Morgunblaðið - 19.05.2016, Page 44

Morgunblaðið - 19.05.2016, Page 44
FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 140. DAGUR ÁRSINS 2016 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 517 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR. 1. Ekki hitt eiginmanninn í 4 ár 2. Föst í Boston frá því á mánudag 3. Hlupu í burtu frá vettvangi 4. Leita týndra sjóða foreldra sinna »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Tökur eru hafnar á sjónvarps- þáttaröðinni Föngum sem Ragnar Bragason leikstýrir og byggð er á hugmynd leikkvennanna Nínu Daggar Filippusdóttur og Unnar Aspar Stef- ánsdóttur. Margrét Örnólfsdóttir skrifar handrit þáttanna ásamt Ragn- ari og Mystery Productions fram- leiðir þá í samvinnu við Vesturport og RÚV. Í tilkynningu segir að þættirnir séu fjölskyldudrama. „Líf aðal- persónunnar Lindu hrynur þegar hún er færð í kvennafangelsið í Kópavogi eftir lífshættulega árás á föður sinn, þekktan og mikils metinn mann úr viðskiptalífinu. Í fangelsinu kynnist Linda konum sem hafa líkt og hún farið út af sporinu í lífinu, mishörðn- uðum glæpamönnum sem allar hafa sögur að segja úr heimi grimmdar, neyslu og ofbeldis,“ segir um þætt- ina. Tökur fara fram í Kópavogi og á höfuðborgarsvæðinu, m.a. í gamla kvennafangelsinu við Kópavogsbraut. Áætlað er að það taki um þrjá mánuði að kvikmynda þættina sem eru sex talsins. Þættirnir hafa þegar verið seldir til sýninga víða um heim en þeir verða fyrst sýndir á RÚV í byrjun næsta árs. Ljósmynd/Lilja Jónsdóttir Tökur hafnar á þáttaröðinni Föngum  Tónlistarmennirnir Harpa Fönn og Þórir Georg halda tónleika á Lofti í Bankastræti í kvöld kl. 21. Harpa flytur tónlist sína á ukulele, á lág- stemmdan og náinn hátt og Þórir er undir áhrif- um frá pönki og þjóðlaga- tónlist af ýmsu tagi. Harpa Fönn og Þórir Georg leika á Lofti Á föstudag Norðlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s. Skýjað með köfl- um og líkur á skúrum í flestum landshlutum, einkum síðdegis. Hiti 4 til 12 stig, hlýjast um landið suðvestanvert. Á laugardag og sunnudag Hiti 3 til 12 stig, hlýjast sunnanlands. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Breytileg átt, 3-8 m/s. Skýjað með köflum og líkur á dálitlum skúrum í flestum landshlutum. Hiti 6 til 12 stig. VEÐUR Íslenska sundfólkið hefur áfram að gera það gott í London. Hrafnhildur Lúth- ersdóttir vann til silfur- verðlauna í gær eins og greint er frá á forsíðu. Ekki eru það þó einu tíðindin frá gærdeginum því Anton Sveinn McKee og Eygló Ósk Gústafsdóttir unnu sig bæði inn í úrslit. Anton Sveinn í 200 metra bringu- sundi og Eygló Ósk í 100 metra baksundi. » 1 Íslendingar gera það gott í London Einar Hjörleifsson fer á sjóinn eld- snemma á morgnana og mætir svo á fótboltaæfingar hjá Víkingi í Ólafsvík á kvöldin. Hann var í stóru hlutverki í sigri liðsins á Skagamönnum í Pepsi-deild karla á mánudaginn þegar hann varði vítaspyrnu. For- maður Víkings segir að Einar hafi gríðarlega góð áhrif á liðið og sé maður augna- bliksins eins og frammistaða hans gegn vítaskyttum hafi sannað. »4 Sjómaðurinn sem lék Skagamenn grátt Stjarnan og ÍBV unnu góða útisigra þegar 2. umferð Pepsi-deildar kvenna var leikin í gærkvöldi. Stjarnan fór á Selfoss og sigraði 3:1 og ÍBV vann Fylki 3:1 í Árbænum. Óvæntustu úrslit- in urðu líklega í Kaplakrika þar sem nýliðar FH náðu stigi gegn Íslands- meisturum Breiðabliks. Sandra María Jessen var í sviðsljósinu á Akureyri en hún skoraði þrennu. »2-3 Góðir útisigrar hjá Stjörnunni og ÍBV ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Sigrún María Jörundsdóttir, vall- arþulur hjá Stjörnunni í Pepsi-deild karla í knattspyrnu, hefur sýnt góða takta í upphafi móts eins og Stjörnuliðið í Garðabæ. Sigrún María er fyrsta konan sem er vall- arþulur í efstu deild karla í fótbolta hér á landi, svo vitað sé, og víðar, samkvæmt mjög óformlegri könn- un. „Ég hef unnið mikið fyrir og í kringum Stjörnuna og hef unnið í miðasölunni á leikjunum síðustu ár. Ég var beðin um að hlaupa í skarð- ið fyrir vallarþulinn í einum leik í fyrra en afþakkaði það. Ég ákvað svo að láta vaða þegar þeir heyrðu í mér núna í vor þar sem vallarþul- urinn er kominn í annað starf innan félagsins. Aðeins að stíga út fyrir þægindarammann og gera eitthvað nýtt. Þá fórum við að velta fyrir okkur að ég yrði fyrsta konan sem væri í þessu starfi og það fannst okkur flott,“ segir Sigrún María sem hefur lengi tengst félaginu. Mamma hennar er Herdís Sig- urbergsdóttir, ein allra besta hand- boltakona landsins, og faðir hennar er Jörundur Áki Sveinsson knatt- spyrnuþjálfari. „Ég var ekkert að pæla í því að ég væri fyrsta konan í þessu starfi fyrr en Stjörnumenn fóru að benda mér á það. Þá fannst mér það skemmtilegt að við í Garðabæ værum að brjóta blað.“ Æfði eitt nafn 7.000 sinnum Sigrún María hefur leyst starf sitt af mikilli fagmennsku enda und- irbýr hún sig vel fyrir hvern leik. Kynnir sér lið andstæðinganna til að vera með réttan framburð. „Það var mjög fyndið í fyrsta leiknum því þegar ég byrjaði að tala þá snéri öll stúkan sér við þegar það heyrðist kvenmannsrödd í hátalarakerfinu. Það litu held ég allir við og voru trúlega að velta því fyrir sér að ein- hver væri að stelast í míkrófóninn. Það var skemmtilegt að sjá við- brögðin.“ Stjarnan hefur leikið tvo heima- leiki og unnið þá báða. Meðal ann- ars Þrótt 6:0. „Þá var nóg að gera. Ég er að komast inn í þetta hlut- verk en finnst þetta mjög skemmti- legt. Þetta eru bara ég og strák- arnir í blaðamannastúkunni, en þeir koma mjög vel fram við mig. Ég undirbý mig vel fyrir hvern leik. Kíki á leikmenn aðkomu- liðanna, hvort það séu einhver erfið nöfn í framburði. Ég æfði til dæmis eitt nafn um 7.000 sinnum áður en ég mætti því ég vil skila góðu verki. Þegar maður tekur að sér eitt- hvert verkefni vill maður að gera það vel.“ Stúkan snéri sér við í byrjun  Sigrún María er vallarþulur hjá Stjörnunni Morgunblaðið/Styrmir Kári Frumkvöðull Sigrún er sennilega fyrsti kvenþulurinn í efstu deild karla hérlendis. Hún undirbýr sig vel fyrir leik- ina og skoðar nöfn andstæðinga Stjörnunnar til að æfa sig á framburðinum. Hún finnur sig vel sem vallarþulur. Á leikdegi Sigrún með míkrófóninn í hönd að þylja upp markaskorara.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.