Víkurfréttir - 07.06.2001, Qupperneq 6
Fjölskyldu-
svæðivið
Utivistarsvæðin við
Seltjörn og Sól-
brekkur eru stað-
sett við Grindavíkurveg
og hafa notið mikilla vin-
sælda undanfarin ár.
Veiðisvæðið við Seltjöm er
opið alla daga frá kl. 10-22
og eru veiðileyfi seld á
staðnum. Verð á stöng er
1500 krónur og fyrir þann
pening má taka þrjá fiska. I
Seltjörn er sleppt bæði
regnbogasilungi, bleikju og
urriða og árleg veiði þar er
4000-6000 silungar. Svæð-
ið hefur notið mikilla vin-
sælda á meðal almennings
undanfarin 10 ár og hafa
margir veitt þar sinn fyrsta
silung. Stærsti fiskurinn
sem þar hefur veiðst er 8
pund en meðalstærð er 1,5-
2 pund.
Veiðivörður er á svæðinu
alla daga en þar er hægt að
kaupa eða leigja ýmsa hluti
til veiða, s.s. spúna, maðk
o.fl. Best veiðist á spún og
maðk en fluguveiði hefur
einnig verið vinsæl.
A svæðinu er góð nestisað-
staða en matur er ekki seld-
ur á staðnum.
Skamrnt frá Seltjörn eru
Sólbrekkur. Þar er góð
grillaðstaða og leiktæki fyr-
ir börnin. Bannað er að
hafa opinn eld og tjalda til
að hlýfa nýrækt. Frekari
upplýsingar fást hjá um-
sjónarmanni í síma 893-
9096.
Þess ntá geta að veiði-
áhugamenn sem heimsækja
Reykjanesið, geta einnig
rennt fyrir fisk í Djúpa-
vatni, Kleifarvatni og Hlíð-
arvatni í Selvogi. Stang-
veiðifélag Hafnarfjarðar
hefur umsjón með þeim
svæðum.
VITAR A SUÐURNESJUM
Þar sem ástfangin pör
njóta sólarlagsins
Það eru ekki eingöngu ferðamenn sem
sækja Garðskagann heim, listamenn
eru þar oft á reiki og ástfangin pör
njóta ósjaldan sólarlagsins við vitana tvo.
Gamli vitinn sem stendur yst á tánni var reist-
ur árið 1897 og stóð fyrir sínu til ársins 1944
þegar nýi vitinn var byggður. Gamli vitinn var
notaður sem flugathugunarstöð á vegum
Náttúrufræðarstofnunnar íslands á
árunum 1962-78. í dag er
enginn starfsemi í gamla
vitanum sem er oft
opinn fyrir al-
menning eftir
hádegi á
sunnudögum
og fólki vel-
komið að
kikja upp.
Fjaran við
vitann er
mjög falleg
þakin hvítum
skeljasandi og
tilvalin fyrir
gönguferðir og leik,
Vikurfréttir/Svandís Helga
Vitinná
Valahnuk
Fyrsti vitinn sem byggður
var á íslandi var reistur á
Valahnúk yst á Reykjanesi
1878 en stóð aðeins í nokk-
ur ár sökum jarðskjálfta
sem eyðilagði undirstöðu-
bergið. Rústum vitans hef-
ur nú verið bjargað frá
hruni í sjó og þær færðar
niður af Valahnúk. Nýi
vitinn var byggður 1908
og stendur á bæjarfelli
skammt frá Valahnúk.
Þetta er tilvalinn útivist-
arstaður, rólegur og fal-
legur og ef gengið er upp
á hnúkinn fæst stórkostlegt
útsýni yfir Reykjanes. I
sjónmáli er Eldey sem
skartar sínu fegursta en
þar má finna stærstu súlu-
byggð Evrópu.
Opiö: Mánudaga-föstudaga: 9-19
Laugardaga: 10-13 og 16.30-18.30
Sunnudaga: 10-12 og 16.30-18.30
Aöra helgidaga: 10-12
Opið alla daga ársins
Fagmennska í fyrirrúmi
Apótek Keflavíkur
Sími: 421 3200
Suðurgötu 2 • Keflavík
opnunarttmi.
lau: iyi7
Verið velko
Gnlleiý Leirlist J
Tunguvegi 12 (bíhkúrffiiaíHvík
r¥innusto\
f
VÍKURFRÉTTIR • SUMARIÐ 2001
Víkurfréttir/Hilmar Bragi