Morgunblaðið - 02.06.2016, Side 6

Morgunblaðið - 02.06.2016, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 2016 Sogavegi við Réttarholtsveg Opið kl. 9-18 virka daga | Sími 568 0990 | www.gardsapotek.is Lágt lyfjaverð - góð þjónusta Einkarekið apótek Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is „Frá mínum bæjardyrum séð er al- veg sjálfsagt að þetta mál sé rann- sakað ef ráðherra telur þörf á því. Ég get ekki séð að við setjum okkur upp á móti því, enda höfum við ekkert að fela,“ segir Óskar Einarsson lungna- læknir um þá áætlun heilbrigðisráð- herra að setja á laggirnar rannsókn- arnefnd til að skoða barkaígræðslu- málið svokallaða. Óskar kom ásamt Tómasi Guð- bjartssyni lækni að meðferð manns hér á landi sem undirgekkst um- deilda barkaígræðslu á Karolinska háskólasjúkrahúsinu í Stokkhólmi árið 2011, maðurinn lést tveimur og hálfu ári síðar. Ítalski skurðlækn- irinn Paolo Macchiarini framkvæmdi aðgerðina en hann hefur verið sak- aður um rangfærslur í grein sem hann skrifaði um niðurstöður aðgerðarinnar. Óskar og Tómas voru tveir af 28 meðhöfundum grein- arinnar, auk þess sem Tómas var við- staddur aðgerðina á Karolinska á sínum tíma. Aðkoma íslenskra stofnana Í máli Kristjáns Þórs Júlíusson- ar heilbrigðisráðherra á Alþingi á mánudaginn kom fram að hann teldi rétt að Alþingi skoðaði hvort ástæða væri til þess að koma á fót rannsókn- arnefnd til þess að rannsaka aðkomu íslenskra stofnana að meðferð sjúk- lingsins. Kristján sagði unnið að minnisblaði um málið á sínum vegum sem sent yrði til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á næstunni og hún beðin að taka formlega afstöðu til þess. Það var Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem spurði fyrst um málið á þingi og velti því einnig upp hvort hér á landi væru starfandi læknar sem hefðu engra hagsmuna að gæta við rannsókn þessa máls, sem gætu rannsakað það. Kristján Þór gat ekki svarað því, fyrst þyrfti að liggja fyrir hvaða sér- þekkingu þarf til að taka þátt í slíkri rannsókn og hvort einhverjir læknar sem starfa hér á landi hafi þá þekk- ingu, síðan þyrfti að meta hæfni eða hæfi þeirra á grundvelli hæfisreglna stjórnsýslulaganna. Landlæknir vanhæfur? Birgir Jakobsson landlæknir var forstjóri Karolinska háskóla- sjúkrahússins í sjö ár og kom beint þaðan þegar hann tók við stól land- læknis í ársbyrjun 2015. Hann gæti því talist vanhæfur til að koma að rannsóknarnefndinni en hann var forstjóri Karolinska þegar Macchi- arini var þar að störfum. Birgir vildi ekki tjá sig um þessa stöðu þegar eft- ir því var leitað í gær enda ætti eftir að skýrast betur hvort rannsókn- arnefnd yrði komið á fót. Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir og prófessor, segist í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í fyrrakvöld fagna því að þetta flókna mál sé rannsakað, forsendur slíkrar rannsóknar hljóti þó að vera að rannsakendur hafi að- gang að nauðsynlegum gögnum bæði hérlendis og í Svíþjóð. Þá segir Tóm- as það rangt sem haldið hafi verið fram af fulltrúum Siðræðistofnunar HÍ að helstu rannsakendur í Svíþjóð hafi ekki aðgang að öllum málsgögn- um hér á landi, Landspítalinn hafi heimild til að afhenda viðkvæm gögn til sænskrar rannsóknarnefndar. Íhuga rannsókn á aðkomu ís- lenskra stofnana Morgunblaðið/Jón Svavarsson Alþingi Skoðað hvort rannsaka eigi barkaígræðslumálið umdeilda.  Rannsóknarnefnd fari yfir barka- ígræðslumálið  „Ekkert að fela“ Óskar Einarsson Tómas Guðbjartsson Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Íslenskt dótturfyrirtæki Smyril Line, sem þjónað hefur vöruflutningum með Norrænu, mun taka við þjónustu við ferðafólkið á Seyðisfirði um næstu mánaðamót þegar samningur Smyril Line og Austfars rennur út. Linda Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri Smyril Line Island, segir að allt verði gert til að breytingin hafi ekki áhrif á þjónustuna. Linda segir að þar sem ekki hafi náðst samningar við Austfar um áframhaldandi samstarf og Austfar sagt samningum upp hafi verið ákveð- ið að íslenska dótturfélagið sem séð hafi um flutningahlutann í nokkur ár tæki við farþegaþjónustunni. Skiptin gangi sem best Ráðinn hefur verið starfsmaður til að sjá um þjónustuna. Linda vonast til að sá mannskapur sem unnið hafi við afgreiðslu skipsins í viku hverri verði áfram. Þá hafi náðst samningar við Austfar um skipti á húsnæði. Smyril Line taki neðri hæðina á leigu, þar sem afgreiðsla Austfars hafi verið, og þjóni þaðan vöruflutningunum og ferðafólki. Austfar flytji starfsemi sína á efri hæðina í húsi sínu og sinni þaðan öðrum verkefnum sem fyrir- tækið hafi með höndum. Hún getur þess að yfirmaður innskráningar hjá Smyril Line, sem hefur starfsaðstöðu í höfuðstöðvunum í Færeyjum, verði á Seyðisfirði í tvo mánuði til að hjálpa til við yfirfærsluna. Linda tekur fram að starfsmenn Austfars aðstoði Smyril Line við að láta þessi skipti ganga sem best fyrir sig. Þessi fyrirtæki hafi unnið saman í áratugi og Jónas Hallgrímsson, aðal- eigandi Austfars, sé samofinn sögu Smyril Line og eigi heiður skilinn fyr- ir margt sem hann hafi barist fyrir. Ekki flutt Fyrir þremur árum kannaði stjórn Smyril Line möguleika á því að sigla ferjunni að vetrinum til Reyðar- fjarðar eða Eski- fjarðar, vegna erfiðleika með akstur flutninga- bíla yfir Fjarðar- heiði. Það þótti ekki henta og seg- ir Linda að ekki standi til að flytja áfangastað ferj- unnar frá Seyðis- firði. Ljósmynd/Smyril Line Ferja Norræna siglir inn Seyðisfjörð til hafnar í botni fjarðarins eftir siglingu frá Danmörku og Færeyjum. Ferjuútgerðin tekur við farþegaþjónustu  Reynt að láta skiptin ekki hafa áhrif á þjónustu við farþega Norræna flytur ekki aðeins bíla og farþega. Vöruflutningar eru vaxandi þáttur í starfseminni og í raun nýr valkostur í flutning- um til og frá landinu, eins og Linda Gunnlaugsdóttir bendir á. Fyrirtækið er með vöruhús á Seyðisfirði og í Reykjavík. Fisk- ur sem fer með Norrænu á mið- vikudagskvöldi er afhentur alls- staðar í Evrópu aðfaranótt næsta mánudags. Snjóþyngsli á Fjarðarheiði hafa stundum valdið erfið- leikum við flutninga til og frá Seyðisfirði, þó ekki í vetur og fyrravetur. Linda segir að Vegagerðin hafi staðið sig vel í að halda heiðinni opinni á ferjudögum. Fyrirhuguð jarð- göng undir Fjarðarheiði muni bæta mjög aðstöð- una. Göng bæta aðstöðuna VAXANDI FLUTNINGAR Linda Björk Gunnlaugsdóttir Ráðhús Reykjavíkur verður ekki lengur opið um helgar. Tveir næturverðir sinntu gæslunni, annar þeirra hætti um síðustu áramót vegna aldurs og hinum var sagt upp næturvarðarstöðunni en boðið starf í staðinn sem hann þáði ekki. Næturvörslu verður nú sinnt af Öryggismið- stöðinni og eins er öryggiskerfi í húsinu sem er bein- tengt við stjórnstöð. „Húsverðir eru að störfum í húsinu frá kl. 8-18 og einnig þegar viðburðir eru í húsinu utan dagvinnutíma. Eðli málsins samkvæmt er erfitt að fara nákvæmar út í tilhögun gæslu og innbrotavarna í Ráðhúsinu,“ segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkur- borgar. Ráðhúsið verður nú með sama opnunartíma og aðrar stjórnsýslubyggingar nema þegar viðburðir eru bókaðir í húsinu. Töluverður fjöldi kemur í Ráðhúsið á hverjum degi og um helgar er oft mikið líf í húsinu kringum lík- anið stóra af Íslandi. „Það er mjög mismunandi hvernig umferð í Ráðhúsinu hefur verið um helgar, við höfum ekki teljara eða slíkt til að styðjast við. Ef viðburðir eru í húsinu eykst umferðin, en það hefur að sjálfsögðu ekki verið tekið fyrir viðburðahald um helgar í húsinu,“ segir Bjarni. Gæsla í húsinu á kjördag, þann 25. júní næstkomandi, verður með sama móti og verið hefur undanfarin ár. benedikt@mbl.is Ráðhúsið lokað um helgar  Næturvörslu sinnt af Öryggismiðstöðinni  Sami opnun- artími og í öðrum stjórnsýslubyggingum  Tveir hættu Morgunblaðið/Styrmir Kári Skellt í lás Ráðhúsið er nú með sama opnunartíma og aðrar stjórnsýslubyggingar og verður lokað um helgar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.