Morgunblaðið - 02.06.2016, Page 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 2016
Gerir sláttinn auðveldari
Garðtraktorar
fyrir þá kröfuhörðu
ÞÓR FH
Akureyri:
Lónsbakka
601 Akureyri
Sími 568-1555
Opnunartími:
Opið alla virka daga
frá kl 8:00 - 18:00
Lokað um helgar
Reykjavík:
Krókháls 16
110 Reykjavík
Sími 568-1500
Vefsíða og
netverslun:
www.thor.is
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Þ
eir Hákon Davíð Hall-
dórsson, Halldór Val-
geirsson, Andri Bald-
vinsson og Arnar
Björnsson hittast reglu-
lega á miðvikudögum ásamt fleirum
til þess að spila borðspilið X-Wing,
en þar er líkt eftir geimbardögunum
í Stjörnustríðsmyndunum og getur
gengið á ýmsu.
„Við höfum þekkst svona allir
saman síðan við vorum fjórtán ára,
en þeir höfðu þekkst mun lengur,
síðan í grunnskóla,“ segir Hákon
Davíð, en vinirnir í hópnum bjuggu
allir saman í norðurbæ Hafnar-
fjarðar á þeim tíma. „Þetta er frá-
bær leið til þess að halda hópinn,“
segir Arnar um spilakvöldin, en þeir
hafa meðal annars farið reglulega í
bústaðarferðir til þess að spila.
Það var í einni slíkri sem einn
vinur þeirra úr Hafnarfirðinum,
Kári Kristinsson, kom með X-Wing-
spilið sem hitti í mark.
„Þetta höfðaði mjög til okkar,“
segir Halldór. „Spilið er mjög snúið,
mjög strategískt, aldrei eins, en á
sama tíma tiltölulega snöggt.“ Arnar
segir að helst megi líkja spilinu við
blöndu af skák og teningaspili í einu
og sama borðspilinu. Það sé í raun
og veru ekki tengingin við Stjörnu-
stríð sem heilli sig við spilið. „Fyrir
mig er þetta fyrst og fremst tæki-
færi til þess að hitta strákana og
spila skemmtilegt spil.“
Vildu láta gott af sér leiða
En hvernig stóð á því að þeir
ákváðu að halda góðgerðarmót?
„Það vill þannig til að ég er að vinna
með Óla, skipuleggjanda Tuddans,
sem er stórt tölvuleikjamót, þar sem
spilað er Counter-strike og League
of Legends og þannig spil,“ segir
Hákon. Hann hafði þá prófað X-
Wing og verið spenntur fyrir því að
halda mót í spilinu samhliða Tudd-
anum. Eftir að hugmyndin hafði ver-
ið rædd lauslega var ákveðið að kýla
á þetta, og segir Hákon að ljóst hafi
verið frá upphafi að mótið yrði að
vera góðgerðarmót. Andri bætir við
að fyrirmyndin sé sótt að utan, en
þar sé algengt að haldin séu góð-
gerðarmót í X-Wing-spilinu þar sem
ágóðinn renni allur til góðs málefnis.
Að þessu sinni var ákveðið að
Rjóður, hvíldar- og endurhæfingar-
heimili fyrir langveik og fötluð börn,
myndi njóta góðs af mótinu og mun
Stjörnustríð til
styrktar Rjóðri
Vinahópur úr Hafnarfirði ákvað að láta gott af sér leiða og efnir til borðspilamóts
nk. laugardag til styrktar Rjóðri í Kópavogi, hvíldar- og endurhæfingarheimili
fyrir langveik og fötluð börn. Hópurinn hefur hist reglulega um árabil til þess að
spila hin ýmsu spil, en á síðustu árum hefur hann einkum lagt fyrir sig spilið X-
Wing, sem byggist á Stjörnustríðsmyndunum sívinsælu.
Spilað til góðs Þeir Arnar, Hákon Davíð, Halldór og Andri standa fyrir
góðgerðarmóti í X-Wing á laugardaginn til stuðnings Rjóðri í Kópavogi.
Stjörnustríð Halldór hreyfir skip
eftir kúnstarinnar reglum.
Oddaflug, morgunverðarfundur Odda
kl. 9-11 á morgun, föstudaginn 3. júní,
er öllum opinn meðan húsrúm leyfir í
höfuðstöðvum fyrirtækisins að
Höfðabakka 7. Umræðuefnið er býsna
fjölbreytt; hönnun, umbúðir, bjór,
bændur, heimspeki og testofur.
Fókusinn verður þó fyrst og fremst á
hönnun og umbúðir, en með nokkrum
eldhressum sjónarhornum, til dæmis
á heimspeki og frumkvöðla.
Fundurinn hentar jafnt atvinnu-
mönnum sem áhugafólki um hönnun,
framleiðslu og notkun umbúða.
Á dagskránni eru fjórir snarpir og
fróðlegir fyrirlestrar. Markaðsstjóri
Odda flytur fyrirlesturinn Góðan og
blessaðan daginn! 70% umbúðir, 30
prentun. Hönnuður og einn stofn-
enda Víkur Prjónsdóttur pælir í hönn-
un og tilgangi hennar hverju sinni í
fyrirlestrinum Innblástur: Þjóðsögur,
arabískar testofur og önnur ævintýri
og hönnunarstjóri PIPAR/TBWA verð-
ur með óábyrgar pælingar um alls
konar umbúðir í fyrirlestrinum Vöru-
hönnun: Harðir pakkar og mjúkir. Því
næst á stofnandi Spark Design
Space stefnumót við hönnuði og
bændur og veltir fyrir sér umbúðum,
umhverfismálum og pakkningum og
loks verður heimspekingur hjá Ís-
landsstofu með hugleiðingar um bjór,
hönnun og heimspeki í fyrirlestri
með yfirskriftinni Tilvistin í tólf bjór-
um.
Aðgangur er ókeypis en vissara er
að skrá sig á www.bit.ly/oddaflug.
Oddaflug í morgunsárið – á morgun föstudag
Í brennidepli Hönnun og umbúðir eru í brennidepli á morgunverðarfundi Odda.
Hönnun, umbúðir, bjór og bændur
Snillingarnir Ife Tolentino, Óskar
Guðjónsson og Eyþór Gunnarsson
bjóða upp á brasilíska tónlistarveislu
í Eyrarbakkakirkju í kvöld kl. 20.
Í tilkynningu kemur fram að tón-
listarmennirnir ætli að leika af fingr-
um fram lög eftir Ife í bland við sígild
bossa nova-lög eftir nokkra af helstu
höfundum brasilískrar tónlistarsögu.
Brasilíski gítarleikarinn og söng-
varinn Ife Tolentino á að baki langan
og litríkan feril í heimalandi sínu, þar
sem hann hefur starfað með ýmsum
frábærum listamönnum. Ife hefur
verið tíður gestur á Íslandi undan-
farin ár í boði Óskars Guðjónssonar,
en þeir kynntust í London þegar Ósk-
ar var búsettur þar. Árið 2013 kom út
diskurinn Vocé Passou Aqui, sem þeir
félagar hljóðrituðu hér á landi ásamt
fleiri íslenskum tónlistarmönnum, og
væntanlegur er nýr diskur með lög-
um Ife, sem sami hópur hljóðritaði á
nýliðnu ári.
Eyþór Gunnarsson hefur komið að
báðum diskunum og leikur því með
þeim félögum í kvöld.
Sannarlega má gera ráð fyrir ið-
andi brasilískri sumarstemningu í í
Eyrarbakkakirkju og vert að njóta
hennar.
Miðasala verður við innganginn.
Þrír höfðingjar leika saman í Eyrarbakkakirkju í kvöld
Tríó Eyþór Gunnarsson, Ife Tolentino og Óskar Guðjónsson eru góðir saman.
Brasilísk stemning á Bakkanum
Sjómannadagshelgin er ein af
stórhátíðum ársins í Vestmanna-
eyjum. Að venju hefjast hátíðarhöldin
þar í kvöld, fimmtudagskvöld, með
tónlistardagskrá í Akóges klukkan
22. Þar verður blússandi stemning og
sjómannalögin og Eyjalögin sungin
og spiluð.
Forsöngvari er Árni Johnsen sem
einnig spilar á gítar. Með honum spila
og syngja reyndir sjómenn og hljóð-
færaleikarar. Þeirra á meðal Leó
Snær Sveinsson sem spilar á gítar og
syngur, Jarl Sigurgeirsson á bassa,
Sigurmund G. Einarsson á saxófón og
fleiri kunna að slást í hópinn.
Fastlega má reikna með því að á
milli laga verði sagðar margar
skemmtilegar sögur af Eyjamönnum
fyrr og nú. Allar eru þessar sögur
sannar, reyndar svolítið misjafnlega
mikið sannar. Fjörið heldur svo áfram
alveg fram á sunnudag. gudni@mbl.is
Sjómannadagshelgin í Eyjum hefst í kvöld
Sjómannslíf, ástir og ævintýr
Morgunblaðið/Sverrir
Sjómannalög Fjör í Akóges í kvöld.