Morgunblaðið - 19.05.2016, Side 18
18 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2016
Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík 414 84 00 www.martex.is
Góð þjónusta
byrjar með
flottum fatnaði.
BAKSVIÐ
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Bandaríski auðkýfingurinn Donald
Trump er ekki fasisti en ýmislegt í
boðskap og framgöngu hans í bar-
áttunni um Hvíta húsið í Wash-
ington minnir á uppgang fasista-
hreyfinga í Evrópu fyrir síðari
heimsstyrjöldina. Þetta er mat Ro-
berts O. Paxtons, sagnfræðipró-
fessors við Columbia-háskóla og
höfundar bóka um fasismann, með-
al annars The Anatomy of Fascism
sem kom út árið 2004.
Paxton segir að það væri alltof
mikil einföldun að lýsa Donald
Trump sem fasista. Þótt ýmislegt í
boðskap hans líkist fasismanum sé
Trump að öðru leyti gerólíkur fas-
istaleiðtogunum, enda séu aðstæð-
urnar í Bandaríkjunum nú ger-
ólíkar ástandinu í Evrópu fyrir
síðari heimsstyrjöldina. Sagnfræð-
ingurinn skírskotar m.a. til þess að
ekkert bendir til þess að Trump sé
tilbúinn að fyrirskipa innrás í önn-
ur lönd, myrða milljónir manna eða
afnema stjórnarskrá Bandaríkj-
anna til að koma á einræði.
Sagnfræðingurinn segir í viðtali
við veftímaritið Slate að eitt af því
sem Trump eigi sameiginlegt með
fasistaleiðtogunum sé boðskapur
hans um útlendinga. Hann notfæri
sér ótta kjósenda við útlendinga og
fordóma í garð annarra þjóða eins
og fasistahreyfingarnar í Evrópu
fyrir síðari heimsstyrjöldina. Lof-
orð hans um að „gera Bandaríkin
mikil aftur“ beri einnig keim af víg-
orðum fasista sem þrifust á
áhyggjum samlanda sinna af
hnignun í samfélaginu.
Svipar til Mussolinis
Paxton segir að vandi Bandaríkj-
anna sé ekki eins mikill og Trump
láti í veðri vaka en hann hafi sann-
fært marga kjósendur um að landið
standi frammi fyrir alvarlegri
hnignun og þurfi á sterkum leið-
toga að halda. Líkt og fasistarnir
boði hann þjóðernishyggju og yfir-
gangssama utanríkisstefnu til að
binda enda á þessa hnignun.
Sagnfræðingurinn skírskotar
meðal annars til loforða Trumps
um að vísa milljónum óskráðra inn-
flytjenda frá Rómönsku Ameríku
úr landi, reisa múr við landamærin
að Mexíkó á kostnað skattgreið-
enda þar í landi og banna múslím-
um að koma í Bandaríkjanna vegna
hættu á að íslamistar fremji
hryðjuverk þar.
Paxton telur að Trump eigi það
sameiginlegt með Benito Mussolini
á Ítalíu og Adolf Hitler í Þýska-
landi að höfða sterkt til verka-
manna. Ræðuflutningur Trumps og
framganga hans í fjölmiðlunum
minni einnig á Mussolini. „Honum
svipar jafnvel til Mussolinis þegar
hann stingur út neðri kjálkanum og
þeir líkjast hvað varðar rostann,
þann hæfileika að skynja hugar-
ástand fjöldans og færnina í að
nýta sér fjölmiðlana.“
Paxton segir að Mussolini og
Hitler hafi oft verið ósamkvæmir
sjálfum sér og sömu sögu sé að
segja um Donald Trump sem sé
hentistefnumaður eins og þeir.
Önnur viðhorf til
einstaklingshyggju
Boðskapur Trumps er þó að
ýmsu leyti gerólíkur fasismanum
sem byggðist á andstöðu við lýð-
ræði og einstaklingsfrelsi og lagði
áherslu á forræði ríkisins. Fasist-
arnir kenndu einstaklingshyggju
um hnignun samfélaga sinna og
litu svo á að ríkisvaldið hefði rétt
til að stjórna nánast öllum þáttum
samfélagsins. „Trump, repúblik-
anar almennt og reyndar stór hluti
alls bandaríska samfélagsins hafa
lofsungið einstaklingshyggjuna og
Er ekki fasisti en
með fasistatilburði
Ýmislegt í boðskap og framgöngu Donalds Trumps þykir
minna á fasismann í Evrópu fyrir síðari heimsstyrjöldina
Elísabet II Bretadrottning flutti
stefnuræðu bresku ríkisstjórnar-
innar á þinginu í Lundúnum í gær
eins og venja er þegar þingið er
sett. Í ræðunni var boðað 21 frum-
varp sem stjórn Íhaldsflokksins
hyggst leggja fram. Hún ætlar m.a.
að ráðast í mestu breytingar á
fangelsiskerfinu í Englandi og Wa-
les frá tímum Viktoríu drottningar
sem ríkti á árunum 1837 til 1901, að
sögn fréttavefjar BBC.
Bretadrottning flytur stefnuræðu stjórnarinnar
AFP
Boðar breytt fangelsiskerfi
Umhverfisverndarsamtök gagn-
rýndu í gær norsk stjórnvöld fyrir
að veita borunarleyfi til olíuvinnslu-
fyrirtækja á nýjum svæðum á
norðurslóðum í fyrsta skipti í rúm
tuttugu ár. Þar á meðal eru svæði í
Barentshafi þar sem olíuleit hefur
ekki farið fram áður.
Þrettán olíufyrirtæki fengu út-
hlutað leyfum í gær, þeirra á meðal
ríkisolíufyrirtækið Statoil. Olíu-
framleiðsla Norðmanna hefur dreg-
ist saman um helming frá árinu 2000
og verðfall á hráolíu hefur dregið
verulega úr tekjum ríkisins.
Tord Lien, olíu- og orkumálaráð-
herra Noregs, sagði að leyfisveiting-
arnar myndu stuðla að fjölgun
starfa, hagvexti og virðisauka í land-
inu. Ákvörðunin vakti hins vegar
litla hrifningu umhverfisverndar-
samtaka. „Við getum ekki tekið
áhættuna á öðrum Deepwater Hori-
zon [olíuleka] í Barentshafi,“ sagði
Truls Gulowsen, forstöðumaður
Grænfriðunga í Noregi, sem skír-
skotaði til gróskumikils en við-
kvæms lífríkis í hafinu. Talið er að
um 185 milljónir lítra af olíu hafi far-
ið út í Mexíkóflóa eftir sprengingu
sem varð á Deepwater Horizon-
olíuborpalli BP árið 2010.
Norska stjórnin leyfir
boranir í Barentshafi
- með morgunkaffinu