Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.05.2016, Blaðsíða 12
Spöngin 11, 112 Reykjavík Netfang stella@fmg.is.
Glæsilegar nýjar íbúðir við Sóleyjarima í Grafarvogikynnir:
Nýjar íbúðir í tveggja hæða fjölbýli við
Sóleyjarima í Grafarvogi
Íbúðirnar hafa allar sér inngang, stórar stofur og opin glæsileg eldhús.
Tvö baðherbergi. Fataherbergi og baðherbergi inn af hjónaherbergi.
Full innréttað þvottaherbergi. Steyptar verandir við íbúðir á 1.hæð, tvennar til
þrennar svalir á íbúðum efri hæðar. Afar vandaður og glæsilegur frágangur í
alla staði.
Íbúðirnar eru tilbúnar og afhendast við kaupsamning án endanlegra gólfefna
á stofu, eldhúsi og herbergjum. Sjón er sögu ríkari.
Hafið samband við Sigurð á sigurdur@fmg.is, s.868 4687 eða Stellu á
stella@fmg.is, s.824 0610 til að bóka skoðun.
Sigurður Nathan
Jóhannesson
Aðstoðarmaður
fasteignasala
Sigrún Stella
Einarsdóttir
Löggiltur
fasteignasali
FORSETAVAKTIN
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.5. 2016
Í vikunni fékkst staðfest að níunöfn yrðu á kjörseðlinum í for-setakosningum, en fyrir ekki svo
löngu síðan leit út fyrir að þau gætu
orðið mun fleiri, jafnvel 15 til 20.
En jafnvel þótt fjöldinn hafi endað
í níu einstaklingum er ljóst að ekki
er hlaupið að því að koma þeim
fjölda fyrir í sjónvarpssal svo vel sé.
Frambjóðendur með tiltekið fylgi
fengu þannig aðgang að sjónvarps-
þætti á Stöð 2 á fimmtudag en aðrir
ekki. Skiljanlega skapar þetta fyrir-
komulag óánægju hjá þeim sem hafa
ekki nægt fylgi til að komast að. En
á alltaf að tala við alla eða er í lagi að
ræða við nokkra frambjóðendur en
sleppa öðrum?
„Það er auðvitað þannig að það
hvíla kannski ekki sömu skyldur á
einkareknum og ríkisreknum fjöl-
miðlum,“ bendir Valgerður Inga Jó-
hannsdóttir, aðjúnkt í blaða- og
fréttamennsku við Háskóla Íslands,
í samtali við blaðamann. Einkarekn-
ir fjölmiðlar hafi þannig meira frelsi
og geti hagað sínum þáttum eins og
þeir telji að þjóni áhorfendum best.
Hins vegar gefi það auga leið að
ríkisfjölmiðill gæti ekki farið þessa
leið.
„Sjónarmiðin sem liggja ríkar til
grundvallar hjá ríkisreknum fjöl-
miðli væru t.d. ekki markaðssjónar-
mið eða það að þóknast áhorfendum
heldur það að miðillinn hefur
ákveðnar skyldur gagnvart lýð-
ræðislegri umræðu. En það sem
gæti að einhverju leyti legið að baki
hjá Stöð 2 er að þau telji áhorf-
endum betur þjónað með því að tala
bara við þá sem eiga raunverulega
séns á að komast í stól forseta. En
það má velta því fyrir sér hvort sú
skylda er uppfyllt með því að sigta
úr þá sem njóta ekki mikils fylgis
samkvæmt skoðanakönnunum. Eitt
sjónarmiðið er, burtséð frá því
hversu raunhæfa möguleiki einhver
á, að viðkomandi geti samt haft eitt-
hvað fram að færa sem kjósendur og
almenningur eru þá að fara á mis
við. En á móti kemur að ef það eru of
margir í útsendingu í einu verður
tíminn sem hver og einn fær tak-
markaður og hætta á að þetta verði
leiðinlegt efni, bara stuttar spurn-
ingar og svör,“ segir Valgerður.
Fulltrúar Öryggis- og samvinnu-
stofnunar Evrópu (ÖSE), sem sér
um kosningaeftirlit víða um heim og
gerir úttektir á fjölmiðlaumfjöllun
vegna kosninga, komu á fund RÚV í
vetur þegar verið var að útfæra regl-
ur vegna kosninganna. Að sögn Rak-
elar Þorbergsdóttur, fréttastjóra
RÚV, bentu fulltrúar ÖSE þá á að
það hefði sýnt sig að umræðuþættir
með of mörgum þátttakendum væru
almennt ekki góð þjónusta við kjós-
endur. Betur færi á því að ræða við
færri í einu og hver og einn fengi
þannig meira rými þannig að kjós-
endur næðu að átta sig á fyrir hvað
þeir stæðu.
RÚV ræðir við alla
Að sögn Rakelar verður öllum fram-
bjóðendum til forseta boðin þátttaka
í kappræðum í sjónvarpssal. Þó sé
mögulegt að hópnum verði skipt upp
með einhverjum hætti.
„Við getum aldrei sleppt neinum
frambjóðanda, hvorki viljum það né
getum. Það munu alltaf allir fá að
taka þátt í umæðum hjá okkur en
fjöldinn hefur orðið til þess að við
höfum þurft að endurskoða og
endurhugsa fyrirkomulagið. En það
kemur aldrei til greina að útiloka
neinn vegna slaks fylgis í skoðana-
könnunum,“ segir Rakel.
Þarf alltaf að
tala við alla?
RÚV hyggst ekki láta kannanir ráða því hverjir
koma fram í umræðuþáttum líkt og Stöð 2 gerði í
vikunni. Rök geta þó verið fyrir því að kjósendur
fái meiri upplýsingar með því að hafa færri fram-
bjóðendur í einu í sjónvarpssal.
Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is Stöð 2 fór þá leið að bjóða einungis frambjóðendum með meira en 2,5% til kappræðna í sjónvarpssal. RÚV ætlar ekki
að útiloka neinn frambjóðanda frá sínum umræðuþáttum.
Morgunblaðið/Eggert
4 vikur
TIL KOSNINGA