Morgunblaðið - 02.06.2016, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 2016
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Það voru fleiri en mannfólkið sem nutu blíðviðr-
isins sem var á landinu í gær. Gárungar höfðu
það á orði að nú væri sumarið loksins komið og
gæsamamma og ungar hennar virtust sammála
því þegar þau spígsporuðu við Njarðargötu í
gær. Þó að veðrið hafi verið gott um allt land var
það sérstaklega gott á Austurlandi og mældist
hiti víða yfir 20 gráðum, hæstur á Egilsstöðum,
23 gráður. Von er á góðviðriskafla næstu daga.
Von er á góðviðriskafla næstu daga
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Gæsafjölskyldan ánægð með blíðviðrið
Skúli Halldórsson
sh@mbl.is
Frumvarp Illuga Gunnarssonar menntamála-
ráðherra um breytingar á Lánasjóði íslenskra
námsmanna verður ekki á dagskrá þingsins til
fyrstu umræðu áður en sumarleyfi þess hefst.
„Mikill ágreiningur var um málið og niðurstað-
an varð sú að það verður ekki mælt fyrir því
fyrir þingfrestun,“ segir Einar K. Guðfinnsson,
forseti Alþingis, í samtali við Morgunblaðið.
Skýri kannski lítið fylgi Samfylkingar
Illugi segir að sér finnist sem stjórnarand-
staðan hafi tekið ranga ákvörðun, að beita sér
gegn málinu með þessum hætti.
„Nú höfum við tækifæri til að taka upp
námslána- og styrkjakerfi að norrænni fyrir-
mynd og þá hlýtur það að vekja mikla furðu að
Samfylkingin, sem lagt hefur mikla áherslu á
þær norrænu fyrirmyndir sem við höfum,
skuli, þegar skýrt frumvarp er á borðinu, ekki
einu sinni vilja taka málið til nefndar. Kannski
skýrir þessi málsmeðferð að nokkru leyti hvers
vegna þeim flokki gengur svona illa að öðlast
traust kjósenda.“
Hann segist þó vonast til að frumvarpið nái
að verða að lögum í haust, áður en þingi verður
slitið fyrir kosningar.
„Ég ætla að vera bjartsýnn á það. Ef frum-
varpið yrði að lögum þá myndi greiðslubyrði
85% námsmanna verða léttari en áður var og
styrkjum dreift með mun sanngjarnari hætti.“
Samstaða um sumarhlé síðdegis í dag
Stefnt er að því að sumarhlé verði gert á
þingfundum síðdegis í dag og virðist samstaða
um það á meðal þingflokkanna.
„Við miðum við að ljúka þessu fyrir dags-
lok,“ segir Einar. Meðal annars eru húsnæðis-
frumvörp Eyglóar Harðardóttur félagsmála-
ráðherra eitt af öðru á leið í gegnum þingið.
„Þau mál sem eru á annað borð tilbúin af
hálfu velferðarnefndar verða kláruð.“
Nefndin kom saman í gærkvöldi til að freista
þess að afgreiða húsnæðisbótafrumvarpið, en
fyrr í vikunni afgreiddi hún frumvörp um al-
mennar íbúðir og leigulög.
Þá segir Einar það ljóst mál að búvörusamn-
ingnum verði ekki lokið að sinni. Áfram verði
þó unnið að honum á nefndadögum sem í hönd
fari í næstu viku.
Einlægur vilji hjá öllum inni á þinginu
„Það kom mér á óvart hvað þetta hefur
gengið vel,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þing-
flokksformaður Pírata.
„En við erum ekki beint í þinglokum, það er
ágætt að halda því til haga. Við erum því að ýta
þeim málum sem ekki eru tilbúin yfir á haustið,
og þau mál sem eru tilbúin hafa fengið að rúlla í
gegn á ábyrgð ríkisstjórnarinnar. Það hefur
verið einlægur vilji hjá öllum inni á þinginu að
taka þennan legg á þann veg að þingið geti öðl-
ast ofurlítið traust og trúnað að nýju.“
Hún tekur fram að hún sé ánægð með þing-
flokksformenn meirihlutans.
„Þeir stóðu sig mjög vel í þessum samninga-
viðræðum. Það er svolítið sérstök stemning
hérna á Alþingi að mínu mati. Fólk er einhvern
veginn öðruvísi en ég hef upplifað áður.“
LÍN-frumvarpið bíður haustsins
Ekki tekið á dagskrá Alþingis vegna mikils ágreinings Menntamálaráðherra segist bjartsýnn á að
frumvarpið verði að lögum í haust Sérstök stemning inni á Alþingi, segir þingflokksformaður Pírata
Einar K.
Guðfinnsson
Illugi
Gunnarsson
Birgitta
Jónsdóttir
„Það var aldrei vafi á því að við
næðum til þeirra en þetta voru laus-
ar skriður og erfitt og leiðinlegt
brölt. Það var kannski aðallega það;
hætta á grjóthruni sem gerði þetta
erfiðara en ella,“ segir Ólafur
Tryggvi Ólafsson, undanfari í
björgunarsveitinni Súlum á Akur-
eyri, í samtali við mbl.is í gær.
Hann er einn þeirra sem tóku
þátt í að bjarga erlendu pari sem
lenti í sjálfheldu í Nesskriðum í
Siglunesmúla við austanverðan
Siglufjörð í fyrrinótt. Parið hafði
samband við Neyðarlínuna á tólfta
tímanum í fyrrakvöld og óskaði eftir
aðstoð. Það hafði komið fótgangandi
úr Héðinsfirði og var á leið til Siglu-
fjarðar þegar það lenti í sjálfheldu á
svæði þar sem er bratt fjalllendi
niður að sjó. Hátt í fjörutíu manns
tóku þátt í aðgerðinni ásamt lög-
reglu. Björgunarsveitarfólk frá Ak-
ureyri, Dalvík, Ólafsfirði og Siglu-
firði lagðist á eitt til að koma fólkinu
niður heilu á húfi og tókst vel til að
mati Ólafs Tryggva. larahalla@m-
bl.is
„Lausar skriður og erfitt“
Par lenti í sjálfheldu í Nesskriðum í Siglunesmúla Hátt í
fjörutíu manns tóku þátt í björgunaraðgerðum auk lögreglu
Ljósmynd/Ólafur Tryggvi Ólafsson
Björgun Hátt í fjörutíu manns tóku þátt í leitinni auk lögreglu. Hún gekk vel.
Tíðarfar var hagstætt í maí þó að
þurrkur hafi víða háð gróðri fram
eftir mánuði. Hiti var yfir meðallagi
1961 til 1990 en þó var að tiltölu
kaldara um landið suðvestanvert en
í öðrum landshlutum. Þrátt fyrir
þurrviðri var veður heldur þungbúið
lengst af um landið sunnan- og vest-
anvert. Þetta er meðal þess sem
kemur fram í nýrri samantekt á vef
Veðurstofu Íslands um tíðarfar í
maí.
Meðalhiti á Akureyri var 6,8 stig,
1,3 stigum yfir meðaltali 1961 til
1990 og 0,9 stigum yfir meðaltali síð-
ustu tíu ára. Mældist meðalhiti þar
sá hæsti á landinu í mánuðinum auk
Hafnar í Hornafirði þar sem með-
alhitastig var einnig 6,8 stig. Al-
mennt var mánuðurinn í þurrara
lagi, sérstaklega syðst á landinu, þar
austan við og norður með Aust-
fjörðum. Á þeim slóðum er mán-
uðurinn í hópi þurrustu maímánaða.
Hagstætt en þurrt
veðurfar einkenndi
maímánuðinn
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Þurr Maímánuður var nokkuð hlýr og þurr.