Morgunblaðið - 19.05.2016, Side 43

Morgunblaðið - 19.05.2016, Side 43
MENNING 43 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2016 Fullkomnaðu augnablikið með ljúffengri sælkeraköku. – Láttu það eftir þér! H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 1 6 -0 4 2 9 Tónlistarkonan Emilíana Torrini heldur tvenna tónleika með Sinfón- íuhljómsveit Íslands í Eldborgarsal Hörpu, í kvöld og annað kvöld kl. 20. Emilíönu þarf vart að kynna þar sem hún er ein þekktasta tónlist- arkona Íslands, hefur hlotið ótal verðlaun og starfað með tónlist- armönnum á borð við Kylie Mi- nogue, Moby og Sting. Á tónleikunum mun Emilíana syngja mörg af sínum bestu lögum við órafmagnaðan leik sinfóníu- hljómsveitarinnar. „Þannig öðlast lögin sjálf nýja og spennandi vídd auk þess sem hin fjölmörgu lit- brigði hljómsveitarinnar njóta sín til fullnustu,“ segir í tilkynningu. Sex útsetjarar koma að tónleik- unum, hver með sinn stíl og nálgun og hafa valið sér til viðfangs þau lög Emilíönu sem þeim þykja sér- lega spennandi. Útsetjararnir eru franski tónlistarmaðurinn Albin de la Simone, svissneski klarínettleik- arinn og tónskáldið Claudio Puntin, ensku tónskáldin og útsetjararnir Max de Wardener og Mara Carlyle og íslenska tónskáldið og fiðluleik- arinn Viktor Orri Árnason. Meðal laga sem flutt verða á tón- leikunum eru „Jungle Drum“, „Nothing Brings Me Down“, „Hold Heart“ og „Life Saver“ og einnig „Tvær stjörnur“ eftir Megas og „Gollum’s Song“ sem Emilíana söng fyrir kvikmyndina Lord of the Rings, eða Hringadróttinssögu. Hljómsveitarstjóri er Hugh Brunt en hann er aðalstjórnandi London Contemporary Orchestra og hefur komið mikið að flutningi samtímatónlistar í Bretlandi, m.a. við Aldeburgh-hátíðina og stjórnar sinfóníuhljómsveitinni á nýju Radiohead-plötunni, A Moon Shap- ed Pool. Með Sinfó Emilíana mun flytja mörg af sínum bestu og þekktustu lögum á tónleikunum með Sinfóníuhljómsveit Íslands í kvöld og annað kvöld. Emilíana og SÍ í Eldborg Hljómsveitin Noise heldur útgàfu- tónleika à Græna hattinum annað kvöld kl. 22. Mun hún þar fagna ný- útkominni breiðskífu sinni Echoes. Platan hefur að geyma lög af fyrri plötum Noise í nýjum búningum. Á laugardagskvöld kemur fær- eyska leik- og söngkonan Annika Hoydal fram á Græna hattinum og kynnir m.a.nýjustu plötu sína End- urljós. Annika gerði garðinn frægan à sínum tíma með Harka- liðinu en þau gerðu lagið um Ólav Riddararós vinsælt à sínum tíma, að því er fram kemur í tilkynningu. Tónleikar Anniku og hljómsveitar hennar hefjast kl.21. Ljósmynd/Sigrún Kristín Noise Bandið heldur tónleika á Græna hattinum á Akureyri annað kvöld. Noise og Hoydal á Græna hattinum Tilkynnt var um tilnefningar til Safnaverðlaunanna 2016 í tilefni af Alþjóðlega safnadeginum á Ís- landi í gær í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Tilnefningar hlutu Byggðasafn Skagfirðinga, Lista- safn Reykjavíkur – Ásmundarsafn og sýningin Sjónarhorn í Safna- húsinu við Hverfisgötu sem er samstarfsverkefni Þjóðminjasafns Íslands, Listasafns Íslands, Nátt- úruminjasafns Íslands, Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns og Þjóð- skjalasafns Íslands. Auk við- urkenningarinnar fylgir verðlaun- unum ein milljón króna. Verðlaunin verða veitt við hátíð- lega athöfn þann 13. júlí á Bessa- stöðum af forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni. Íslensku safnaverðlaunin eru veitt annað hvert ár íslensku safni fyrir framúrskarandi starfsemi. Sem fyrr gátu almenningur, stofn- anir og félagasamtök sent ábend- ingar um safn eða einstök verk- efni á starfssviði safna sem þykja til eftirbreytni og íslensku safn- astarfi til framdráttar. Tilnefningar til Safnaverðlauna Ásmundarsafn Eitt þeirra safna sem tilnefnd eru til Safnaverðlaunanna 2016.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.