Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.06.2001, Page 8

Víkurfréttir - 07.06.2001, Page 8
GÖNGUFERÐIR í Rcykjancsbæ er starf- ræktur gönguliópur scm er starfræktur sem áhugahópur um nátt- úru og sögu Reykja- nesskagans og holla hreyfingu. Öllum er velkomið að vera með en hópurinn hittist við Y triNja rö víkurkirkj u kl. Í9:00 á miðviku- dögimi. Myndir úr einkasafni Gengið um Gönguferðir hópsins eru misjafnlega langar og erfiðar en oftast er reynt að vera komin heinr um kl. 23:00 þannig að gangan tekur um 3 klst. I gönguhópnum er fólk á öllum aldri og er reynt að miða við að þetta sé við allra hæfi. Hópurinn varð til þegar nokkrir áhugamenn ákváðu að ganga ströndina frá Vatns- leysu til Hafna á einu sumri. Þeim áfanga var náð síðasta sumar en á meðan á því stóð stækkaði hópurinn ört og dagskrá fyrir þetta sumar var sett saman. „Við höfum verið misjafn- lega mörg í göngunum allt frá því að vera 8-25 manns oftast erum við 15-20. Við förunr ýmist með rútu eða á eigin bílum það er vel merkt í dagskránni" segir Rannveig Lilja Garðarsdóttir (Nanný), ein af aðalsprautunum í hópnunr. Það eru ótal falleg- ir staðir hér á Reykjanesinu sem vert er að skoða, Mark- aðs og atvinnumálaskrifstofa Reykjanesbæjar hefur gefið út göngukort sem stuðst var við þegar dagskrá sumarsins var útbúin. Nokkrar af þess- um leiðum er búið að stika, og segir Nanný það vera verðugt verkefni að stika fleiri leiðir. „Það mætti t.d stofna hér félag áhugafólks um Reykjanesskagann sem myndi taka það að sér, ásamt því að kynna fyrir lands- mönnum hvílíka náttúru skaginn hefur að geyma“, stingur hún upp á. Greinilegt er að áhugi á svona ferðum er til staðar en Ferðafélag Is- lands og Utivist hafa staðið fyrir ferðum um skagann á Reykjanesskaga undanfömum árum og hefur verið mikil þáttaka í þeim. „Við höfum ekki verið með leiðsögumann, en við höfum reynt að fá með okkur fólk sem þekkir til, og svo höfum við lesið okkur til og reynt að miðla því sem við vitum. Fólk kemur alfarið á eigin vegum og hvetjum við fólk að slást í för með okkur, það er ekki farið hratt yfir svo fólk þarf ekki að vera í topp- formi til að ganga með okk- ur. Aðalatriðið er að hafa gaman af þessu“, segir Nanný og bætir við að gam- an væri ef fólk kæmi með einhvem fróðleik til að miðla reim.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.