Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.06.2001, Síða 28

Víkurfréttir - 07.06.2001, Síða 28
HOFRUNGA- OG HVALASKOÐUN © Ferðaþjónusta Suðurnesja me Mobv Dick Höfrunga- og hvala- skoðun, sem er með sjóferðimar á Moby Dick, er nú að byrja 8. árið með hvala-, sjóstangveiði- og skoðunar- ferðir. Davíð Þór Ólafsson, Helga Ingimundardóttir og Baldur Konráðsson eiga skipið Moby Dick sem var keypt í desember á síðasta ári. Áður var Höfrunga- og hvalaskoðun með bát- ana, Andreu og Lindu á leigu. Nýja skipið er heitir Moby Dick hefur verið not- að sem hvalaskoðunarskip um árabil. Skipið þjónaði áður sem farþegaskip og var lengst af Djúpbáturinn á ísafirði eða frá 1963 og bar þá nafnið Fagranesið og á sér langa sögu. Skipið fer oftast frá Keflavík, en breytir um höfn eftir því hvar sjólag er hagstæðast miðað við veður. Regluleg- ar ferðir hefjast í aprfl og standa út október á hverju ári. Höfrunga- og hvala- skoðun eru nú elsta starf- andi hvalaskoðun á íslandi. „Við bjóðum uppá sjóstöng, hvalaskoðun, samkomur, veislur o.fl“, segir Helga Ingimundardóttir, einn eig- anda skipsins. Moby Dick getur tekið 94 farþega og er búið stórum sal með föstum borðum og bekkjum. Utsýni er gott af efra og neðra dekki og af hvalbak. Um borð geta farþegar keypt sér hressingu pg minjagripi. I hverri ferð er boðið upp á vanan leiðsögumann. Þýskir, skandinavískir, ítalskir, ensk- ir og jafnvel ífanskir hópar fá leiðsögn á sínu eigin tungu- máli í ferðunum. Undanfarin 4 ár hefur m.a. sjávarlíffræð- ingur verið með leiðsögn um borð og verður engin undan- tekning á því í sumar. Mest er siglt inn í Garðsjó og þaðan í norður eða austur af skaganum. Undanfarin 7 ár hefur sést til höfmnga eða hvala í 90 - 97% af ferðum frá vori fram á vetur. í ferð- unum sést alltaf mikið af sjó- fugli, s.s. fyll, rita, svartbak- ur, lundi, súla, kjói o.fl. sem sumir hverjir sjást aldrei á landi. „Fólk alltaf ánægt með ferð- imar þegar dýrin sýna sig. Stökkvandi höfrungar og hnúfubakar með bægsla- gang, eða jafnvel torfa af há- hymingum vekja mikla ánægju. Og þó að ekkert sjá- ist er mjög nauðsynlegt að leiðsögn sé í góðum hönd- um, þá er ferðin samt eftir- minnileg sem útsýnisferð og fuglaskoðun", segir Helga og bætir við að ef ekkert sést í fyrstu ferð fær fólk aðra ferð fría. Undanfarin ár hefur Höfmnga- og hvalskoðun styrkt skógrækt með pen- ingagjöfum til Skógræktarfé- lags Suðumesja. Sjóstangaveiðiferðir em alltaf mjög skemmtilegar og fá farþegar alltaf eitthvað í soðið. Vinahópar og félags- hópar em aðal uppistaðan í slíkum ferðum sem hafa vak- ið mikla lukku. Hægt er að grilla aflann og hafa eftir- minnilega veislu á lygnum kvöldsjónum við miðnætur- sól. Bókanir fyrir sumarið lofa góðu og getur fólk hringt og bókað í síma 421-7777. 28 VIKURFRÉTTIR • SUMARIB 2001 f

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.