Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.12.2001, Síða 44

Víkurfréttir - 13.12.2001, Síða 44
SJÓLIST OPNAR í GRINDAVÍK Vegna aukinna umsvifa óskar DHL eftir að ráða bílstjóra. Starfsstöð þeirra verður á Keflavíkurflugvelli. Starfið felst í útkeyrslu og afhendingu sendinga Menntun oe hæfniskröfur Stúdentspróf eða sambærileg menntun Grunnþekking á tölvur Góð enskukunnátta Skila þarf myndriti af ökuskírteini Umsóknarfrestur er til I. jan. Umsóknir sendist til DHL Hraðflutninga ehf., Holtabakka v/Holtaveg, 104 Reykjavík ATVINNA Ræsting - Heilsugæslustöð Grindavíkur 30% staða við ræstingu á Heilsugæslustöð Suðurnesja í Grindavík er laus frá 1. janúar 2002. Upplýsingar um starfið veitir Sigríður Lúðvíksdóttir, ræstingarstjóri í síma 422 0500. Umsóknum skal skila á Heilsugæslustöð Grindavíkur eigi síðar en 23. desember 2001. Vinnutími frá kl. 9-12 eða eftir samkomulagi. Laun samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra f.h. ríkisjóðs og Verkalýðsfélaga Keflavíkur og Grindavíkur. Framkvæmdarstjóri. www.vf.is - Handverkshús aö Víkurbraut 1 í Grindavík Hver hefði trúað því að grár leirklunipur gæti orðið að fallcgu hand- verki. Fimar hendur og hug- myndaflug er allt sem þarf. A sjávarkambinum við Víkur- braut 1 í Grindavík er starf- andi Handverkshúsið, Sjólist. Að sögn eiganda þess, Lindu Oddsdóttur, er markmið starfseminnar að veita sköp- unargleði einstaklingssins út- rás í notalcgum félagsskap. „Þeir sem hafa áhuga á að nýta sér þessa aðstöðu geta greitt ársgjald en þá fá þeir lykil að húsnæðinu og geta haft sína hentisemi frá laugardegi til fimmtudags. Hinir, sem vilja bara konta einstaka sinnum greiða hins vegar ákveðið gjald í hvert sinn. Ætlunin er einnig að vera með lokaða hópa á föstudögum, t.d. saumaklúbba, vinnufélaga, eða bara vini og vandamenn"*, segir Linda en rétt er að geta þess að þessi fé- lagsskapur er ætlaður 18 ára og eldri og bömum er ekki heimil- aður aðgangur. Á næstunni mun Linda standa fyrir ýmsum námskeiðum sem verða auglýst nánar síðar. Þar á meðal er sérstakt námskeið fyr- irunglinga 15-17 ára, glemám- skeið, Ijömgijótsskreytingar og myndlistarnámskeið sem Reynir Katrínarson mun halda eftir áramót. Linda hefur gaman af ýmis konar handverki og hefur feng- ist við eitt og annað í gegnum tíðina en hún hefúr verið búsett í Grindavík sl. 16 ár. Hún hefúr m.a. notið leiðsagnar Reynis Katrínar í myndlist og tekið þátt í nokkmm einka- og nem- endasýningum auk þess hefúr hún sótt námskeið í leirlist til Reykjavíkur. En hvað kom til að hún ákvað að opna vinnugalleri í Grindavík? „Ég var orðin leið á að bíða eft- ir að einhver annar kæmi upp svona aðstöðu og ákvað að riða á vaðið. Sjólist hefur fengið rosalega góðar viðtökur en fyrstu tvo dagana komu hingað um 80 manns. Þá var ég með hugmyndakassa þar sem fólk gat komið með tillögur að nafni á galleríið og nafnið Handverkshúsið Sjólist varð fyrir valinu. Við opnuðum formlega 23. nóvember og síð- an þá hefúr straumur fólks leg- ið hingað á hveiju kvöldi"", seg- ir Linda. Á efri hæð hússins, er nú nota- legasta kaffistofa. Þangað getur fólk komið, fyllt sér niður og fengið sér ilmandi kaffi inn á milli þess sem nýjar hugmyndir skjóta upp kollinum. Ljúf jólatónlist líður um loftið og stemningin er verulega góð. Þeir sem vilja fá frekari upplýs- ingar um Sjólist geta haft sam- band við Lindu í síma 893- 3712 eða 426-7165 . 44

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.