íbúð- arbyggð. „Það er útúrsnúningur og villandi að segja að í ljósi t.d. að- gengis að rafmagni, vatni o.fl. sé Múlavegur hagstæðasti kostur. Ef gámasvæði yrði leyft við Múlaveg væri það endurtekning á þeim miklu mistökum sem gerð voru á sínum tíma þegar Strax-verslun og bensín- tankar voru leyfðir, þar sem þeir eru í dag,“ segir Ólafur í grein sinni. Hann bendir á að tilboð sveit- arstjórnar varðandi leigugjald sé um 23% lægra en núverandi leiga á vatnstankssvæðinu austan á Dag- málahlíð. „Tilboðið er mjög sér- kennilegt, þó að ekki sé meira sagt og í raun óskiljanlegt á allan máta. Ef eitthvað væri þá ætti leigan við Múlaveg að vera miklu miklu hærri.“ Þá segir Ólafur í grein sinni að iðnaður eigi ekki erindi svo nálægt Reykjahlíð og bendir á svæði sem hann telur vera mun hentugri. Það muni kosta meira í upphafi en muni til lengri tíma margborga sig. Mývatnssveit Sveitarstjórn er búin að skipuleggja flokkunarsvæði. Iðnaður á ekki heima í Reykjahlíð  Ósáttur við skipu- lag í Mývatnssveit Þingkonur Framsóknarflokksins komu í ræðustól Alþingis í gær og minntust þess að 40 ár væru liðin frá því að fyrstu jafnréttislögin hafi ver- ið samþykkt á Alþingi. Fögnuðu þær þeim áfanga og lögðu m.a. áherslu á mikilvægi þess að karlar og konur fengju sömu laun fyrir sömu störf. Helgi Hrafn Gunnarsson, þing- maður Pírata, gerði málið einnig að umtalsefni og vakti athygli á því að einungis þingkonur Framsóknar- flokksins hefðu stigið í pontu vegna málsins. Minnti hann á að ekki væri nóg að konur berðust fyrir jafnrétti. Karlmenn þyrftu þess líka. Jafnréttis- laga minnst

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.