Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.12.2001, Side 31

Víkurfréttir - 13.12.2001, Side 31
JDLABLAÐ VÍKURFRÉTTA 2001 „ Um 1988þá bœtti ég aö líta á Ijósmynd- un sem bara fréttaljósmyndun og fer að líta á hana sem mína listgrein“, segir Ein- ar en bann hefur baldið sýningar á verk- um sínum um víðan völl. „Ég lít ái mynda- vélina sem mitt persónulega skráningar- tœki sem ég get séð heiminn í gegn um. “ ur á blað en eitt af meginmark- miðum ferðanna er að segja sögu í myndum og texta. Ekki vinna heldur lífsstíll Ferðalög eru ofarlega á vin- sældarlista Einars til aó slappa af en staðirnir sem fyrir valinu verða eru ekki hinir liefð- bundnu ferðamannastaðir. Ein- ar hefur séð ýmislegt sem aðrir Islendingar hafa bara séð í gegn um myndir hans í Morg- unblaðinu. Dæmi um slíkt eru ferð Einars að Þriggja-Gljúfra stíflunni í Yangtzefljóti í Kína en undirbúningurinn að ferð- inni tók eitt ár. „Ég fór fyrir blaðið til New York þegar aftur var flogið þangað eftir hryóju- verkin 11. september og var í tvo daga að taka myndir og ræða við fólk", segir Einar en á hann bjó í New York á meðan hann var í námi og þekkir því borgina vel. Hann kom síðan heim á aðfaranótt laugardags og hóf strax vinnu við texta og annað en átta síðna sérblað um árásina á Bandaríkin kom út á sunnudeginum. „bað að vinna við blaðamennsku eða ljós- myndun er ekki bara vinna, það er lífsstíll", segir Einar en á síð- ustu þremur árum hefur hann þó nokkuð reynt að minnka við sig vinnuna enda kom frum- burðurinn, Hugrún Egla þá í heiminn. I dag á Einar tvær dætur með konu sinni Ingi- björgu Jóhannsdóttur en Elín- borg kom í heiminn í júní síð- astliðnum. Spilaði kántrí með Hallbrini Ingibjörg, kona Einars er líka listamaður en hún hefur numið myndlist bæði hér heima og er- lendis. bað má því segja að Einar lifi og hrærist í lista- mannaheimi en þegar viðtalið er tekið stendur yfir farandsýn- ing í Bandaríkjunum þarsem ljósmyndir norrænna Ijósmynd- ara voru til sýnis. Þrír Islendingar tóku þátt í sýning- unni en Einar sýndi þar sjálfs- myndir sem voru hluti af stóru „I vinnunni hef ég lent í Rússlandi, Armeníu og meira að segja á Norðurpólnum en þangað fór ág að sækja Harald Örn pólfara". verki sem sýnt var í Nýlista- safninu 1998. Einar hefur ein- nig tekið að sér gestakennslu í Listháskólanum og haldið fyr- irlestra víða. „Ég hef mjög garnan af því að kenna og fá fólk til að nota myndavélina sem tæki til að skapa list", segir Einar. En ljósmyndun og körfu- bolti er ekki einu áhugamál Einars því hann hefúr einnig lagt sitt á vogaskálarnar í tón- listinni. „I kring um 1980, |reg- ar nýbylgjan var að lyðja sér til rúms þá var ég í nokkrum hljómsveitum í Keflavík, s.s. Vébandinu og Qtzji, Qtzjí, Qtzjí", segir bassaleikarinn og rifjar upp þá góðu tíma þegar hljómsveitirnar tróðu sér og hljóðfærunum í Austin Mini sem Einarátti til að halda tón- leika í höfuðborginni, m.a. með hinni frægu hljómsveit Purrk pilnikk ogTappa tíkarass með Björk innanborðs. Einar var einnig í hinum ýmsu skóla- hljómsveitum og afrekaði meira að segja að spila kántrí með Hallbirni Hjartarsyni. „bví miður þurfti tónlistin að víkja lyrir Ijósmynduninni en hvoru- tveggja er mjög tímafrekt", segir Einar með pínulítilli eftir- sjá. I lann er samt sem áður mikill áhugamaður um tónlist, allt frá rokki og jassi til óperu en jassinn lærði hann að meta á námsárunum í New York. Fjölmennasta trúarhátíð allra tíma bá hafa fluguveiðar einnig ált upp á pallborðió hjá Einari en i seinni tíð hefur hann snúið sér að fluguveiðum enda erfiðara að standa í löngum ferðalögum með tvær ungar hnátur heima. Tíminn hefur því að mestu far- ið í það að vera með fjölskyld- unni en eins og fyrr segir hafa þó ferðalög tekið sinn tíma líka. „Eg hef verið að lara í myndatökuleiðangra svona tvisvar sinnum á ári og vinn best einn á ferð. Eftir nokkra mánuði fer ég aö verða óþreyjuftillur og þá segir konan mín að það sé kominn tími fyr- ir mig að fara út i heim", segir Einar. Ein af ferðunum sem hefur haft livað mest áhrifá Einar er ferð sem Itann fór í í janúarsl. Ferðin vartil Ind- lands þar sem Einar fylgdist með Kumbh Mela, Ijölmenn- ustu trúarhátíð allra tíma. „betta var helgasti dagur hindúa í 144 ár; 18 niilljónir komu til að baða sig í Ganges fljótinu á sama degi. bað að vera viðstaddur eitthvað svona kennir manni svo mikið um manninn, þetta er gefandi lífs- reynsla." Staðir þar sent fólk verður fyrir sterkri túarlegri reynslu, eins og á lndlandi, í Frakklandi og Portúgal, finnast Einari sérstaklega áhugaverðir. Stoltur faðir „bað var rosaleg breyting að verða fjölskyldufaðir. Við Ingi- björg höfum verið saman síðan við vorum 19 ára en fórum ekki í bamastússið fyrr en fyrir þrentur árum þegar við Itöfðum lokið nárni og séð heiminn. Eg held að það hafi verið mjög gott að safna þessari reynslu i sarpinn, bæði fyrir foreldrana og börnin", segir Einar Falur og bætir við að þrátt fyrir að hann vinni eitthvað minna en áður jiá hafi vinnudagurinn lengst til muna. „En þetta er rosalega skemmtilegt", segir faðirinn stoltur. Einar Falur heldur enn- þá tengslum við gamla heima- bæinn Keflavík þó þau hafi minnkað með árunum en Krist- inn Agúst yngri bróðir Einars er sá eini úr Ijölskyldunni sem býr þar enn en þeir bræður eiga sameiginlegt áhugamál, flugu- veiðamar og fara saman á veiö- ar. Körfuboltin tengir Einar einnig við Kellavík en hann fylgist vel með gengi liðsins og er dyggur stuðningsmaður auk þess sem hann fylgist vel með því sem er um að vera í bæjar- lífinu í gegn um bæjarblöðin. „Mér fannst mjög gaman að lá tækifæri til að kynnast þeirri Kellavík sem var, svo maður tali nú eins og gamalmenni", segir Einar spekingslega. „Höfnin var full af lífi og mik- ið um að vera á Vatnsnesreitn- um rétt hjá þar sem ég bjó. Mér finnst eiginlega dapurlegl að koma á þetta svæði núna og sjá höfnina tónui og svona lítið líf í kring um sjávarútveginn", segir Einar Falur og Itorfir með trega til liðanna ára. 31

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.