Morgunblaðið - 19.05.2016, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.05.2016, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2016 ✝ Jóna Gunn-arsdóttir fædd- ist í Vinaminni í Sandgerði 2. ágúst 1927. Hún lést á hjúkrunarheimili Hrafnistu í Reykja- nesbæ 9. maí 2016. Foreldrar henn- ar voru Gunnar J. Jónsson, f. 28. júlí 1904, d. 9. nóv- ember 1992, og Rannveig G. Magnúsdóttir, f. 24. júní 1902, d 7. ágúst 1988. Systur Jónu voru Margrét Freyja Sigurlásdóttir, f. 29. júní 1921, d. 6. mars 1960, Lilja Gunnarsdóttir, f. 11. janúar 1935, d 6. apríl 2013, og eftirlif- andi bróðir er Óskar Gunn- arsson, f. 26. maí 1945, búsettur í Sandgerði. Jóna gekk í hjóna- band 27. maí 1950 með Gunnari V. Kristjánssyni frá Sólbakka, Ytri Njarðvík, f. 22. mars 1928. Jóna og Gunnar eignuðust fjögur börn: 1) Gunnveig Hulda Gunn- arsdóttir, f. 31. mars 1946, maki Thor Sverrisson. 2) Einar Pálsson Gunnarsson, f. 22. september 1949, maki Þorbjörg R. Óskarsdóttir. 3) Linda Gunn- arsdóttir, f. 21. júní 1957, d. 21. mars 1958. 4) Dagbjört Linda Gunnarsdóttir, f. 22. nóvember 1959, maki Jón Kr. Magnússon. Barnabörnin eru sjö og barna- barnabörnin 16. Jóna vann við fiskvinnslu og barnapössun á unglingsárum en helgaði síðan starfskrafta sína heimilinu og fjölskyldu alla tíð. Útför Jónu fer fram frá Ytri Njarðvíkurkirkju í dag, 19. maí 2016, klukkan 13. Nú ertu horfin, elsku mamma mín, en móðurgleðin, tryggð og blíðan þín mér veittu þrek um veg hins snauða manns, þú vermdir mig við arin kærleikans. Þú gafst mér fyrstu gleði mína og trú, það gaf mér enginn meiri auð en þú. Sú auðlegð metin aldrei var til fjár, því enginn vegur móðurbæn og tár. Nú, þegar hjarta þitt er hætt að slá og hendur dauðans lokað hafa brá, þá skil ég fyrst, hver móðurmildin var, mátt þann, er ætíð mig í faðmi bar. (Snæbjörn Egilsson) Kveðjan mín til þín, takk fyr- ir allt og allt. Þín dóttir, Linda. Elsku mamma mín. Skrítið að hugsa til þess að þú sem hafðir ferðast um allan heiminn, gangandi, akandi, fljúgandi og siglandi, skyldir þurfa að hafa svona mikið fyrir því að fara í þitt síðasta ferða- lag, í undirbúninginn fóru nokkur ár og brottförin var löng og ströng, en hafðist að lokum. Ég á bara gleðilegar minningar um mína æsku og uppeldi og þakklæti er mér efst í huga núna þegar ég kveð þig, mamma mín, þú varst frábær mamma í alla staði, ekkert skorti á ást og kærleika, svo ég tali nú ekki um hversu frábær húsmóðir þú varst, það bókstaf- lega lék allt í höndunum á þér, hvort sem það voru heimilis- verkin, bakstur eða handa- vinna. Ég verð þér líka enda- laust þakklát fyrir að hafa tekið að þér, 35 ára gömul amma, að hugsa um Birnu Ýri dóttur mína frá því hún fæddist og þar til hún komst á skólaaldur, sex ára gömul. Það var meira en að segja það þar sem þú varst nú sjálf með fjögurra ára dóttur á þeim tíma, en það var ekki mál- ið, þær voru bara aldar upp eins og systur. Ekki var nú vandamálið níu árum seinna þegar Brynja Eir fæddist, þá var bara ekkert sjálfsagðara en að passa hana líka sem þú gerðir í tvö ár, eða þar til hún komst í leik- skóla. Þú varst bara alltaf til staðar, mamma mín. Ekki varstu nú samt allskostar ánægð með ráðahaginn hjá mér, ég aðeins 17 ára og komin í sambúð með Thor 19 ára sem var á leiðinni í skóla á þeim tíma, þú vildir að við myndum bara fara að búa saman og vinna eins og fólki sæmdi á þeim tíma. Ekki var nú tengdasonur þinn alveg sammála því, en þið áttuð ykkar samtal um það og hann dreif sig í skólann sem betur fer og úr okkur hefur bara ræst í gegnum tíðina, sem ég held að þú hafir bara verið nokkuð sátt með. Ég kveð þig með þessum orðum, elsku hjartans mamma mín: Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Þín Hulda. Mamma var mikil listakona. Það var alveg sama hvað mamma tók sér fyrir hendur, hvort það var matseld, handa- vinna, garðrækt eða ást og um- hyggja sem hún veitti okkur öllum, allt gerði hún vel. Það voru forréttindi að alast upp og vita að mamma var heima og alltaf til staðar hvort sem það var komið heim með beinbrot, skurð eða bara í lok skóladags. Mamma nýtti tímann sinn vel, hélt fallegt og myndarlegt heimili. Á vetrarmánuðum nýtti hún tímann til hannyrða sem prýða veggi og húsgögn á heim- ili þeirra pabba. Þegar pabbi nefndi það við hana hvort þau ættu ekki að hafa sýningu á handverki hennar á Ljósanótt þá kom það aldrei til greina af hennar hálfu því heimili þeirra var hennar sýningarsalur. Á sumarmánuðum naut hún þess að vera í gróðurhúsinu sínu og á lóðinni heima og í sveitarsæl- unni þeirra, Hvammi í Gríms- nesi, hún hafði græna fingur og mikla natni og það óx allt hjá henni. Mér er minnisstætt þegar ég var 10-12 ára og fór inn á Fitjar eða Seltjörn á skauta, spenn- ingurinn snérist ekki um hvort ísinn væri traustur og sléttur, heldur snérist það um hvað væri gott í nestisboxinu, voru það oft nokkrir munnar sem borðuðu úr boxinu og það var aldrei arða eftir þegar heim var komið. Það reyndist oft erfitt að fá uppskriftir hjá henni því það var ekkert nema smá dass í þeim. Því var farið í leiðangur þeg- ar vitað var að hún stóð í flat- kökubakstri og var hún beðin um að doka við því nú skyldi mælt dassið af öllu sem í upp- skriftina fór, og sú uppskrift hefur farið víða. Þá eru það flatkökurnar sem gera hana ódauðlega. Hennar verður alltaf minnst á afmælum og stórhátíð- um vegna þeirra. Hún var frumkvöðull í matargerð, hún marineraði síldarflök og rúllaði upp með fyllingu og seldi í Fiskbúð Þórðar og var síldin vinsæll réttum á borðum Njarð- víkinga. Þegar hún fékk laufa- brauðsuppskriftina frá tengda- mömmu þá setti hún sitt mark á hana og gerði það að snakki sem allir elska og borða þar til allt er búið. Smátt og smátt hljóðnaði mamma, hún kláraði síðustu myndina og sagði: „Nú sauma ég ekki meir.“ Þá fann hún að hún réð ekki lengur við þetta eins og hún var vön. Mat- seldin varð einfaldari og síðar engin. Færnin fór og alzheim- ers tók yfirhöndina og hún hvarf inn í sjálfa sig. Hún var lady og pabbi stóð þétt við hana í veikindum hennar og ást þeirra var falleg. Nú hefur hún kvatt okkur og fengið hvíldina. Guð blessi minningu hennar. Einar Gunnarsson. Mig langar að minnast tengdamóður minnar, Jónu Gunnarsdóttur, með nokkrum orðum. Mamma, eða amma Jóna eins og hún var ávallt nefnd á okkar heimili lést þann 9. maí á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu í Reykjanesbæ eftir langvarandi veikindi. Efst í huga er mér þakklæti til tengdaforeldra minna fyrir þá þolinmæði og velvilja sem þau hjón Jóna og Gunnar, tengda- faðir minn, sýndu okkur alla tíð. Við Hulda, sem er frum- burður þeirra hjóna, höfðum „lent í því“ eins og Íslendingar gjarnan segja, að verða ást- fangin ekki orðin tvítug og verða foreldrar. Jóna og Gunn- ar orðin amma og afi að þeim forspurðum og ég að ljúka iðn- námi og vildi gjarnan mennta mig meira. Ég var örugglega ekki sá draumaprins sem for- eldrar óska dóttur sinni, en ekki frekar hér en annars stað- ar, eins og sagan geymir, er spurt um það, tilfinningar stjórna öllum okkar gerðum. Við Hulda ung og fátæk að fara út í lífið með barn í farteskinu, litla menntum og lágar tekjur. Við Jóna gerðum samning, sem ég held að okkur hafi báðum þótt góður þegar fram liðu stundir. Frábært og jákvætt viðhorf til lífsins væntumþykja til barna, barnabarna og barna- barnabarna er í hugum okkar sem eftir stöndum góð minning um góða konu. Þinn tengdasonur, Thor. Ég skrifa hér nokkur orð til að kveðja ömmu mína. Amma mín, sveitastúlkan úr Sand- gerði, varð heimskona og ferð- aðist um heimsins höf með afa mínum sem var forsprakki ferðaklúbbsins Eddu. Ég man það eins og gerst hafði í gær þegar þau fóru í fyrstu sigl- inguna, þá með skemmtiferða- skipinu Regínu Maris. Sigl- inguna sem þau höfðu safnað fyrir með kartöflurækt. Amma Jóna var aðeins 35 ára þegar hún varð amma mín. En í dag þykir ekkert óvenju- legt að verða mamma á þeim aldri. Þegar ég fæddist var amma með Lindu dóttur sína rúmlega þriggja ára. Ófá jólin voru saumuð á okkur eins jólaföt. Enda voru við Linda aldar upp eins og systur. Héldu margir að við værum systur og sumir halda það enn. Þannig var amma. Ég var henni sem dóttir og hún var mér mamma. Amma mín var alla tíð heimavinnandi, hún var sannur félagi og vinur sem gott var að leita til. Við barnabörnin vorum mikið hjá henni í pössun. Öll áttum við athvarf hjá þeim ömmu og afa eftir skóla, feng- um í svanginn, eitthvað heima- bakað og Sodastream með djús. Svo sinnti afi skutlinu heim, óþreytandi. Amma var mikill fagurkeri og handavinnukona. Hún skilur eftir sig mörg listaverk sem prýða heimili þeirra afa á Baugholtinu. Á hverju sumri naut hún þess að rækta garðinn sinn og öll fallegu blómin í gróðurhúsinu sínu. Hvammur í Þrastarskógi var sælustaður ömmu og afa. Þar elskuðu þau að rækta landið sitt og njóta sumarsins, hlusta á skógarþröstinn syngja. Hann kom aftur í hreiðrið sitt ár eftir ár. Ég minnist ferða í Hvamm. Ég minnist kríueggjaleitar á Miðnesheiði. Ég minnist flat- bökubaksturs með ömmu, laufabrauðsgerðar og randalín- unnar sem alltaf var til með kaffinu. Árið 1988 varð amma Jóna langamma þegar ég eignaðist mitt fyrsta barn. Mæðgurnar í ættinni voru þá orðnar fimm í beinan kvenlegg. Seinna eign- aðist ég mitt annað barn, sem ég missti. Við amma ræddum um sorgina sem því fylgdi, því við áttum það sameiginlegt að syrgja barn. Amma greindist með alz- heimers-sjúkdóminn fyrir nokkrum árum. Hún var alla tíð heima. Afi hugsaði vel um hana, hlúði að henni og var áfram traustasta ankerið í hennar lífi. Þegar ég heimsótti hana í árs- byrjun var dásamlegt að finna að allt í einu rofaði aðeins til. Hún strauk mér um vangann og sagði: „Mikið þykir mér vænt um þig, elskan.“ Þar var amma komin aftur. En ömmu hrakaði hratt undir það síðasta. Hún eyddi síðustu dögunum á Nesvöllum í umönnun frábærs starfsfólks sem er barmafullt af blíðu, gæsku og endalausri elsku. Eiga þau hugheilar þakk- ir fyrir að gera allt til að létta síðustu spor ömmu og láta okk- ur hin finna að hún var á besta stað í heimi. Amma mín kvaddi þennan heim í faðmi fjölskyldunnar. Við fylgdum henni síðasta spöl- inn eins og hún hafði fylgt okk- ur í gegnum allt okkar líf. Amma var alltaf trygg. Hún var kona sem hvorki kvartaði né varð veik. Þannig man ég hana. Ég á fallegar minningar um góða ömmu sem ég kveð nú með tárum og trega í brjósti. Birna Ýr Thorsdóttir. Margar eru minningarnar sem þú hefur gefið okkur, elsku amma Jóna, og fyrir það erum við mjög þakklát. Alltaf hlökk- uðum við til að koma í pössun hjá ykkur afa og gista í holunni á milli ykkar og fá bestu köku í heimi og Sodastream í kaffinu. Sumarbústaðaferðirnar í Hvamm eru ríkar af minning- um, þar sem við fengum oft að fljóta með á sumrin og það var alltaf jafn skemmtilegt. Alltaf voru þið afi tilbúin að hjálpa til við það sem þurfti og stuðning- inn þinn vantaði aldrei. Það sem við viljum segja þér amma, er að þótt þú sért farin frá okkur í bili og komin á betri stað, þá ert þú samt ennþá með okkur í öllum þeim minningum sem við eigum um þig og verð- ur alltaf í hjarta okkar allra. Þeim minningum munum við halda á lofti við börnin okkar og segja þeim frá ömmu Jónu. Þú varst yndisleg amma sem gerðir allt fyrir okkur barna- börnin og fyrir það erum við ævinlega þakklát. Nú verður þú okkar verndarengill og við vit- um að þú heldur áfram að fylgj- ast með okkur öllum eins og þú varst vön að gera. Þangað til við hittumst að nýju elsku amma, viljum við segja þér að við munum alltaf elska þig. Þú varst amma yndisleg og góð, og allt hið besta gafst þú hverju sinni, þinn trausti faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafðir elsku þinni. Þú gættir okkar, glöð við undum hjá, þær góðu stundir blessun, amma kæra. Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá í hljóðri sorg og ástarþakkir færa. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Þín barnabörn, Arnar Már, Birkir Már og Marín Hrund. Kveðja til langömmu. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Mist, Blær, Gnýr og Gná. Í dag er borin til grafar elskuleg frænka mín, hún Jóna Gunnarsdóttir, eftir allnokkurn aðdraganda þar sem hinn ill- ræmdi alzheimersjúkdómur hafði hreiðrað um sig hjá henni. Jóna bar sig eins vel og hægt var í baráttunni við þennan vá- gest en allar varnir gefa sig að lokum. Minningar mínar um elsku frænku ná aftur í bernsku en ég fékk að vera hjá þeim eð- alhjónum henni og Gunna í pössun á Brekkustígnum, þar sem þau bjuggu þá, á meðan foreldrar mínir fóru í siglingu með Gullfossi. Þá koma minn- ingar úr heyskaparferðum í túnið hjá afa og ömmu á Reyn- isstað í Sandgerði sterkt inn en þangað mætti fjölskyldan öll í góðviðrum til að snúa og hirða heyin. Og áfram mætti telja minn- ingarbrotin, m.a. heimsóknir til þeirra hjóna í Hvamm, sum- arbústaðinn þeirra, og svo síð- ustu misseri morgunkaffi í Baugholtinu en þá hafði sjúk- dómurinn gert vart við sig og maður ekki alltaf viss um að frænka fylgdist með í um- ræðunni eða meðtæki þó maður beindi máli sínu beint að henni. Frænka var yndisleg kona og sannur vinur, í hvert sinn sem maður kom var heilsað og kvatt með faðmlagi og að minnsta kosti einum kossi og hún var ekkert fyrir svona kinnkossa, maður var kysstur beint á munninn. Það er erfitt til þess að hugsa að leiðir okkar liggi ekki aftur saman, allavega ekki hér í þessari tilveru, en gott að hugsa til þess að henni hefur eflaust verið mætt fagnandi af þeim foreldrum hennar og henni móður minni, systur hennar, og ekki síst litlu stúlk- unni hennar, henni Lindu, sem líkami hennar leggst nú hjá. Elsku Gunni, Hulda, Einar, Linda og fjölskyldur, við Dóra sendum ykkur hugheilar sam- úðarkveðjur á þessum erfiðu tímum, megi hinn hæsti höf- uðsmiður styrkja ykkur. Minn- ingin um góða konu lifir. Þó í okkar feðrafold falli allt sem lifir enginn getur mokað mold minningarnar yfir. (Bjarni Jónsson frá Gröf) Valþór. Ég var 10 ára gamall í sendi- ferð fyrir föður minn þegar ég sá Jónu fyrst. Ég var á hesti og reiddi með mér það sem ég þurfti að flytja, en hún var komin til Magnúsar afa síns í Traðhúsum í Kirkjuvogshverf- inu. Hún sagðist vera frá Sand- gerði og verða í Höfnunum í sumar. Hún hafði mikinn áhuga á hestinum sem ég var með og vildi endilega fá að teyma og fara á bak, sem var sjálfsagt. Eftir þetta töluðum við Jóna alltaf saman þegar við hittumst, sem var nokkuð oft. Ég vissi ekki hvar Sandgerði var en hafði hugmynd um að það væri einhvers staðar í námunda við þar sem sólin settist á kvöldin og það hlyti að vera fallegt þar. Svo vildi til þegar ég var 19 ára að ég fór að vinna með föður mínum við húsbyggingu í Sand- gerði og hitti Jónu oft þar og alltaf fór vel á með okkur. Eftir þennan tíma fór ég af landi brott til náms og kom ekki heim fyrr en að vori til að tveim árum liðnum. Ég fór sem aðrir á 17. júní skemmtun í Krossinn í Njarðvíkum, stóð fyrir utan og virti fyrir mér umhverfið og fólkið þegar ég sá par koma gangandi til mín. Það urðu fagnaðarfundir þegar þau komu nær mér því þar voru komin Jóna og maðurinn hennar, Gunnar Kristjánsson, sem mér var að góðu kunnur. Síðan leið nokkur tími þar til ég flutti með konu minni Guðrúnu í Ytri- Njarðvík og alltaf var sama góða sambandið við Jónu og Gunnar. Við hjón fluttumst til Reykjavíkur en alltaf héldum við okkar góða sambandi þrátt fyrir fjarlægð og lélegan veg á milli. Um þetta leyti keyptum við okkur spildu undir sum- arbústað í Grímsnesi, og Gunn- ar og Jóna líka. Það var mjög dýrmætur tími fyrir okkur öll því ekki var langt á milli. Tím- inn leið við leik og störf og Jóna hafði yndi af fallegum blómum og jurtum. Gunnar var iðinn við að setja niður, þar sem hann kallaði Jónulund, en sumarbústað þeirra og yndis- land nefndu þau Hvamm. Þar var alltaf gott að koma, góður andi og vinátta réð þar ríkjum. Þau hjón byggðu sér hús í Keflavík. Það var yndislegt heimili, sem sýndi listhneigð Jónu á allan hátt, sérstaklega margvíslegar útsaumaðar myndir með ótrúlegu hand- bragði. Hún hafði lag á að skapa stórkostlegar myndir úr þræði á stóra og smáa fleti og þau hjón komu listinni fyrir á heimilinu öllum sem þar komu til mikillar ánægju og gleði. Starfsgleðin skein út úr hverju handverkinu á fætur öðru, svo unun var á að líta. En eftir sumarið kom haust og dimmari dagar. Hún greind- ist með hægfara heilasjúkdóm, sem erfitt var að eiga við. Hún tók þessum tíðindum með jafn- aðargeði og gerði sitt til að létta fjölskyldunni erfiðleikana sem óhjákvæmilega kæmu í kjölfarið. Það gefur augaleið að starfsöm kona eins og hún hef- ur átt erfitt með að sitja verk- laus. Hún lét þó hvorki kvíða né leiðindi í ljós, en heilsaði okkur alltaf með brosi á vör meðan hún gat tjáð sig. Hún var ein af þessum þöglu hetjum, sem taka æðrulaust á móti því sem for- sjónin lætur í té hverju sinni. Blessuð sé minning hennar. Gunnari og allri fjölskyld- unni flyt ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Sigurjón Vilhjálmsson. Jóna Gunnarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.