Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.05.2016, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.05.2016, Blaðsíða 43
29.5. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 43 Salka Valka er ein af mínum uppá- haldsbókum og eiginlega fyrsta bókin sem ég las á ís- lensku. Ég bjó erlendis sem barn og þegar við fluttum heim var ég á tólfta ári. Pabbi vildi endilega að við systk- inin læsum eitthvað á íslensku, en við vildum bara lesa enskar bækur. Hann sagðist myndu borga okkur einn eyri fyrir hverja blaðsíðu sem við læsum á íslensku og ég las Sölku Völku og fékk fimm krónur fyrir. Eftir það þurfti ekki að borga mér fyrir að lesa á íslensku, ég var komin á bragðið. Svo er það amerísk klassík sem ég held mikið upp: A Tree Grows in Brooklyn eft- ir Betty Smith sem gef- in var út í Bandaríkjunum 1943 og kom út á íslensku 1946. Ég las hana fyrst þegar ég var í ameríska skól- anum í París og svo aftur og aftur og aftur, ég veit ekki hvað ég hef lesið hana oft. Hún höfðaði mjög til mín þegar ég las hana fyrst og ger- ir það enn. Þriðja bókin sem mig langar að nefna er Anna Karenina eftir Tolstoj, hún er líka í miklu uppáhaldi og ég hef lesið hana mörg- um sinnum. Hún hefur líka verið þýdd á íslensku og það er ágæt þýðing. Áslaug Agnarsdóttir Hjörtur Pálsson fagnar 75 ára afmæli með ljóðasafni. Morgunblaðið/Eggert BÓKSALA 18.-24. MAÍ Listinn er tekinn saman af Eymundsson. 1 KakkalakkarnirJo Nesbø 2 Í úteyjumFerdinand Jónsson 3 Þjóðaplágan ÍslamHege Storhaug 4 Hugrekki - Saga af kvíðaHildur Eir Bolladóttir 5 Framúrskarandi vinkonaElena Ferrante 6 Dalalíf IGuðrún Árnadóttir frá Lundi 7 Bak við luktar dyrB.A. Paris 8 VélmennaárásinÆvar Þór Benediktsson 9 JárnblóðLiza Marklund 10 Dalalíf IIGuðrún Árnadóttir frá Lundi 1 KakkalakkarnirJo Nesbø 2 Framúrskarandi vinkonaElena Ferrante 3 Dalalíf IGuðrún Árnadóttir frá Lundi 4 Bak við luktar dyrB.A. Paris 5 JárnblóðLiza Marklund 6 Dalalíf IIGuðrún Árnadóttir frá Lundi 7 Saga af nýju ættarnafniElena Ferrante 8 Þar sem fjórir vegi mætastTommi Konnunen 9 VinkonurRagna Sigurðardóttir 10 Það sem ekki drepur mannDavid Lagercrantz Allar bækur Íslenskar kiljur MIG LANGAR AÐ LESA Ekki þarf lengi að grúska í mann- kynssögunni til að átta sig á því að þar er fátt um konur. Forsvarskon- ur fyrirtækis sem framleiðir barna- efni, þær Elena Favilli og Fran- cesca Cavallo, einsettu sér að bæta úr því með bók sem færa myndi sögur af merkiskonum. Þær reka fyrirtæki sem þær nefna Timbuktu Labs og hrintu af stað Kickstarter-söfnun í apríl síð- astliðnum til að gera bók um 100 konur úr mannkynssögunni, allt fram á okkar daga. Þær skrifuðu sögu þeirra sem ævintýri, fengu 100 listakonur til að myndskreyta sögurnar og kölluðu bókina Kvöld- sögur handa uppreisnarstelpum. Kickstarter-söfnun þeirra byggð- ist á því að safna nógu fé til að geta lokið við hönnun og prentað af bók- inni 1.000 eintök, samtals um hálfa fimmtu milljón króna. Undirtekt- irnar voru aftur á móti öllu betri, svo góðar reyndar að engin bók hefur safnað öðru eins fé á Kick- starter – alls söfnuðust ríflega 70 milljónir þegar upp var staðið. Kickstarter-söfnun fyrir bókina Kvöldsögur handa uppreisnarstelpum skilaði ríflega 70 milljónum króna. Kvöldsögur fyrir stelpur KVENHETJUR www.gilbert.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.