Morgunblaðið - 19.05.2016, Page 22

Morgunblaðið - 19.05.2016, Page 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2016 Með reglulegu milli- bili kemur sú niðurstaða æðsta dóms Alþýðu- sambands Íslands(ASÍ) fram í fjölmiðlum lands- ins að tilfallandi lækk- anir á sköttum eða gjöldum hafi ekki skilað sér til meðlima sam- bandsins. Eftir því sem ég kemst næst hefur Al- þýðusambandið starfs- fólk til að mæta í verslanir og kanna verð og haldi úti fólki til að reikna sig niður á einu réttu niðurstöðuna um að niðurfellingin það og það skiptið hafi nú bara alls ekki skilað sér, hafi skilað sér að hluta eða svona mörg pró- sentustig vanti nú upp á hæfilegt verð smásalans. Virðist ASÍ í engu taka það með í sína útreikninga að sá kostnaður er þeir sjálfir stuðla að hækkunum á er oftast meginorsök þess „ranga“ verðs sem þeir telja vera á vörum. Um er að ræða laun og launatengd gjöld sem sambandið knýr fram hækkanir á með reglulegu millibili, finnist þeim vanta upp á kost félagsmanna. Virðist sem svo að ASÍ telji sér ekkert óviðkomandi hvað kjör fólks varðar og vill véla um allt þar að lút- andi, laun, húsnæði, vexti, verðtryggingu og hvað eina sem þeim kemur til hugar við að réttlæta víðfeðma starf- semi sína. Mætti sam- bandið eyða meiri orku í að aðstoða félagsmenn- ina við að sinna sínum störfum betur þannig að mæting og ástundun sé í samræmi við þau kjör sem knúin hafa verið fram með sameiginlegu átaki. Af nógu er að taka í þeim hluta kjara- málanna. Ég hef oft á tilfinningunni að Al- þýðusambandið kæri sig kollótt um að koma því til skila sem vel er gert eða að rétt sé staðið að hlutum. Í heild hafa allar breytingar á sköttum og gjöldum verið gerðar á þann hátt sem til er ætlast á hverjum tíma og ekki verið blandað saman við verð- breytingar er verða óumflýjanlega þegar Alþýðusambandið hefur hækk- að sína verðskrá. Einatt forðast Al- þýðusambandið að nefna það að stærsti kostnaðarliður fyrirtækja hafi nú hækkað eða að innlendur kostn- aður fyrirtækja sem e.t.v framleiða og selja vöru sína á innanlands- markað hafi hækkað fyrir þeirra eig- in tilstuðlan. Kostnaðarhlutfall launa er afar mismunandi milli fyrirtækja og eru dæmi um að laun séu 80% kostnaðar t.d. hjá verkfræðistofum og í hugverkaiðnaði. Ekki er óalgengt að í framleiðslugreinum sé launahlut- fall á milli 40% og 50% af kostnaði rekstrarins. Á mörgum sviðum er það mikil samkeppni að þó að knýjandi þörf sé á verðhækkunum, sem sam- bandið hefur knúið á um, treysta smásalar sér illa til að hækka sitt verð. Alþýðusambandið, ríkisvaldið og opinberir aðilar hafa enga sam- keppni og hækka sín gjöld er þeim þykir henta. Það þyrfti kannski að taka það með í reikninginn? Afnám ekki skilað sér? Eftir Steinþór Jónsson »Ég hef oft á til- finningunni að Alþýðusambandið kæri sig kollótt um að koma því til skila sem vel er gert eða að rétt sé staðið að hlutum. Steinþór Jónsson Höfundur er atvinnurekandi. Fyrir löngu átti Al- þingi að samþykkja frumvarp Höskuldar Þórhallssonar þing- manns um að skipu- lagsvaldið yfir flugvell- inum í Vatnsmýri verði flutt frá Reykjavík- urborg til íslenska rík- isins. Þriðjudaginn 15. desember 2015 voru kynntar í Frétta- blaðinu vitlausar hug- myndir, um skipulag vegna hrað- lestar milli Keflavíkur og Reykjavíkur. Það snýst um að graf- in verði 14 km löng jarðgöng úr Vatnsmýri undir Öskjuhlíð, Foss- vog, Kópavog, Garðabæ og Hafn- arfjörð, án þess að vitað sé um jarðfræðilegar aðstæður undir öllu höfuðborgarsvæðinu. Þar getur áhættan verið of mikil, á meðan and- stæðingar flugvallarins vilja ekkert um það vita. Aldrei hefur verið rannsakað hvort þessi jarðgöng þurfi að fara niður á enn meira dýpi en Hvalfjarðargöngin. Slæm fjár- hagsstaða sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og Suð- urnesjum kemur í veg fyrir að þau ráði auðveldlega við fjármögnun hraðlestarinnar sem talið er að kosti 250-300 milljarða króna. Á Reykja- víkursvæðinu telja margir hagfræð- ingar að forsendurnar fyrir áætl- uðum heildarkostnaði, við þetta lestarkerfi sem erfitt er að fjár- magna standist aldrei. Illa þolir nú- verandi borgarstjórnarmeirihluti spurninguna um hvað jarðgöngin sem hraðlestin færi í gegnum geti kostað. Ekki er útilokað að þessi göng kosti ein og sér 26-30 milljarða króna, ef gangalengdin yrði 14 km. Ákvörðunin um að ógilda skipulags- valdið yfir Reykjavíkurflugvelli og lokun neyðarbrautarinnar flýtir ekki fyrir því að lífæð allra lands- manna fari úr Vatnsmýri eftir átta ár. Þá hljóta einhverjir að spyrja hvort allar tilraunir til að taka í notkun háhraðalest milli Leifs- stöðvar og Reykjavíkur árið 2024 muni fljótlega renna út í sandinn þegar það sannast að andstæðingar flugvallarins reikna vitlaust og sitja uppi með skömmina. Fullvíst þykir að þeir þurfi aldrei að bæta fyrir mistök sín sem verða síðar meir skrifuð á reikning skattgreiðend- anna þegar í ljós kemur að fjögur þúsund króna fargjald á hvern far- þega stendur aldrei undir fjár- mögnun og rekstri háhraðalest- arinnar. Nýlega rak Héraðsdómur hornin í sjúkraflugið með því að sníða dóminn um lokun neyð- arbrautarinnar eftir duttlungum borgarstjóra til að réttlæta brot á skipulagsreglum Reykjavíkur- flugvallar án þess að mannslíf skipti nokkru máli. Ég spyr: Getur borgarstjóri næstu mánuðina teymt Héraðsdóm á asnaeyr- unum þegar honum hentar? Tímabært er að núverandi ráðherra samgöngumála, Ólöf Nordal, segi endanlega upp samkomulaginu við borgarstjórnar- meirihlutann um bætta aðstöðu á Reykjavík- urflugvelli sem und- irritað var í tíð fyrrver- andi innanríkisráðherra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, og Jóns Gnarr, þáverandi borgarstjóra. Sjálfur braut Dagur B. þetta sam- komulag áður en hann ákvað skyndilega að stefna íslenska ríkinu vegna vanefnda um lokun neyð- arbrautarinnar. Hrós mitt fær Ólöf Nordal sem tók rétta ákvörðun og hafnaði kröfu núverandi borgar- stjóra um að þessi flugbraut verði í 50 km fjarlægð frá Reykjavíkurflug- velli. Áður sendi Samgöngustofa frá sér skýr skilaboð um að bygging- arnar sem Valsmenn vilja reisa á Hlíðarendasvæðinu mættu ekki fara upp í hæð fluglínunnar við enda neyðarbrautarinnar. Örfáum mín- útum fyrir áætlaðan lendingartíma stefnir það öryggi sjúkraflugvélar í enn meiri hættu ef flugmaður, sem flytur fárveikan mann utan af landi til Reykjavíkur, verður vegna of mikils hliðarvinds að hætta við lend- ingu á A-V- og N-S-flugbrautunum sem Dagur B. vill glaður loka gegn vilja 73% Reykvíkinga. Önnur spurning: Hvert geta sjúkraflug- menn Mýflugs tekið stefnuna ef sama vandamál kemur upp á Kefla- víkurflugvelli, sem er í alltof mikilli fjarlægð frá Reykjavík? Krafan sem andstæðingar Reykjavíkurflugvallar halda til streitu um að sjúkraflugvél Mýflugs lendi frekar í 50 km fjar- lægð frá sjúkrahúsum höfuðborgar- innar mælist illa fyrir hjá starfandi læknum í Reykjavík sem eðlilegt er. Þriðja spurning: Ætlar Dagur B., sem lögsækir íslenska ríkið, að safna mörg þúsund undirskriftum gegn flugmönnum Mýflugs ef þeir neita að lengja flutningsleiðina um þenn- an kílómetrafjölda þegar slasaður maður úti á landi þarf að komast á sem stystum tíma undir læknis- hendur í Reykjavík? Ólöf Nordal tók rétta ákvörðun Eftir Guðmund Karl Jónsson » Illa þolir núverandi borgarstjórnar- meirihluti spurninguna um hvað jarðgöngin sem hraðlestin færi í gegn- um geti kostað. Guðmundur Karl Jónsson Höfundur er farandverkamaður. á fallegum, notalegum stað á 5. hæð Perlunnar. ERFIDRYKKJA Perlan • Sími 562 0200 • Fax 562 0207 • perlan@perlan.is Pantanir í síma 562 0200 Hoist Vinnulyftur • Víkurhvarf 4 • Sími 517 6000 • hoist@hoist.is • www.hoist.is Umboðsaðili Alimak Hek á Íslandi Turnlyftur Sala og þjónusta Sérhæfum okkur í sölu og þjónustu á lyftum af öllum stærðum og gerðum 517 6000

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.