Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.12.2001, Page 22

Víkurfréttir - 13.12.2001, Page 22
STEFANÍA LÓRÝ ER TVÍTUG OG í BANDARÍSKA HERNUM Hermennska er eitthvað sem tengist í hugum flestra karl- mennsku en konur eru í ríkari mæli að sækjast eftir því að komast í herinn. Stcfanía Lory Erlingsdóttir er tvítug stúlka frá Keflavík. Hún býr nú á herstöð á Flórída en und- anfarna mánuði hefur hún hlotið stranga þjálfun hjá bandaríska hcrnum. Silja Dögg Gunnarsdóttir hafði samband við hana og fékk hana til að segja aðeins frá sjálfri sér og hvernig það væri að vera hermað- uríAmeríku. Lórý með föðursínum Erlingi Bjarnasyni á fermingardaginn. Fæ ókeypis menntun í hernum Stefanía Lory Erlingsdottir Davis fæddist í Keflavík árið 1980 en flutti til Spánar, nokkrum árum síðar, með móður sinni Huldu Reynisdótt- ur, sem giftist bandarískum hermanni Carlos Davis árið 1985. Faðir Stefaníu er Erling- ur Bjamason. Lórý bjó á her- stöð í Zaragossa á Spáni í 3 ár ásamt móður sinni og fóstufoð- ur. Þau fluttu árið 1988 til Lakenheath i Englandi þar sem þau bjuggu í 10 ár. Lórý út- skrifaðist þar úr gagnfræða- skóla árið 1998 og flutti sama ár með hernum til Þýskalands. Móðir Lórýar og fósturfaðir búa núna, ásamt tveimur ung- um bömum sínum á herstöð í Geilenkirchen í Þýskalandi en Lórý sjálf býr á hervelli sem heitir Eglin AFB i Fort Walton Beach, Florida. „Meginástæðan fyrir því að ég fór í herinn er að herinn býður upp á fría menntun sem kostar alveg rosalega mikið í Amer- íku. Svo langaði mig til að sjá heiminn og ferðast, sem herinn býður svo sannarlega upp á. Einu sinni var ég svo heppin að ég þurfti að vinna á Islandi í einn mánuð yfír jólin.“ Strangur agi „Daglegt líf í hemum snýst um að fyjgja mjög ströngum regl- um. Eg vinn 8 klst. á dag á skrifstofu við að sjá um papp- írsvinnu fyrir einn af yfirmönn- um hersins. Ég vinn alla tölvu- vinnu fyrir hann og herflokkinn sem ég er í. Aginn er mikill og starfið er auðvelt ef viðkom- andi fylgir öllum reglum. Fólk fær viðurkenningu fyrir gott starf og góðan árangur. Eg hef verið í hemum í tvö og hálft ár og fengið fjölda viðurkenn- inga“, segir Lórý. Undirbúningurinn í hemum er það erfíðasta sem Lórý hefur upplifað. Fyrstu tvær vikumar vora erfiðastar að hennar sögn því þá vissi enginn hvað myndi gerast næst. „Við fengum t.d. 5 mínútur til að klæða okkur og bursta tennumar og 3 mínútur til að borða. Við fómm í gegn- um mjög strangar æfingar og þjálfarinn öskraði á okkur allan daginn, eins og sýnt er í bíó- myndunum. Það er ekki hægt að hringja og kvarta í mömmu því okkur er ekki leyft að hringja í neinn, horfa á sjón- varp eða neitt slíkt." Konur fá engar undanþágur Hermennskan á jafnvel við konur sem karla, að mati Lórý- ar. Konumar þurfa að gera það sama og karlmennimir og verða að rnuna að þær fá engar undanþágur þó að þær séu kon- ur því þær em sjálfídljugar í hemum. Lórý segir að henni hafi verið vel tekið í hemum, sérstaklega vegna þess að hún er Islendingur. „Fólkið sem ég vinn með vill vita allt um land- ið og tungumálið og ég eignað- ist marga vini um leið og ég kom á hervöllinn. Hér em allir í sömu aðstöðu, við emm öll ókunnug og því em fólk mjög vingjamlegt og auðvelt að kynnast, þó að maður búi utan vallar. Við skemmtum okkur vel saman um helgar; fömm á ströndina sem er alveg æðisleg og á klúbbana sem em frábær- ir“, segir Lórý sem nýtur þess að lifa lífinu og fást við það sem hún er að gera hveiju sinni. Evrópa heillar „Ég hef ekki tekið ákvörðun um hvað ég ætla að vera lengi í hemum en ég sé ekki eftir að hafa farið í herinn. Ég hef lært mikið af mínu starfi og er í námi með hemum utan vallar. Ég er líka í aukavinnu í verslun Donna Karan (DKNY) sem ég er mjög ánægð með. Þegar ég verð búin með námið þá út- skrifast ég sem viðskiptafræð- ingur en ég hef ekki enn tekið ákvörðun um hvar ég muni setjast að í framtíðinni, en Evr- ópa heillar mig meira en allt annað.“ Þess má geta að Lóry fékk ný- lega viðurkenningu fyrir góð störf og hlaut titilinn starfsmað- ur ársins. Þá fékk hún þriðju strípuna sem hækkar hana í starfi. Að sögn yfirmanns hennar er Lóry einstakur starfs- kraftur, samviskusöm og dug- leg, því hún hefúr náð mjög langt á skömmum tíma. Eln af mörgum víðurkenningum sem Lórý hefur hlotið á ferlinum en hún fékk nýlega þriðju strípuna sem hækkar hana töluvert í launum.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.