Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.06.2001, Page 30

Víkurfréttir - 07.06.2001, Page 30
GRINDAVÍ K Blómlegt llf 1 Grindavík! Grindavík er fallegur íslenskur sjávar- bær á Reykjanesi. Bláa Lónið, helsti ferða- mannastaðurinn í Grinda- vík, er staðsett 5 km frá byggðarkjamanum. Umhverfis Grindavík sýnir náttúran mátt sinn og megin í mörgum myndum. Regin- kraftar jarðarinnar birtast í ógnvænlegum hraunbreiðum og sprungusvæðum og öldur hafsins em taktfastar og óþreytandi við mótun lands- ins. Það er ekki að undra þó fjöldi listamanna hafi leitað og fundið innblástur í stór- brotinni náttúm svæðisins. Af athyglisverðum stöðum austan við bæinn má nefna Krýsuvík, Selatanga og Fest- arfjall. I suður er hafið svo langt sem augað eygir -raun- ar allt til S-Ameríku! Vestan megin er Reykjanestá og Reykjanesviti, Gunnuhver, Brimketill, Eldvörp og margt fleira forvitnilegt. Mikið fuglalíf er víða meðfram ströndinni. Norður af bænum er Bláa Lónið, Svartsengi og Þorbjöm. Fellið Þorbjöm er um 250 metra hátt. mjög að- SALTFISKSETUR Saltfisksverkun fyrrialdakyimt íGriiidavík Næsta sumar er ráð- gert að opna salt- fisksetur í Grinda- vík sem hefur það að markmiði að safna og varðveita muni og myndir sem tengjast sögu saltfisks á Islandi. Safnið ntun einnig sinna fræðslustarfi fyrir skóla og aðrar menntastofnanir um saltfiskvinnslu og samfélags- leg áhrif hennar á íslandi og að veita afþreyingu fyrir ferðamenn sem sækja Grindavík heim. Einnig á að kynna fyrir gestum saltfisk, bragð hans og gæði með sér- stakri áherslu á hreinleika íslensku vörunn- ar og fjölbreytta möguleika í matargerð. A saltfisksetrinu verður farið í gegnum sögu saltfisks allt frá 113. öld og fram til dagsins í dag. Ýmis- konar munir verða til sýnis og gamlar myndir. Á annari hæð safnsins má síðan finna áraskip í fullri stær og annað sem notað var til saltfisks- verkunnar fyrr á öldum. í andyri safnsins verður hægt að kaupa kaffi auk þess sem minjagripaverslun verður starfrækt þar. gengilegt og verðlaunar gön- gugarpa með frábæm útsýni yfir megnið af Reykja- nesskaganum. í Gjánni við Svartsengi er margmiðlunar- sýning sem segir jarðfræði- sögu bláu plánetunnar okkar, sögu jarðhræringa á íslandi, Reykjaness og Svartsengis með hjálp nýjustu tækni. Heimsókn í Gjána gefur úti- vistinni aukið gildi, en fjöldi merktra gönguleiða liggur um svæðið. í Grindavík hefur lífið að stómm hluta snúist um fisk- veiðar og -vinnslu lengur heldur en elstu menn muna, en talið er að Grindavík hafi verið í byggð frá árinu 934. Þar er nú ein af umsvifa- mestu höfnum landsins. Skipastóll Grindvíkinga telur um 70 skip og yfir 130.000 tonn af fiski komu þar á land á árinu 2000. Allir Islending- ar ættu að kynnast því hvem- ig lífið gengur fyrir sig í sjáv- arbæ eins og Grindavík, þó ekki sé nema með stuttri heimsókn, enda er oft gaman að fylgjast með athafnasem- inni sem íylgir lífinu við höfnina. Á undanfömum ámm hefur Grindavík vaxið mjög sem ferðamannastaður og má að stómm hluta rekja það til velgengni Bláa Lónsins en einnig til góðrar þjónustu og möguleika í afþreyingu. Golfvöllurinn í Grindavík er skemmtilegur og vel hirtur 9 holu völlur sem liggur með sjónum og inn í hraunið. Unnið er að stækkun vallar- ins og verða 4 nýjar holur teknar í notkun sumarið 2001. Hestaleigan Vík býður útreiðartúra um fjölbreyttar reiðleiðir með leiðsögn heimamanna sem þekkja svæðið vel. Einnig er hægt að fara í hvalaskoðun, útsýn- issiglingu eða renna fyrir sil- ung í Seltjöm. Sundlaug bæjarins er nýleg og með heitum pottum og gufubaði. Tilvalið er að slaka á í lauginni eða hinu einstaka Bláa Lóni við lok heimsókn- ar til Grindavfkur. Sjö veitingastaðir em í og við bæinn, svo enginn þarf að fara svangur frá Grinda- vík. Hér er einnig bflaleiga, bankar, handverks-gallerí, verslanir, hótel, gistiheimili og tjaldstæði sem er ókeypis og öllum opið. Velkomin til Grindavíkur! 30 VIKURFRETTIR • SUMARIÐ 2001

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.