Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.05.2016, Page 25

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.05.2016, Page 25
Fanney segir stílinn einfaldan og sígildan og einkennamildir tónar og þægilegt andrúmsloft heimilið.Fjölskyldan er á leigumarkaðnum og segir Fann- ey þau hafa þurft að aðlaga sig að ýmsu en eina skilyrðið sem hún setur þó er að íbúðin sé björt. „Það er alltaf hægt að vinna sig áfram út frá því. Ég reyni að hafa ekki mikið af dóti heldur vel ég hvern hlut vel með tilliti til fagurfræð- innar og notagildis. Ég vil líka að krakkarnir geti hlaupið um og leikið sér svo verðmætir hlutir fara upp í efstu hillu.“ Aðspurð segist Fanney versla mikið til heimilisins á int- ernetinu. „Mér finnst langskemmtilegast að kaupa hluti milliliðalaust, t.d. á etsy og í gegnum instagram. Ég versla samt sennilega mest í IKEA og í Hrím.“ Fanney, sem sækir innblástur til heimilisins í gömul myndaalbúm og á Instagram, segir stofuna eftirlætisrými sitt á heimilinu. „Hún er svo björt og skemmtileg. Ég er breytingaóð svo hún er aldrei eins lengi,“ segir hún og bætir við að eldhúsborðið sé þó einskonar griðastaður fjöl- skyldunar. „Uppahaldsstundirnar mínar eru þegar við sitjum saman og borðum, hvort sem það er cheerios eða steik. Þá er bannað að vera í símanum eða horfa á sjón- varpið. Algjörlega heilagar stundir.“ Aðspurð hvað sé á óskalistanum inn á heimilið nefnir Fanney borðstofuborð frá Agustav, Anatomy of letters eftir Sigríði Rún, Gym-snaga frá Hay og marglyttumynd eftir Heiðdísi Helgadóttur ásamt öllu sem danska hönn- unarhúsið Woud framleiðir. Fanney Svansdóttir hönnuður. Brio-eldavélin er sæt í barnaherberginu. Fjölskyldan nýtur vanalega góðra samverustunda við eldhúsborðið. Ljósið er frá HK Living en borðið er frá Ikea með fótum frá Prettypegs. Smekklegt heimili á Selfossi Fanney Svansdóttir, sem hannar og framleiðir barnafatnað úr alpaca-ull undir merkinu Ylur, hefur komið sér vel fyrir ásamt sambýlismanni sínum Arnari og börnum þeirra Aroni Elí og Rán í bjartri og notalegri íbúð. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is ’Ég reyni að hafa ekkimikið af dóti heldurvel ég hvern hlut vel meðtilliti til fagurfræðinnar og notagildis. Þetta skemmtilega barnarúm smíðaði parið. Krúttlegur ruggustóll í barnaherberginu. Falleg peysa frá Yl. Skemmtilegar fígúrur skreyta barnaherbergið. 29.5. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25 HELGAR SPRENGJA Verð og vöruupplýsingar í auglýsingunni eru birtar með fyrirvara um prentvillur. Yfirstrikað verð sýnir fullt verð vöru. Danskir hægindastólar. Til í leðri og áklæði. Hallanlegir með snúningi. Fáanlegir í mörgun litum í leðri. Stærð: 77 × 75 × 109 cm Leðurstóll með skemli 119.800 kr. 149.980 kr. AFSLÁTTUR 20% LEVANTO

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.