Morgunblaðið - 19.05.2016, Side 23

Morgunblaðið - 19.05.2016, Side 23
UMRÆÐAN 23 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2016 Þú sem hefur unnið og stritað, alið upp börn og axlað ábyrgð þjóðfé- lagsins, greitt þína skatta og skyldur, byggt upp og gefið af þér. Þú sem átt reynslu ævinnar að baki og manst tímana tvenna og jafnvel þrenna. Þú sem kannt sögurnar sem ekki mega þagna og þú sem kannt bæn- irnar sem ekki mega gleymast. Réttu úr þér og berðu höfuðið með reisn. Þú hefur svo mikið að gefa og miklu að miðla í umhverfinu, í samtím- anum og til komandi kynslóða. Af sögum, ljóðum og bænum. Trú, von og kærleika. Reynslu, umhyggju og ást. Veröldin væri svo miklu fátækari ef þú hefðir aldrei verið. Fá- tækari án þinna upplif- anna, sem enginn getur miðlað til komandi kyn- slóða nema þú segir frá, með þínum hætti, frá þínu sjónarhorni. Haltu því fyrir alla muni áfram að gefa af þér. Fegra umhverfi þitt með gjöfum og strá fræjum kærleika og umhyggju. Við þurfum öll á því að halda. Láttu engan líta smáum augum á aldur þinn, þekkingu eða reynslu. Það er nefnilega enginn eins og þú. Með kærleiks- og sumarkveðju! Það er enginn eins og þú Eftir Sigurbjörn Þorkelsson » Veröldin væri svo miklu fátækari ef þú hefðir aldrei verið. Fátækari án þinna upplifanna, sem enginn getur miðlað til komandi kynslóða nema þú. Sigurbjörn Þorkelsson Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur og aðdáandi lífsins. Skútuvogi 6 - Sími 568 6755 plankaparket Verðdæmi: 190 mm Eik Rustik burstuð mattlökkuð 6.990.- m2 Hlaupakettir og talíur Smiðjuvegi 66 • Kópavogi • 580 5800 • www.landvelar.isFuruvöllum 3 • Akureyri • 461 2288 Skaft- og keðjutalíur úr áli og stáli - lyftigeta allt að 20.000 kg. Rafdrifnar keðjutalíur - lyftigeta allt að 4000 kg. Á árunum 1999-2005 var ég, undirritaður, stjórnarformaður Sölu- miðstöðvar hraðfrysti- húsanna, SH, sem síðar fékk nafnið Icelandic Group. Flaggskip í markaðssetningu sjáv- arafurða frá Íslandi. Á þeim tíma var ítrekað reynt að fá ís- lenska lífeyrissjóði til að koma með nýtt fé inn í félagið til að byggja upp öfluga, alþjóðlega mark- aðssetningu. Icelandic Group var á þeim tíma skráð á hlutabréfamarkað. Stjórnendur lífeyrissjóða töldu þá að fjármunum fólksins í landinu væri betur komið fyrir annars staðar en í sjávarútvegi. Á síðustu árunum fyrir hrunið 2008 höfðu lífeyrissjóðirnir að mestu selt sig út úr sjávarútvegsfyrirtækum og skyldri starfsemi. Þeir litu orðið á sjávarútveg sem lítt spennandi fjár- festingakost sem stæðist ekki sam- keppni um ávöxtun við ört vaxandi fjármálaveldin. Ekki þarf að fara nán- ar út í hvernig fór fyrir fjárfestingum lífeyr- issjóðanna í fjár- málageiranum. Í desember 2009 stofnuðu sextán lífeyr- issjóðir Framtakssjóð Íslands. Sjóð með háleit markmið um þátttöku í enduruppbyggingu ís- lensks atvinnulífs. Lesa má um þessi fögru fyr- irheit á heimasíðu Framtakssjóðsins. Það varð ógæfa míns gamla félags að lenda í þessum slæma félagsskap, Framtakssjóði, sem hafði takmark- aðan líftíma og skammtímahyggju að leiðarljósi. Ég hef oft fundið til með mínum tryggu samstarfsmönnum sem enn starfa hjá Icelandic Group. Það er fátt verra en að starfa hjá fé- lagi með fjarlægan eiganda sem velur sér fulltrúa sem ekki kann til verka til að fara með eigendavaldið. Á síðustu árum hefur verið unnið að sölu Ice- landic Group í pörtum til að innleysa hagnað á þá fjármuni sem Framtaks- sjóðurinn hafði lagt í félagið. Nú er svo komið að undir Icelandic Group er eingöngu rekstur í nokkrum lönd- um Evrópu. Þær einingar sem eftir eru hafa verið endurskipulagðar og sýna ágæta afkomu. Það er víst ekki fullnægjandi fyrir Framtakssjóðinn heldur virðist sjóðurinn nú vera að leysa félagið upp að fullu. Það ætti því ekki að koma mönn- um á óvart ef vörumerki félagsins „Icelandic“ verður að lokum selt hæstbjóðanda á alþjóðlegu uppboði. Hjá Framtakssjóðnum er jú allt falt fyrir skammtímagróða. Þau fyrir- heit sem gefin voru í desember 2009 eru nú að snúast upp í andhverfu sína. Framtakssjóðurinn er að enda sem útfararstofa fyrir Icelandic Group. Um tíma var Framtakssjóðurinn með sterka stöðu og eitt helsta stolt Íslendinga Icelandair Group. Við sem höfum fjárfest í ferðamennsku meg- um þakka fyrir að stjórnendur Fram- takssjóðsins náðu ekki að stýra þró- uninni í því farsæla félagi og innleiða þar vinnubrögð sín. Þá sætu flug- menn Icelandair sennilega í hreyf- ilslausum flugvélum úti á Keflavík- urflugvelli að reyna að koma þeim í loftið. Á sama tíma sætu stjórnendur Framtakssjóðsins við tölvur sínar og reiknuðu út skammtímagróða af hreyfilssölu. Við endurreisn efnahags landsins héldu menn að ný hugsun kæmi í fjár- festingar og horft yrði til lengri tíma. Svo er víst ekki. Ekkert virðist hafa breyst. Það kæmi því ekki á óvart að sagan endurtæki sig. Með bútasöl- unni á Icelandic Group losi lífeyr- issjóðirnir um fjármagn til að kaupa aftur hlut í bönkum og trygginga- félögum. Verði þeim að góðu. Eftir Róbert Guðfinnsson Róbert Guðfinnsson » Það ætti því ekki að koma mönnum á óvart ef vörumerki félagsins „Icelandic“ verður að lokum selt hæstbjóðanda á alþjóðlegu uppboði. Höfundur er athafnamaður á Siglufirði. Niðurrif í umboði lífeyrissjóða Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgun- blaðinu greinar eru vinsamlega beðn- ir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgun- blaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morg- unblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem lið- urinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbein- ingar fylgja hverju þrepi í skráning- arferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.