Víkurfréttir - 07.06.2001, Page 22
GLÆSILEG SÖFN Í GARDINUM
Byggðasafn Gerðahrepps:
GLÆSILEGT
VÉLASAEVÁ
GARÐSKAGA
Byggðasafn Gerðahrepps er til húsa í gömlu
húsi við Garðskagavita. Þar má sjá alls kyns
hluti sem tilheyra gömlum búskaparháttum til sjós
og lands, m.a. gott vélasafn. Á vélasafninu er að finna 16
vélar, flestar gamlar bátavélar sem allar eru gangfærar.
Fyrir utan safnið eru fjórir fiskibátar og á miðju safngólf-
inu stendur 88 ára gamall áttæringur. Rétt við safnið er
gamli Garðskagavitinn, einn elsti viti landsins, yfir 100 ára
gamall. Safnið og vitamir eru opnir frá 1. maí-30. ágúst
frá kl. 13.00-17.00 og á öðrum tímum eftir samkomulagi.
Upplýsingar gefur safnvörður í síma 422-7135.
Víkurfréttir/Svandís Helga
Minjasafn Slysavamarfélags íslands að Ganksstöðum í Garði:
Minjasafn Slysavarnarfélagsins er
helgað björgunarsögu SVFI og var
opnað fyrir rúmum þrem árum á 70
ára afmæli félagsins. Það fræðir gesti
um flesta þætti starfsemi SVFI og
sögu slysavama og björgunarstarfs á
íslandi. Þar er að finna ýmsa muni
sem tengjast björgunarbátum, þyrlu-
björgunum, sjúkraflugi, fræðslustarfi,
fjarskiptatækni auk margs annars.
Einnig er á safninu loftskeytaklefi af
togaranum Geir úr Reykjavík og ein-
tök af blaðinu Sæbjörgu. Oddur V.
Gíslason á Stað í Grindavík stóð að
útgáfu blaðsins auk þess sem hann
átti stóran þátt í að koma á fót slysa-
vömum á íslandi. Safnið er opið alla
daga yfir sumarið frá kl 13.00 til
17.00 og á sama tíma um helgar yfir
vetrarmánuðina.
H-3S BAR
Hafnangötu 38 Keflavík
Bar og diskó
Hugguleg kaffihúsastemming
á virkum dögum og brjálað
diskó um helgar.
Verið velkomin
Opið:
Virka daga:
20-01
Helgar:
20-05
22
VIKURFRÉTTIR • SUMARIB 200 1