Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.12.2001, Blaðsíða 30

Víkurfréttir - 13.12.2001, Blaðsíða 30
Þegar Einar Falur hleypti heimandraganum 19 ára gamall lá auðvitað beinast við að fara í fullt starf sem Ijósmyndari hjá Morgunblaðinu. Mynd: Svandís Helga Halldórsdóttir var að gefa út sína fyrstu plötu. „Við uppgötvuðum hann áður en hann meikaði það“, segir Einar og hefur gaman af. Fyrsta blaðið sem Einargafút átti þó rætur að rekja lengra aft- ur. „Fyrsta blaðið sem ég gaf út var gefið út í einu eintaki en þá var ég líklega 7 ára. Ég skrifaði fréttir úr keflvísku samfélagi og um landsmálin og teiknaði fréttamyndir með", segir Einar. Fréttir hafa alltaf verið honum hugleiknar og hann hefur ætíð fylgst vel með landsmálum. „Ég vaknaði alltaf með Morg- unblaðinu heima til að vera fyrstur til aö lesa það; áhuginn var hálf manískur." Einari faruist þetta þó hinn eðlilegasti hlutur og segir að þetta hafi einfaldlega gersl af sjálfu sér. Ljósmyndari New York Knicks Þegar Einar Falur hleypti heim- andraganum 19 ára gamall lá auðvitað beinast við að fara í fullt starf sem ljósmyndari hjá Morgunblaöinu en þar starfaði hann ásamt því að Ijúka bók- menntafræði í Háskóla íslands. „Bókmenntir eru gamalt áhugamál hjá mér en ég er mikill bókaormur", segir Einar. Aö loknu námi liélt hann áfram hjá Mogganum og starfaöi þá viö Menningarblað Moggans ásamt Keflvíkingnum Súsönnu Svavarsdóttur. Árið 1992 lékk síðan aðaláhugamálið alla at- hyglina en þá hélt Einar Falur til New York í The School of Visual Arts þar sem hann lauk mastersgráðu í ljósmyndun. Viö tók síðan vinna í Banda- ríkjunum í eitt ár eða þar til það kom símtal að heiman: staða myndstjóra hjá Morgunblaöinu var í boði og artur var haldið heim á Moggann. „Ég segi alltaf að ég sé uppalinn á Mogganum og það virðist eng- inn leið að slíta þann nafla- streng", útskýrir Einar. I Bandaríkjunum fékk Einar Fal- ur einnig tækifæri sem enginn forfallinn körfuboltaáhugamað- ur eins og 1-inar lætur framhjá sér fara. Ur því að mynda leik Keflavíkurliðsins á íslandi og í það að mynda körfúboltastjörn- urnar í New York Knieks. „Ég fylgdi Kellavíkurliðinu um allt og missti til dæmis ekki af leik i þrjú áreftir 1980. í Bandaríkj- unum fór ég síðan að mynda Knicks-liðið og hef fylgst vel með þeim síðan", segir Einar en fyrstu árin eftir heimkom- una lét hann senda sér spólur með öllum leikjum liðsins svo hann gæti fylgst vel með. Perú, Japan, Kína, Norðurpólinn Með tímanum hafa Ijósmyndir Einars breyst mikið. „í kring um 1988 þá hætti ég að líta á ljósmyndun sem bara fréttaljós- myndun og fer að líta á hana sem mína listgrein", segir Einar en hann hefur haldið sýningar á verkum sínum um víðan völl. „Ég lít á myndavélina sem mitt persónulega skráningartæki sem ég get séð heiminn í gegn um.“ Skólinn sem Einar fór í vareinmitt listaháskóli. I dag snýst Ijósmyndun Einars um tvo þætti, annarsvegar frétta- Ijósmyndun og hins vegar list- Ijósmyndun. A síðustu árum hefur Einargert mikið afþví að ferðast en eins og hann segir sjálfur þá hefur hann mikla þörf fyrir að skoða heiminn, bæði í samvinnu við Morgun- blaðið og á eigin vegum og hef- ur selt erlendum tímaritum greinar sínar. „Á síðustu árum hef ég þannig farið í mynda- tökuleiðangra til Perú, Bólivíu, Japan, Kína og Indlands, svo einhver lönd séu nefnd; í vinn- unni hef ég lent í Rússlandi, Amieníu og meira að segja á Norðurpólnum en þangað fór ég að sækja Harald Örn pól- fara." begar heirn er komið tek- ur síðan við meiri vinna við það að koma ferðasögunni nið- 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.