Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.05.2016, Síða 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.05.2016, Síða 15
kominn hafi verið tími á að íslenskt karlalands- lið kæmist á stórmót. Það gerir heilmikið fyrir þjóðina, ég geri mér grein fyrir því, umtalið og áhuginn sem ég skynja er svo mikill að ég get varla lýst því með orðum.“ Birkir Bjarnason nefndi gífurlega samstöðu í landsliðshópnum í viðtali hér í blaðinu fyrir viku og Aron Einar víkur nú að því sama. Seg- ir hana mjög mikilvægan þátt í árangrinum. Nefnir líka gífurlegt keppnisskap. „Það er stutt í húmorinn í hópnum en keppnisskapið kemur ekki síður vel í ljós á æfingum en í leikj- um; á æfingum eru allir „brjálaðir“ en strax og hún er búin eru allir bestu vinir aftur.“ Aron tekur undir með blaðamanni að gott dæmi um samstöðuna í liðinu sé framlag Gylfa Sigurðssonar í undankeppninni. Engum dylst að Gylfi er stjarna liðsins, markahæstur í undanriðlinum og afar hættulegur í sókn en gífurlega duglegur þegar liðið þarf að verjast. Ekki allar „stjörnur“ leggja sig þannig fram í skítverkin, sem stundum eru kölluð svo. „Allir í liðinu vita sitt verkefni í hverjum ein- asta leik. Sjáðu til dæmis Gylfa; þótt ég vilji ekki tala mikið um einstaka leikmenn verð ég að nefna hann. Gylfi skoraði þrjú mörk á móti Hollendingum, tvö hér heima og eitt í Amst- erdam og var áberandi en ég veit ekki hvort allir sjá þá miklu vinnu sem hann leggur líka í varnarleikinn. Gylfi er ótrúlega duglegur og það er gott dæmi um hve liðsandinn er frábær. Það hefur margoft komið fram og er kannski þreytt tugga, en við erum rosalega samheldinn hópur. Við erum allir góðir vinir og það sést inni á vellinum. Ég er viss um að Eiður Smári væri hættur með landsliðinu ef þessi kynslóð væri ekki svona flott og það er auðvitað frábært að hafa hann í hópnum. Við höfum lært mikið af hon- um og hans reynslu í gegnum tíðina og það mun skipta gífurlega miklu máli fyrir okkur að hafa hann með í Frakklandi. Fjölmiðlar hafa mjög mikinn áhuga á honum og ég gæti trúað að hann tæki mikið af því áreiti af okkur hin- um sem getum þá einbeitt okkur að fótbolt- anum. Það gæti orðið eitt stærsta hlutverk hans: að taka áreitið af okkur og Eiður gerir það mjög vel. En það er líka gaman fyrir hann að fá að kveðja á stórmóti; hann hefur átt svo glæsilegan feril, er mikill húmoristi sem pass- ar vel inn í hópinn, frábær persóna og leik- maður sem gæti komið inn á í leikjum eða jafn- vel byrjað ef einhver meiðist. Eiður hefur allt; ótrúlega tækni og mikinn leikskilning. Veit reyndar sjálfur að hann er ekki mjög fljótur en hann er fljótastur allra í kollinum.“ Handbolti skemmtilegri! Aron hóf ungur að æfa bæði handbolta og fót- bolta og valdi ekki fótamenntina fyrr en á ung- lingsaldri. „Hann var betri handboltamaður á lands- vísu,“ segir Gunnar faðir hans, gamli hand- boltakappinn, þegar hann heyrir hvert samtal okkar stefnir og Aron tekur reyndar undir það. Enda lék hann með meistaraflokki í hand- bolta aðeins 15 ára. Nánar um valið síðar. Snemma kom í ljós að Aron var stór- efnilegur í báðum greinum. „Mér fannst eðli- legt og alveg sjálfsagt að ég skaraði fram úr jafnöldrum mínum, bæði í handbolta og fót- bolta. Ég var stór og sterkur og þess vegna alltaf látinn spila upp fyrir mig, með og á móti eldri strákum, var strax látinn taka mikla ábyrgð og það held ég að hafi mótað mig. Það var þannig í yngri flokkunum í fótbolta að Palli Gísla setti mig fram þegar við vorum að tapa og þurftum að skora en í vörnina ef við vorum að vinna og máttum ekki fá á okkur mark!“ Páll Gíslason, sem síðar þjálfaði meistara- flokk Þórs, er mikill örlagavaldur á íþróttaferli Arons. „Ég á honum mikið að þakka því það hve Palli lét mig bera mikla ábyrgð snemma mótaði mig sem leikmann og gerði mig að þeim leiðtoga sem ég er í dag.“ Handboltaáhugi er mikill í Malmquist- fjölskyldunni. Arnór Þór, sem er tveimur ár- um eldri en Aron, er atvinnumaður í Þýska- landi og landsliðsmaður og systursonur þeirra, Gunnar Malmquist Þórsson, er í liði Aftureld- ingar sem lék til úrslita á Íslandsmótinu á dög- unum. Gunnar eldri var áður nefndur en hann lék með Þór í áratugi. Aron hvetur allt ungt íþróttafólk til að spreyta sig í sem flestum greinum; „hand- bolta, fótbolta, körfubolta eða hverju sem er. Það mótar mann svakalega sem íþróttamenn og styrkurinn sem ég hafði úr handboltanum reyndist mér til dæmis mjög vel í fótboltanum. Þegar ég þurfti að velja á milli greinanna var ég yfirleitt tekinn úr umferð í handbolta- leikjum. Mér fannst það erfitt því ég vildi alltaf verið með í sókninni. Ef ég hefði ekki verið svona áberandi í handboltanum hefði ég því líklega valið hann af því mér fannst skemmti- legra í handbolta og finnst það í raun enn, ef ég á að segja alveg eins og er. Mér finnst líka miklu skemmtilegra að horfa á handbolta en nokkurn tíma fótbolta.“ Bætir svo við: „Þetta æxlaðist bara svona. Mig minnir að ég hafi sagt við pabba þegar ég var að velja að ég myndi spila minn fyrsta A- landsleik fyrir tvítugt og ég náði því 18 ára.“ Spurt er: má því ekki með nokkrum sanni segja að yngri flokka þjálfurum í handbolt- anum sé að þakka, eða um að kenna, að þú tókst fótboltann fram yfir? „Jú, í rauninni má segja það,“ segir fyrirlið- inn og hlær. „Ég átti einmitt gott spjall við Einar Andra, þjálfara Aftureldingar, fyrir leik á móti Haukum um daginn. Man eftir honum sem þjálfara FH á þessum árum, þegar við Þórsarar spiluðum við Aron Pálmarsson og þá stráka. FH-ingar voru alltaf mjög sterkir og við áttum í erfiðleikum með þá en Einar Andri var einn þeirra þjálfara sem létu alltaf taka mig úr umferð. Það virkar kannski sem asna- legt mont að ég segi það, en hann sá að allt spilið fór í gegnum mig og gerði bara það sem þurfti til að stoppa okkur!“ Aron tók snemma ábyrgð eins og áður kom fram. Hann varð fyrirliði landsliðsins nýorðinn 23 ára; skyldi það hafa komið honum á óvart eða var það jafn eðlilegt að hans mati og margt annað á ferlinum? „Ég bjóst alveg eins við því að verða fyrirliði en kannski ekki alveg svona snemma því þá voru enn leikmenn í hópnum sem höfðu verið þar lengi. En þegar Lars tók við hópnum sem Óli Jó var búinn að byggja upp, þar sem voru margir ungir strákar í bland við eldri leik- menn, held ég að hann hafi bara tekið þá stefnu að leiðtoginn yrði ungur.“ Hef sýnt að ég er leiðtogi Aroni er í fersku minni þegar Lars Lagerbäck nefndi það fyrst að hann yrði fyrirliði. Það var fyrir æfingaleik á móti Frökkum úti. „Ég sagði bara að það væri alveg klassi!“ segir hann, spurður um viðbrögð. „Hann sagðist ætla að prófa mig sem fyrirliða í tveimur leikjum og ég reyndi bara að bera bandið eins vel og ég gat.“ Aron hefur verið fyrirliði Íslands allar götur síðan. „Mér finnst ég hafa staðið mig vel þótt stundum hafi vissulega komið babb í bátinn og ég farið yfir strikið. En ég held ég hafi sýnt, sérstaklega inni á vellinum, hversu mikill leið- togi ég er og hef alltaf verið. Mér finnst það mjög mikill heiður að vera með fyrirliðabandið og leiða liðið út á völl. Mikil forréttindi.“ Stærsta babbið í bátinn eru ummæli Arons fyrir leik í undankeppni HM, gegn Albaníu í Tirana haustið 2012. Þá sagði hann í samtali við kunningja sinn, blaðamann vefsíðunnar fotbolti.net, að Albanir væru „mestmegnis glæpamenn“ og féllu þau orð eðlilega í mjög grýtta jörð. „Ég var ungur og vitlaus og flippaður í við- tölum á þessum tíma. Ég settist niður með strák sem ég þekkti og líkar vel við; þetta var meira eins og vinahjal en annað og auðvitað mjög heimskulegt af mér. Þegar maður er fyrirmynd, hvað þá þegar komið er fram fyrir hönd landsliðsins og þjóðarinnar, þarf að passa sig á því hvað maður segir. Ég hef margoft sagt að þetta var heimska í mér. Ég tók þá stefnu á sínum tíma að vera skemmtilegur gaur þannig að fólk nennti að lesa viðtölin í stað þess að það þyrfti að lesa eða hlusta á það sama frá öllum. Ég held að fólk hafi oft haft gaman af því sem ég sagði en þarna fór ég yfir strikið og það var mjög lær- dómsríkt. Síðan hef ég haldið ró minni í við- tölum og verið meira í klisjunum en áður.“ Margir urðu brjálaðir á samfélagsmiðlum og kröfðust þess að Aron Einar yrði sviptur fyrirliðatitlinum. Sá hann strax eftir ummæl- Sæti á Evrópumótinu í Frakklandi í höfn. Aron Einar, Kolbeinn Sigþórsson og Jóhann Berg Guð- mundsson í sigurvímu eftir markalausa jafnteflið gegn Kasakstan á Laugardalsvellinum í fyrrahaust. Morgunblaðið/Golli 29.5. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 Bræðurnir Aron Einar og Arnór Þór eru báðir afreksmenn. Arnór Þór, sem er hálfu öðru ári eldri, er nú atvinnumaður í hand- bolta í Þýskalandi og landsliðsmaður. Þarna er Aron, til vinstri, 15 ára en Arnór 17. „Við erum báðir með mikið keppnisskap og vorum alltaf í keppni: hvor væri á undan að klára fiskinn af diskinum, hvor væri á undan upp í skóla á morgnana og hver ynni ef við fórum í slag. Samt erum við bestu vinir en það hefur mótað okkur báða að gefast aldrei upp,“ segir Aron. „Við þolum hvorugur að tapa, pabbi og mamma vita það vel og hringdu lengi vel ekkert í okkur daginn eftir tapleik! Það hefur reyndar breyst með tilkomu barnanna okkar; um leið og maður fær barnið sitt í fangið gleymist allt annað. Það er mjög þroskandi að eignast barn. Ég hef trú á að þegar fólk verður foreldri breytist allir til hins betra.“ Mótaði okkur að gefast aldrei upp

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.