Morgunblaðið - 19.05.2016, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 19.05.2016, Qupperneq 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2016 Leikkonuna Kristen Stewart dauðlangar að vinna með leik- stjóranum Lars von Trier. Þetta kom fram á blaðamanna- fundi á kvik- myndahátíðinni í Cannes sem breska dagblaðið The Guardian greinir frá. Stewart sem öðlaðist frægð fyrir leik sinn í Twiligt- myndunum á sínum tíma, er stödd í Cannes til að kynna tvær nýjustu myndir sínar, en önnur þeirra er opnunarmynd hátíðarinnar, Café Society í leikstjórn Woody Allen. Langar að vinna með Lars von Trier Kristen Stewart Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Í fyrrakvöld var síðasta bíómynd Sólveigar Anspach, The Together Project, frumsýnd í Cannes við lof- samlegar undirtektir. Þetta er síð- asta myndin í sjálfstætt standandi þríleik hennar sem hófst með Skrapp út, síðan kom Queen of Montreuil og núna The Together Project. Hálfíslenskur leikstjóri Fyrsta myndin hennar Hertu upp hugann vakti heimsathygli er hún var frumsýnd í Cannes árið 1999. Myndin fjallaði um unga konu sem er barnshaf- andi en jafnframt með krabbamein. Að hluta til var myndin byggð á eigin reynslu enda hafði Sól- veig greinst með krabbamein nokkru fyrr á sama tíma og hún var barnshafandi. Kvikmyndaleikstjórinn Sólveig Anspach, sem var hálfíslensk og hálfbandarísk en bjó nánast alla sína ævi í Frakklandi lést á síðasta ári úr krabbameini aðeins 54 ára gömul. Íslenska framleiðslufyrirtækið Zik Zak sem hefur áður unnið að myndum Sólveigar framleiðir myndina ásamt franska framleiðslu fyrirtækinu Agat Films. Skúli Malmquist er framleiðandi myndarinnar ásamt Patrick So- belman. Skúli sem hefur farið með nokkr- ar bíómyndir til Cannes sagðist aldrei hafa upplifað að uppklapp eftir mynd stæði í fimmtán mínútur. Ást á sundkennara Myndin fjallar um Samir, sem er staðráðinn í að bæta ráð sitt gagn- vart sundkennara sínum Agathe, sem hann er yfir sig ástfanginn af. Hann eltir hana alla leið til Ís- lands en það kemur babb í bátinn þegar hann verður fyrir rafstraumi og missir minnið. Didda Jónsdóttir fer með sama hlutverk í myndinni og hún fór með í hinum tveimur fyrri myndum í þríleiknum. Stanslaust lófatak Aðspurður hversvegna Skúli hafi byrjað að vinna með Sólveigu segir hann að hún hafi verið magnaður listamaður og þess vegna auðvelt að ákveða að vinna með henni þegar hann var beðinn. „Hún kom til dyr- anna eins og hún var klædd,“ segir Skúli. „Kom fram við alla á sama hátt. Einstakur leikstjóri.“ The Together Project var frum- sýnd í gærkvöldi í flokknum Direc- tor’s Forthnight í sama kvikmynda- sal og fyrsta myndin hennar Sólveigar var frumsýnd fyrir sautján árum á Cannes. Myndinni var tekið með standandi lófataki í lokin og var fólk bæði glatt og hrært. Það var hjartnæm stund og andi Sólveigar sveif yfir vötnum. Bíó hélt henni gangandi Skúli segir að Sólveig hafi barist allt til enda og að markmið hennar að klára kvikmyndina hafi haldið henni gangandi. „Hún var bara þannig manneskja að hún kláraði það sem hún byrjaði á,“ segir Skúli. „Hún var reyndar búin að vinna svo marga bardaga í baráttunni við veikindi sín að maður hélt að henni tækist það enn og aftur. Sólveig skilaði af sér fyrstu útgáfu af klipp- inu, þann sama dag fór hún á sjúkrahús en kom aldrei aftur.“ Þekkt í Frakklandi Sólveig er kannski ekki mjög þekkt á Íslandi þótt hún sé hálf- íslensk og fæddist í Vestmanna- eyjum, en hún hefur náð mikilli hylli í Frakklandi. Síðasta bíómyndin hennar Lulu femme nue fékk nálægt 500 þúsund áhorfendur í bíó sem þykir ansi gott í hvaða landi sem er í heiminum. Yf- irmaður Directors Fortnight deild- ar Cannes hátíðarinnar, Edouard Waintrop, sem valdi The Together Project inná hátíðina sagði að- spurður hvers vegna hann hefði val- ið hana að það væri einföld ástæða fyrir því, þetta væri besta gam- anmynd sem hann hefði séð í ár. Hollywood Reporter ánægt Gagnrýnendur voru þegar farnir að birta álit sitt á síðum blaðanna í gær enda gerast hlutirnir hratt í Cannes. Fram að þessu hafa dóm- arnir verið einróma lof. Í Hollywood Reporter segir að myndin sé heillandi. Helmingur hennar eigi sér stað á alþjóðlegri ráðstefnu strandvarða, sem sé skemmtilegt út af fyrir sig. Myndin sé skemmtileg frásögn ástfangins manns sem læt- ur eins og hann kunni ekki að synda til að ná athygli sundkennarans sem hann þráir. Það þurfi ekki að hafa séð fyrri myndirnar til að njóta þessarar en það sé hægt að sjá þessa karaktera birtast í fyrri mynd í þríleiknum, þótt þeir hafi ekki náð saman þá. Gagnrýnandinn lýkur orðum sín- um á því að segja að með tilliti til þess að leikstjórinn er dáinn þá fær þessi annars bjarta og gleðilega bíó- mynd óvænt þunglyndislegan und- irtón, enda fer maður að þrá að sjá bíómyndirnar sem þessi leikstjóri hefði gert, en mun ekki gera. Screen er ánægt Að mati tímaritsins Screen er um mjúka kómedíu að ræða og að aðdá- endur fyrri mynda hennar verði ekki fyrir vonbrigðum. Gagnrýn- andinn hrósar leik og leikstjórn, sérstaklega fær hinn skrítni húmor myndarinnar athygli. Skúli segir að Sólveig hafi lengi lifað með því viðhorfi að hver dagur væri gjöf og þess vegna hafi hún nýtt sérhvern dag til skapandi vinnu og gefið af sér við alla sem hún hitti. „Hún vissi að þetta gat verið bæði fyrsta og síðasta skiptið sem hún hitti manneskju og kom þess vegna alltaf yndislega fram við fólk,“ segir Skúli. „Það var mjög gefandi að vinna með henni og ég þakka fyrir að hafa haft tækifæri til þess.“ Frumsýningar víða um heim Myndin verður frumsýnd í Frakklandi hinn 29. júní og fer í mjög stóra dreifingu, í rúmlega 200 kvikmyndahúsum í landinu. Hún verður frumsýnd á Íslandi í haust. Einstakur leikstjóri  Sólveig Anspach fær lof fyrir síðustu bíómyndina sína í Cannes í Frakklandi  Bíómyndin var frumsýnd við mikið lófaklapp og góða gagnrýni Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Cannes Frá vinstri: Didda Jónsdóttir, Jean-Luc Gaget, meðhöfundur myndarinnar, Skúli Malmquist og Patrick Sobelman framleiðendur. Sólveig Anspach Allt fyrir eldhúsið Allir velkomnir Progastro | Ögurhvarfi 2, Kópavogi Sími 540 3550 | progastro.is Opið alla virka daga kl. 9–18. Allt fyrir eldhúsið hjá Progastro Heildarlausnir fyrir heimilið X-MEN APOCALYPSE 3D 7, 10(P) ANGRY BIRDS ÍSL.TAL 5:50 ANGRY BIRDS ENS.TAL 8 BAD NEIGHBORS 2 8, 10 CAPTAIN AMERICA 10:10 RATCHET & CLANK 5:50 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Miðasala og nánari upplýsingar POWERSÝNING KL. 22:00

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.