Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.05.2016, Síða 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.05.2016, Síða 19
29.5. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19 þarf að koma fyrir meðaldrægum flaugum á landamærum okkar, hvers vegna þarf að ögra okkur við Eystrasaltið?“ spurði hann. „Við þurfum að vera viðbúin, ég vil aðeins öryggi.“ Witold Waszczykowski, utanríkisráðherra Póllands, rakti á sama fundi að þegar Pólverjar hefðu gengið í Atlantshafsbandalagið árið 1999 hefði öryggismálum verið öðruvísi háttað. Lögð hefði verið áhersla á táknræna þætti, fremur en að koma fyrir herafla til frambúðar á aust- urvængnum. Þá hefðu bandamenn Pólverja í NATO sagt að það væri ekki nauðsynlegt, nóg væri að senda sveitir tímabundið. Nú væri stað- an önnur og niðurstaða leiðtogafundar ríkja NATO í Wales í september 2014 hefði verið sú að það dygði ekki lengur. Svo bar hann saman ógnina af grannanum í austri og hryðjuverkamönnum. „Rússar geta reynt að sundra og kljúfa og tekið jafnvel heilu löndin hernámi, Eystrasaltsríkin eða Georgíu,“ sagði hann. „Fólksflutningar og hryðjuverk eru vandamál, en hryðjuverkamenn munu aldrei geta eyðilagt ríki ykkar, til þess eru þeir of veik- ir.“ Eftir fundinn í Wales hefur viðbúnaður verið aukinn í austri. Bandalagið samþykkti aðgerða- áætlun um viðbúnað, sem ætlað var að fullvissa aðildarríkin á austurvængnum um að komið yrði til varnar ef kæmi til átaka við Rússa. Áætlunin tekur bæði til stofnunar hraðsveitar og lítilla stjórnstöðva sem nú hefur verið komið á fót í sex löndum á austurvængnum. Blaðamannahópurinn heimsótti slíka stjórn- stöð í borginni Bydgoszcz og fjölþjóðasveit und- ir merkjum NATO í borginni Szczecin. Stjórn- stöðin í Bydgoszcz (hún ber skammstöfunina NFIU, sem útleggst NATO Force Integration Unit) hefur það hlutverk að samræma flutning hermanna og hergagna þurfi að beita hrað- sveitum bandalagsins (viðbragðssveitir voru stofnaðar 2003, skammstafaðar NRF, sem út- leggst NATO Response Force, og eftir fundinn í Wales var ákveðið að stofna innan þeirra sér- staka hraðsveit, sem er þekkt undir skammstöf- uninni VJTF, sem stendur fyrir Very High Readiness Joint Task Force). „Það ríkir friður“ Þar var því lýst hversu hratt mætti bregðast við og yrðu fyrstu hermennirnir komnir á vettvang innan tveggja sólarhringa, en um leið kom fram að kæmi til innrásar og hafnir og flugvellir yrðu tekin með valdi mætti stjórnstöðin sín lítils. Sagði heimildarmaður að viðbúnaðurinn snerist í raun ekki um að geta hrundið innrás, heldur ætti hann að hafa slíkan fælingarmátt að ekki kæmi til innrásar. Í höfuðstöðvum fjölþjóðasveitarinnar í norð- austri (MNC NE eða Multinational Corps Northeast) í Szczecin er fylgst með öryggis- málum á svæðinu. Stöðinni er ætlað að sam- ræma hernaðaraðgerðir komi til þess og þar er að finna liðsmenn úr herjum nokkurra aðild- arríkja NATO. Yfirmaður þar leggur áherslu á hið fjölþjóðlega yfirbragð og segir að til marks um það sé að „offíser“ úr Landhelgisgæslunni á Íslandi hafi í vikunni komið til liðs við þá. Átti hann þar við Kolbein Guðmundsson, stýrimann og varðstjóra hjá Gæslunni, sem mun starfa sem borgaralegur sérfræðingur á aðgerðasviði næsta árið. „Það ríkir friður,“ áréttaði Frank W. Tate, hershöfðingi í Bandaríkjaher, sem er einn af æðstu stjórnendum í Szczecin, við blaðamenn. „Það eru áhyggjuefni. Athafnasemi Rússa hef- ur ekki farið fram hjá NATO, en við skulum ekki gera úlfalda úr mýflugu í þeim efnum.“ Eftir lok kalda stríðsins hófust formleg sam- skipti milli Rússa og Atlantshafsbandalagsins og 1994 var gert samkomulag þar sem NATO hét því að „verulegur“ fjöldi hermanna yrði ekki staðsettur við landamæri Rússlands. Rússar vildu að verulegur fjöldi yrði skilgreindur sem þriggja til fimm þúsund manna sveitir, en emb- ættismenn Atlantshafsbandalagsins vildu hafa orðalagið loðið. Í anda þessa samkomulags hefur NATO ekki viljað staðsetja hersveitir til frambúðar í banda- lagsríkjum, sem eiga landamæri að Rússlandi. Til þess að láta ekki hanka sig hefur sveitum verið skipt út reglulega, en í raun er alltaf her- afli undir merkjum NATO til staðar. Rússar segja að viðbúnaður NATO í Póllandi og víðar um þessar mundir brjóti í bága við þetta sam- komulag þrátt fyrir varkárni NATO. Pólskir embættismenn sögðu hins vegar að Rússar hefðu margbrotið samkomulagið, meðal annars með aðgerðum sínum í Úkraínu, og því væri engin ástæða til að tipla í kringum það af hálfu NATO. Tilbúin að deyja fyrir Amsterdam Á fundinum voru ráðherrarnir spurðir hreint út hvort þeir treystu ríkjum Vestur-Evrópu til að standa með ríkjunum í austri, treystu því að þau væru tilbúin til að fórna mannslífum fyrir Eistland, eins og hollenskur blaðamaður orðaði það. „Enginn ætti að þurfa að deyja,“ sagði varnarmálaráðherrann. „En stundum þarf að færa fórnir. Við erum tilbúin til að deyja fyrir Amsterdam. Samstaða er grundvallaratriði í Evrópu, hvernig sem hún er skilgreind hefur orðið táknrænt vægi hér í Póllandi.“ Vísaði hann þar til andófshreyfingarinnar Samstöðu, sem var í lykilatriði þegar kommúnistastjórnin féll. „Samstaða er tvístefnugata,“ tók utanríkis- ráðherrann við. „Í 45 ár stóðum við fyrir utan Evrópu og það var engin samstaða úr vestri. Nú erum við með, en þó er ekki jafnræði í vörn- um.“ Ráðherrarnir voru spurðir hvort þeir teldu að Vesturlönd vanmætu Rússa. „Pólverjar eru venjulega vitrir eftir á,“ svaraði Waszczy- kowski. „Nú viljum við vera vitrir áður en hlut- irnir gerast, koma í veg fyrir atburði, fremur en að þurfa að endurheimta land.“ Forsætisráðherrann sagði þetta væri spurn- ing um nálægð við það, sem væri að gerast. „Þeir sem búa á austurlandamærunum sjá hlut- ina með eigin augum,“ sagði Szydło. „Þeir sem búa fjær sjá aðeins það sem birtist í fjömiðlum. Við viljum beina athygli ykkar að hegðun Pút- íns, sem snýst um að ögra og reyna á þolrif okk- ar. Öryggi Póllands er öryggi Evrópu. Við vilj- um auka öryggið þannig að við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því hvort ákveðinn árásaraðili muni ráðast á okkur eða ekki.“ Ráðherrarnir lögðu áherslu á að Pólverjar vildu leggja sitt af mörkum jafnt innan NATO sem Evrópusambandsins. Staðið yrði við gefnar skuldbindingar. Pólverjar hefðu til dæmis stutt samkomulagið um flóttamenn við Tyrki og væru tilbúnir að veita tæknilega aðstoð og koma til hjálpar í mannúðarmálum, en ekki til að sætta sig við allt sem bæri merkimiðann samstaða. Með þessum orðum var átt við að Pólverjar settu mörkin við að taka á móti flóttamönnum. Waszczykowski skýrði þá afstöðu á tilfinn- ingaþrungnum nótum: „Afi minn, amma mín og móðir voru flutt með valdi,“ sagði hann og vísaði til tíma Sovétríkjanna þegar íbúar í leppríkjum þeirra voru rifnir upp með rótum og fluttir í gú- lagið. „Við munum ekki flytja fólk með valdi. Slíkir flutningar vekja slæmar tilfinningar. Við vorum send til Síberíu. Það er ekki hægt að koma fólki fyrir í Pólandi. Farandfólk, sem verður flutt hingað, mun fara næsta dag.“ Stjórn Szydło komst til valda eftir sigur Flokks laga og réttar í kosningum í október í fyrra. Fékk flokkurinn meirihluta á þingi. Nokkrum vikum eftir að flokkurinn komst til valda kom hann fram lögum um breytingar á fyrirkomulagi stjórnlagadómstóls landsins. Þetta lamaði dómstólinn og forustumenn í Evr- ópusambandinu sögðu að grundvelli lýðræðis væri ógnað. Í janúar ákvað framkvæmdastjórn Evrópusambandsins að hefja rannsókn á pólsku réttarfari og á sú ákvörðun sér ekki hlið- stæðu í sögu ESB. Frans Timmermann, vara- forseti framkvæmdastjórnar ESB, ræddi í vik- unni við Szydło og sögðu þau eftir það að þau væru þess fullviss að deilan um dómstólinn myndi brátt leysast, án þess að fram kæmi hvernig. Þessi mál hafa hins vegar valdið ólgu í Póllandi og fyrr í mánuðinum mótmæltu 250 þúsund manns á götum Varsjár. Á fundi ráðherranna þriggja með blaðamönn- um voru varnarmál til umræðu og því var ekki fjallað beint um stjórnlagadómstólinn, en aug- ljóst að stjórnin vill slá á hugmyndir um að Pól- verjar séu á skjön í Evrópu. „Við erum land, sem tekur bandalög alvar- lega,“ sagði Szydło. „Þannig að þegar við skuld- bindum okkur vinnum við samkvæmt því, hvort sem það er í NATO eða ESB. Við teljum að inn- ganga okkar í hvort tveggja sé með því helsta sem við höfum afrekað. Engu að síður sjáum við ákveðin vandamál og þau þarf að greina í anda samstöðu.“ Síðan vék Szydło að öryggismálum og sagði að á leiðtogafundinum væri tækifæri til að end- urnýja skuldbindingar. „Við þurfum að ræða um að styrkja bandalagið,“ sagði hún. „Við lif- um á þannig tímum. Skammt er síðan Úkraína var friðsælt land. Ekki lengur. Það sýnir hversu brotthætt öryggi okkar er. Þess vegna þurfum við að vera á verði og gæta öryggis okkar. Þess vegna er ráðherrafundurinn mikilvægur.“ Morgunblaðið/kbl ’Skammt er síðan Úkraínavar friðsælt land. Ekki lengur.Það sýnir hversu brotthætt öryggi okkar er. Þess vegna þurfum við að vera á verði og gæta öryggis okkar. Haldin var heræfing fyrir blaðamenn í flugherstöðinni í Łask í Póllandi. Sveit her- manna átti að stöðva skæru- liða og ná af þeim gögnum. Hér er flutningur á særðum hermanni undirbúinn. Bob Work, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Antoni Macierewicz, varnarmálaráð- herra Póllands, taka skóflustungu fyrir eldflaugavarnarstöð í herstöðinni Reszikowo í norðurhluta Póllands 13. maí. Daginn áður var slík stöð opnuð með viðhöfn í Rúmeníu og mótmæltu Rússar. AFP

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.