Víkurfréttir - 07.06.2001, Page 29
Hvalstööin ehf fékk nýlega til
landsins nýtt og glæsilegt
hvalaskoðunar- og skemmti-
ferðaskip. Skipið er tvíbolungur
(katamaran) og er þar af leiðandi
mjög stöðugt í sjó og fer vel með far-
þegana.
Hafsúlan verður gerð út frá Reykjavík,
en þar sem ganghraðinn er 23 milur er
athafnasvæði skipsins allt Faxaflóa-
svæðið. Hvalstöðin er því komin með
útibú í Reykjavík og stefnt er að því að
fyrirtækið verði með annan fótinn í
Keflavík. Hafsúlan verður í föstum
áætlunarferðum á hvalaskoðunarslóðir
og siglir daglega kl. 10:30 frá Reykja-
víkurhöfn. Hver ferð tekur 2,5-3 tíma
og sést til hvala í flestum ferðum. Ef
ekki sést til hvala er fólki boðið að fara í
aðra ferð frítt, þegar því hentar. Yftr
sumartímann eru það mest útlendir
ferðamenn sem sækja í þessar ferðir en
að undanförnu hafa Islendingar sótt
meira í þessar ferðir.
Hafsúlan tekur 150 farþega og er búið
glæsilegum veitingasal sem tekur um
110 farþega til borðs. Ofan þilja er rúm-
gott útsýnissvæði þar sem hægt er að
njóta útsýnisins. Starfsmannahópar,
klúbbar og félagasamtök hafa tekið
samstarfi Hafsúlunnar og SBK vel.
Hægt er að tvinna saman skoðunar- og
skemmtiferð í rútu og siglingu með
veislumat. Ein tillaga er rútuferð um
Reykjanes með viðkomu í Bláa lóninu
og siglingu í lokin. Hópamir em sóttir
þangað sem þeir óska, ekið í Bláa lónið
þar sem fólk getur baðað sig eða slapp-
að af. Því næst er ekinn Reykjanes-
hringurinn eða beint um borð í skipið.
A leiðinni til Reykjavíkur njóta farþegar
veitinga af hlaðborði um borð í skipinu.
Að sögn forsvarsmanna Hafsúlunnar
hafa þessar ferðir gefist mjög vel og er
Hafsúlan eins og sniðin fyrir svona
skemmtiferðir. Þessi ferð er þó aðeins
einn möguleiki af mörgum. Önnur hug-
mynd að ferð að þessu tagi er sigling frá
Reykjavík, upp í Hvalfjörð þar sem
fuglalíftð er skoðað og jafttvel rennt íyr-
ir fisk. I ffamhaldi er hægt að sigla út á
hvalaskoðunarslóðir eða hægt er að taka
því rólega og njóta siglingarinnar og
góðra veitinga. Aðrir möguleikar em
þeir að hópurinn er sóttur á höfuðboig-
arsvæðið og ekið um Vesturland, stigið
um borð í Hafsúluna á Akranesi og siglt
út í flóa, góður matur borðaður og end-
að í Reykjavík.
I sumar verður einnig boðið,upp4,mið-
nætursiglingar, þar sem sigjt Verður frá
Reykjavík og horft á sólarlagið.
’ ^ L
-r
*
SJÓSTÖNG MED HVALBAKI
íslendingar duglegir við sjóstöngina
Sj óstangveiðibáturinn
Hvalbakur hefur ver-
ið gerður út frá Gróf-
inni í Keflavík undanfarinn
fimm ár. Eigendur hans,
Valdimar Axelsson og Jón
Sæmundsson segja sumar-
ið hafa byrjað vel og útlit
fyrir að aðsóknin verði
ágæt verði veður gott í
sumar. Báturinn er 7 tonn
og tekur 14 farþega en
sjóstangir eru 8 um borð.
Að sögn Valdimars hefur
eftirspum aukist töluvert
og þá helst þegar vel viðrar.
Þeir sem sækja í sjóstang-
veiði eru bæði erlendir
ferðamenn og Islendingar
og segir Valdimar að mikil
sókn sé hjá síðamefnda-
hópnum. Þá hafa íbúar
Keflavíkurflugvallar einnig
verið duglegir að renna
fyrir fisk með Hvalbak.
„Við höfum verið mjög
vinsælir hjá smærri hóp-
um og fyrirtækjum og þá
hafa menn jafnvel farið í
sjóstangveiðikeppni og leigt
fleiri báta“, segir Valdimar
og bætir við að þeir taki
einnig að sér að fara með
litla hópa í hvalaskoðun út
á flóa og er þá miðað við 14
manns. Veiði hefur venju-
lega verið mjög góð og
dæmi um að menn fá
marga og væna fiska.
Stærsta frétta og auglýsingablaðið á Suðurnesjum • Auglýsingasiminn er 42 1 4717
29