Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.05.2016, Síða 35
29.5. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35
við værum búnar að gera og þegar
við sögðum að við værum búnar
með þessa toppa fékk maður aðeins
meiri virðingu. Þetta voru alveg al-
vöru hjólreiðar,“ segir Sigga, en dag-
arnir gátu verið langir og strangir.
„Við vorum að fara út klukkan níu á
morgnana og komum heim sex á
kvöldin. Einn daginn komum við
beint í matinn í hjólafötunum. Það
vakti ekki mikla kátínu hjá vertinum,
að við værum ekki búnar að punta
okkur eða fara í sturtu. Við þurftum
að lofa því að gera þetta aldrei aftur,“
segir Sigga og hlær.
Samvinna kemur manni
áfram
Ferðin tók viku en fyrsta daginn var
frí vegna þess að töskurnar skiluðu
sér ekki. „Við fórum bara í búðir,
hvað annað!“ segir Sigga hlæjandi.
Flestar fóru út með sín eigin hjól en
hótelið sem þær voru á er sérstaklega
hannað með þarfir hjólafólks í huga.
Þar er hægt að setja hjólið í viðgerð
og fá það þrifið og fékk hver kona
sinn eigið hjólastand í kjallaranum.
„Þetta er svolítið eins og í skíðaferð-
unum nema að fólk er á hjóli.“
Sigga segir að Mallorca sé mjög
hentug eyja til hjólreiða. Þar eru fjöl-
breyttar leiðir og bæði hægt að velja
ólíkar vegalengdir og einnig hversu
bratt maður vill hafa það. „Það er svo
fjölbreytt landslag og þetta eru svona
hálfgerðar æfingabúðir,“ segir Sigga,
en hópnum var skipti í tvennt, hrað-
ari hóp og hægari. „Það er léttara að
Það hefur víst ekki farið framhjáneinum að hjólreiðar eru nýj-asta æðið á Íslandi og sífellt
fleiri ákveða að setjast á reiðfák og
láta vindinn leika um andlitið á með-
an brunað er eftir veginum. Hjólreið-
ar sameina útivist og góða hreyfingu
á sama tíma og ný svæði eru könnuð.
Sumir láta sér ekki nægja að hjóla
um litla Ísland, en boðið er upp á
hjólaferðir til fjarlægðra landa hjá
sumum ferðaskrifstofum. Þá er hægt
að slá margar flugur í einu höggi;
skoða nýtt land, borða framandi mat,
vera úti í náttúrunni og hreyfa sig um
leið. Svo er það auðvitað áskorun að
takast á við nýjar brekkur eða langar
vegalengdir daglega í nýju landi um
leið og fólk kynnist vel hópnum sínum
og eignast nýja vini.
Fékk hjólabakteríuna
Sigríður, ávallt kölluð Sigga, er ein
þeirra sem fengið hafa bakteríuna.
Hreyfing er henni ekki ókunn, þar
sem hún hefur kennt líkamsrækt í
áratugi hjá Hress í Hafnarfirði, en
hjólreiðar hafði hún ekki stundað
mikið fyrr en nýlega. Hún fór í sína
fyrstu hjólaferð út fyrir landsteinana
með manni sínum til Tenerife um ára-
mótin. Nú er hún nýkomin frá Mal-
lorca, þar sem 22 konur brunuðu
saman á hjólunum sínum. „Ferðin hét
„Mallorca stelpa“ og var skipulögð af
Úrvali Útsýn. Ég var rosa spennt af
því ég hafði líka farið til Tenerife á
milli jóla og nýárs. Maður getur valið
að vera með þetta ótrúlega erfitt eða
léttara en enginn er sprengdur. Ég
ákvað að fara aftur og fara í kvenna-
reið. Þetta voru alls konar konur í alls
konar formi og það var verið að hjóla
40-160 kílómetra á dag. Hver dagur
hafði sinn sjarma og sína upplifun.
Einn daginn var maður að hjóla bratt
í snákabrekkum og svo annan dag að
hjóla flatari brekkur framhjá engj-
um. Svo var alltaf stoppað í hádeg-
ismat á skemmtilegum stöðum,“ seg-
ir Sigga.
Virðing að hjóla á toppana
„Við tókum fjóra toppa af átta sem er
talað um að hjólarar verði að gera á
Mallorca. Þegar við hittum aðra hjól-
ara voru þeir að fiska eftir því hvað
hjóla í hópi. Samvinna kemur manni
áfram. Við erum að vinna saman
líka,“ segir hún. Sigga segir að það
hafi verið möguleiki á að taka leigubíl
heim ef fæturnir væru að gefa sig.
„Þú getur gert þetta eins og þú vilt.“
Mikið hlegið í ferðinni
Kostirnir eru margir við svona ferðir
að hennar sögn. „Það er svo gaman að
vera úti í góðum félagsskap, hreyfa
sig, borða góðan mat og kynnast þess-
um konum. Það er mikið hlegið,“ segir
Sigga. „Miðað við göngur kemst fólk
yfir miklu meira svæði á hjóli. Þetta er
miserfitt. Þegar það er mikið af brekk-
um er þetta svolítið puð en þetta er
aldrei leiðinlegt. Maður setur sér bara
lítil markmið.“
Sigga segir það ótvíræðan kost við
svona hjólaferðir að maður megi
borða eins og maður geti í sig látið.
Hún segir matinn hafa verið ein-
staklega góðan á hótelinu. „Ertu ekki
að grínast? Við átum eins og ég veit
ekki hvað! Maður gat fengið sér eftir-
réttahrúgu án þess að fá samviskubit.
Og maður þarf að borða rosalega vel
til þess að næsti dagur gangi vel. Ég
mæli sko með svona ferðum!“ segir
Sigga, sem stefnir á hjólaferð um
Alpana í júní.
Hver dagur með
sinn sjarma
Hjólaferðir til útlanda njóta vaxandi vinsælda. Í
slíkum ferðum er hægt að upplifa náttúruna á
annan hátt en úr bíl. Sigríður Einarsdóttir íþrótta-
kennari er komin með hjólabakteríuna, en hún er
nýkomin frá Mallorca þar sem hún lagði mörg
hundruð kílómetra að baki.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
Landslagið á Mallorca er fjöl-
breytt; bæði flatlendi og fjöll.
Það var mikið stuð í hópnum og oft fagnað þegar toppi var náð.
Víða var stoppað til að snæða og fengu þá hjólin hvíld á meðan.
Sigga tekur sig
vel út á hjólinu.
Sigríður Einarsdóttir
með íslensku „Mallorca-
stelpurnar“ fyrir aftan sig.
Nýr og glæsilegur veitingastaður á Hótel Örk. Fjölbreyttur og vandaður matseðill.
Pantaðu borð í síma 483 4700