Morgunblaðið - 19.05.2016, Page 21

Morgunblaðið - 19.05.2016, Page 21
21 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2016 Alþjóðlegi safnadagurinn Boðið var upp á sérstaka dagskrá í söfnum landsins í tilefni dagsins í gær og í Listasafni Einars Jónssonar hlustuðu leikskólabörn á Laufásborg á Kanseli Brass. Eggert Davíð Oddsson, fyrr- verandi forsætisráð- herra með meiru, hefur boðið sig fram til emb- ættis forseta Íslands. Öllum má vera ljóst að hér fer einn öflugasti stjórnmálamaður Ís- lands undanfarna ára- tugi; maður sem hefur haft sterka grunn- skoðun í stjórnmálum sem hann hefur fylgt, ekki bara í orði heldur líka á borði. Allt hefur það verið þjóðinni til far- sældar þegar á heildina er litið þó að hann hafi sjálfsagt gert eitthvað á ferli sínum sem hann sjálfur telur eftir á að betur hefði mátt fara. Slíkt á líklega við um okkur öll og þá sjálf- sagt í meira mæli en nokkurn tíma verður hægt að segja um Davíð. Fyrir um það bil 15 árum urðu þau atvik hér í okkar litla landi að þessi forystumaður þjóðarinnar lenti í úti- stöðum við fé- sýslumenn sem kölluðu ekki allt ömmu sína. Hann var þá forsætis- ráðherra. Flestir Ís- lendingar sem þá höfðu slitið barnsskónum muna eftir þessu. Við- brögð þessara efna- manna, og þá einkum feðga sem kenndir voru við Baug, urðu heift- úðleg. Þeir notuðu auðlegð sína til að koma sér upp fjölmiðlafyrirtæki sem meðal annars rak sjónvarpsstöð og gaf út dagblað, líklega fyrst og fremst til að reyna að koma höggi á fjandmann sinn forsætisráðherrann, þó að oft væri reynt að tala undir rós og nafnlaust svo ekki kæmist upp um aðkeyptu kauðana sem á penna héldu hverju sinni. Hér upphófst í rauninni einhver grófasta rógsherferð gegn einum manni sem Íslendingar hafa orðið vitni að fyrr og síðar. Þessi her- ferð hefur haldið áfram alla tíð síðan, þó að Davíð hafi fyrir löngu hætt op- inberum störfum sínum. Það er eins og allstór hópur manna, sem reglu- lega koma fram opinberlega eða halda uppi skrifum í útbreiddum net- miðlum, hafi gert manninn að eins konar leiðtoga lífs síns, þó að með öf- ugum formerkjum sé. Þar hefur lát- laust verið beitt ósannindum og hra- kyrðum sem ætti auðvitað ekki að teljast boðlegt í samfélagi siðaðra manna. Og þetta hefur haft áhrif. Látlaus áróður af þessu tagi gerir það. Mörg dæmi þekkjast úr mannkynssögunni um að viðlíka áróðursherferðir virki, jafnvel gagnvart þeim sem eiga að vita betur. Margt fólk sem man þessa tíma virðist láta þetta hafa áhrif á sig núna þegar að því kemur að velja milli frambjóðenda við forsetakjör. Og þá ekki síður þeir sem yngri eru og muna ekki eftir Davíð sem póli- tískum forystumanni þjóðarinnar. Það er að mínum dómi vel til fund- ið að stuðla að því að Davíð ljúki ferli sínum í opinberu lífi á Íslandi með því að gegna embætti forseta Ís- lands. Til þess hefur hann auðvitað alla burði, eins og allir Íslendingar ættu að átta sig á. Ég skora því á eldri sem yngri kjósendur við for- setakjörið að gerast ekki fórnarlömb einhliða áróðurs og illmælgi þegar þeir taka afstöðu, heldur sýna sjálf- um sér þá virðingu að kynna sér og rifja upp sannleikann um feril þessa manns áður en þeir taka afstöðu. Annað er mönnum ekki sæmandi. Ég tek fram að með þessum orð- um er ég ekki að halla orðinu á helsta mótframbjóðanda Davíðs, Guðna Th. Jóhannesson. Hann er sjálfsagt hinn mætasti maður sem á allt gott skilið, þó að ljóst sé að hann hefur ekki sömu reynslu og Davíð og yrði kannski ekki jafn óttalaus við að taka ákvarðanir þjóðinni til heilla á erf- iðum stundum. Eftir Jón Steinar Gunnlaugsson »Ég skora því á eldri sem yngri kjósendur að sýna sjálf- um sér þá virðingu að kynna sér og rifja upp sannleikann um feril þessa manns áður en þeir taka afstöðu. Jón Steinar Gunnlaugsson Höfundur er lögfræðingur. Að sýna sjálfum sér virðingu Alltaf heyrir maður öðru hvoru að sami „rassinn,“ sé undir öllum stjórnmálamönnum og stjórn- málaflokkum og engu skipti hverjir sitji í ríkisstjórn, hvað þá að forset- inn á Bessastöðum geti nokkru ráð- ið. Þess vegna er fróðlegt að rifja upp og rýna í stöðuna nú í miðri kosningabaráttu um forsetaemb- ættið og þegar styttist einnig í al- þingiskosningar. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, var í mögnuðu viðtali í Fréttablaðinu nú á dögunum. Þar skýrði hann frá mikl- um pólitískum átökum sem hann sá sig knúinn til að ganga inn í til að verja hagsmuni Íslendinga og Ís- lands. Forsetinn rifjar upp þegar hann fór gegn sitjandi ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur í Icesave- málinu. Forsetinn tapaði vináttunni við félagana Ólafur Ragnar Grímsson segir í viðtalinu að erfiðust hafi verið ákvarðanatakan um að vísa Icesave í þjóðaratkvæðagreiðslu. Blaðamaður spyr. „Varstu beittur þrýstingi? Var þér hótað?“ Hann svarar: „Það fer eftir því hvað þið kallið hót- anir, en förum aftur í tímann,“ segir hann og rifjar síðan upp at- burðarásina. „Það var umsátur um Ísland. Öll löndin á Norð- urlöndum, allar rík- isstjórnir í ESB voru á móti okkar málstað, þær vildu knýja okkur til að semja við Breta og Hollendinga. Í stjórn AGS var því valdi Evr- ópuríkjanna beitt til að við fengjum ekki fyrirgreiðslu sem við áttum rétt á, nema við beygðum okkur undir nauðasamninga við þessar þjóðir.“ Þetta var ástandið erlendis og AGS (Alþjóðagjaldeyrissjóð- urinn) var þá búinn að taka Ísland að sér og ríkisstjórn Jóhönnu Sig- urðardóttur og réði hér miklu. En hvernig var ástandið hér heima á sama tíma, látum forsetann segja frá: „Jafnframt voru margir fremstu sérfræðingar og álitsgjafar þessa lands sem sögðu að ef ég leyfði þjóðinni að kjósa um þetta mál væri ég að dæma Ísland til eilífrar út- skúfunar úr fjár- málakerfi heimsins. Merkimiðinn Kúba norðursins var þekktur í þeirri umræðu.“ „Hverslags fífl er þessi forseti Íslands?“ Forsetinn segir þetta ennfremur í við- talinu: „Ríkisstjórnin og þingmeirihlutinn var ekki bara á móti mér – heldur harkalega á móti mér.“ Forsetinn lýsir þessum þrýstingi og árásum sem óbærilegum og að aldrei í sögu Íslands hafi maður verið beittur því- líkum þrýstingi og svigurmælum, það hafi aldrei gerst í Íslandssög- unni. Ólafur Ragnar forseti segist svo vona að aldrei aftur þurfi nokk- ur maður að takast á við slíkt gjörn- ingaveður, hann hafi tapað áratuga- vináttu manna og stór hluti þeirra hafi ekki talað við hann síðan. For- setinn setti af stað mikilvægustu þjóðaratkvæðagreiðslur sem fram hafa farið hér á landi og í tvígang hafnaði íslenska þjóðin Icesave með yfirgnæfandi meirihluta í bæði skiptin. Loks dæmdi EFTA- dómstóllinn okkur í hag og að maka- lausar kröfur Breta og Hollendinga væru lögleysur og að okkur bæri ekki að borga þessa upphæð sem stæði í dag í 208 milljörðum hefðu þeir haft sitt fram. Á þessum tíma var Ísland einangrað og landið stefndi í gjaldþrot og fordómarnir í okkar garð birtust með þeim hætti að margir merkir menn erlendis, bæði starfandi stjórnmálamenn og fræðimenn, réðust persónulega á forseta Íslands og svívirtu hann, rifjar forsetinn upp og nefnir þá Uffe Ellemann-Jensen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, og Mogens Lykketoft, fyrrverandi for- seta danska þingsins og ráðherra um langa hríð, en í vinsælum sjón- varpsþætti úthrópuðu þeir Ólaf Ragnar og spurðu „Hverslags fífl er þessi forseti Íslands?“ Hvað segja forsetaefnin nú? Svona voru nú átökin og umræðan um þetta stóra átakamál. Og svo settu Bretarnir hryðjuverkalög á Ís- land eins og hér byggju aðeins stór- glæpamenn, ætluðu með okkur sem þjóð norður og niður. Enn var það forsetinn sem nánast einn tók vörn- ina erlendis fyrir Ísland og gagn- rýndi Gordon Brown og Bretana og einnig ESB-ríkin fyrir þetta níð- ingsverk sem var gert í skjóli þeirra. En íslenska þjóðin brást ekki sjálfri sér og lét áróður þessara manna og sinna ráðherra, hvort það var Jó- hanna Sigurðardóttir, Gylfi Magn- ússon eða Steingrímur J. Sigfússon, sig engu skipta og felldi Icesave. Nú veljum við nýjan forseta og ég tel rétt að forsetaefnin séu spurð: hvernig hefðu þau höndlað þetta mál hefðu þau staðið í sporum Ólafs Ragnars Grímssonar í Icesave? Eftir Guðna Ágústsson »Hvað hefðu þeir, sem nú bjóða fram þjón- ustu sína á Bessastöð- um, gert hefðu þeir staðið í sporum Ólafs Ragnars Grímssonar? Guðni Ágústsson Höfundur er fv. alþingismaður og ráðherra. Sterkur forseti, veik ríkisstjórn?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.