Morgunblaðið - 02.06.2016, Side 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 2016
ALLTAFAÐÆFA. ALLTAFAÐKEPPA.
ALLTAFAÐSANNAMIG.
LEYNIVOPN ÞJÓÐARINNAR
LEYNIVOPN.IS
TÆKIFÆRIÐ
ER NÚNA
„
“
Alfreð Finnbogason,
landsliðsmaður í knattspyrnu.
Íslandsstofa sér um landkynningar-
verkefni í tengslum við Evrópu-
meistaramótið í knattspyrnu karla
sem haldið verður í Frakklandi dag-
ana 10. júní til 10. júlí. Öllum þátt-
tökuþjóðum á mótinu gefst kostur á
að vera með í sameiginlegu land-
kynningarverkefni á Signubökkum,
sem skipulagt er af Parísarborg.
Ísland verður með alhliða kynn-
ingu á landi og þjóð á svæðinu, í
samstarfi við utanríkisráðuneytið,
mennta- og menningarmálaráðu-
neytið, atvinnuvega- og nýsköp-
unarráðuneytið og sendiráð Íslands í
Frakklandi.
Markmið verkefnisins er að kynna
Ísland og íslenska menningu í
Frakklandi, að því er fram kemur á
vef Íslandsstofu. Af því tilefni verð-
ur m.a. efnt til margvíslegra list- og
matarviðburða í París, sem og í hin-
um borgunum þar sem íslenska
landsliðið mun spila leiki sína, St.
Etienne og Marseille. Ísland verður
með kynningaraðstöðu á Signubökk-
um en einnig verður þjóðhátíðar-
dagur Íslendinga haldinn hátíðlegur
með skrúðgöngu með íslensku fjall-
konuna í fararbroddi. Boðið verður
upp á matarkynningar á Signubökk-
um þar sem landsliðskokkurinn og
keppandi fyrir Íslands hönd í Bo-
cuse d‘Or keppninni, Viktor Örn
Andrésson, mun matreiða rétti úr ís-
lensku hráefni. Þá tekur Ísland þátt
í samevrópsku grafíklistaverki sem
málað verður.
Myndlistarmaðurinn Arngrímur
Sigurðsson hannaði verkið fyrir Ís-
lands hönd og verður það málað á 60
fermetra flöt.
Gert er ráð fyrir að um 50.000
gestir leggi að jafnaði leið sína um
Signubakka í viku hverri og má bú-
ast við að fjöldinn margfaldist á
meðan á mótinu stendur.
Ísland kynnt á
Signubökkum
Fjallkonan í fararbroddi 17. júní
Morgunblaðið/Golli
EM í knattspyrnu Stuðningsmenn-
irnir verða í stóru hlutverki.
ÚR BÆJARLÍFINU
Skapti Hallgrímsson
Akureyri
Frambjóðendur til embættis for-
seta Íslands hafa verið á ferð og
flugi undanfarið. Guðni Th. Jóhann-
esson varð í gær fyrstur til að opna
kosningaskrifstofu á Akureyri.
Aflið, samtök gegn kynferðis- og
heimilisofbeldi, er flutt í gamalt og
glæsileg uppgert hús í Innbænum.
Húsið, Aðalstræti 14, er nefnt
Gamli spítali eða Gudmanns Minde.
Akureyrarbær og Aflið gengu í
vikunni frá samningi um samstarf
sem felur í sér aukinn stuðning
bæjarins með því að leggja til hús-
næðið en það sem Aflið hafði áður
til umráða var fyrir löngu orðið allt
of lítið.
Markmið samningsins er að efla
þjónustu við þolendur heimilis- og
kynferðisofbeldis og aðstandendur
þeirra og auka samstarf þeirra sem
vinna með fólki sem glímir við
afeiðingar þess. Þá á að efla for-
varnir og samstarf þeirra sem
vinna að forvarnarstarfi innan
málaflokkanna, sérstaklega gagn-
vart börnum.
Eiríkur Björn Björgvinsson
bæjarstjóri segir Aflið hafa unnið
ómetanlegt starf í samfélaginu og
langt út fyrir sveitarfélagið. „Það er
mikilvægt fyrir Akureyrarbæ að geta
aðstoðað þennan öfluga hóp kvenna,
sem stendur að baki starfinu,“ segir
Eiríkur. Hann sagði óskastöðuna þá
að starfsemi Aflsins yrði óþörf og
samtökin þyrftu enga aðstöðu, en því
væri því miður ekki að heilsa.
Sigrún Finnsdóttir, formaður
Aflsins, segir tímamótin sérstaklega
mikilvæg og geri samtökunum kleift
að auka og þróa þjónustuna enn frek-
ar við þolendur heimilis- og kyn-
ferðisofbeldis. „Mjög ánægjulegt er
að finna fyrir auknum stuðningi og
skilningi í samfélaginu og þeirri vit-
undarvakningu sem skilar sér í því
að fleiri sækja sér hjálp, sem enga
fengu áður,“ segir Sigrún.
Sjómannadagurinn er á
sunnudaginn og af því tilefni verður
haldin fjölbreytt hátíð á Akureyri.
Sjómannamessur verða í Akureyr-
ar- og Glerárkirkju og hátíðardag-
skrá fyrir unga sem aldna við Hof,
þar sem m.a. koma fram bræðurnir
og söngvararnir Friðrik Dór og Jón
Jónsson. Í boði verður að sigla með
Húna, Ambassador og Hafsúlunni
frá Torfunefsbryggju að Sandgerð-
isbót og til baka í fylgd smábáta.
Gunnar Þórðarson og Magnús
Kjartansson, meðlimir Trúbrots
þegar hljómsveitin var og hét, léku
öll bestu lög hennar ásamt öðrum
framúrskarandi listamönnum um
síðustu helgi á Græna hattinum við
mjög góðan orðstír. Hugur fjöldans
reikaði mörg ár aftur í tímann og
greinilegt að tónleikarnir voru mikil
upplifun, enda ekki á hverjum degi
sem meistaraverkið Lifun og annað
góðgæti úr safni Trúbrots er í boði í
lifandi flutningi. Með félögunum á
sviðinu var m.a. hljómsveitin Mezzo-
forte eins og hún lagði sig
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Upp-Lifun Gömlu Trúbrotsfélagarnir og meðreiðarsveinar þeirra fóru á kostum. Frá vinstri: Eyþór Gunnarsson,
Magnús Kjartansson, Jóhann Ásmundsson, Friðrik Karlsson, Stefanía Svavarsdóttir og Gunnar Þórðarson.
Aflið í nýtt, gamalt húsnæði
Morgunblaðið/Skapti
Afl Sigrún Finnsdóttir, formaður
Aflsins, og Eiríkur Björn Björg-
vinsson, bæjarstjóri á Akureyri.
Árni Grétar Finnsson
agf@mbl.is
Stofnun Flugþróunarsjóðs með það
að markmiði að koma á reglulegu
millilandaflugi um aðra flugvelli en
Keflavík er lyftistöng fyrir ferða-
þjónustuna á Norðurlandi, en stjórn
sjóðsins tók til starfa í síðustu viku.
Þetta segir Arnheiður Jóhannsdótt-
ir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu
Norðurlands, sem hefur yfirumsjón
með Flugklasanum Air66N sem er
samstarfsverkefni fyrirtækja í
ferðaþjónustu á Norðurlandi, sveit-
arfélaga, stofnana og annarra hags-
munaaðila.
Klasinn vinnur að markaðssetn-
ingu og kynningu Akureyrarflug-
vallar sem nýs áfangastaðar fyrir
millilandaflug árið um kring. Alls
eru það 10 sveitarfélög sem styrkja
verkefnið og flest þeirra hafa gert
þriggja ára samning sem rennur út í
árslok 2017. „Einhver sveitarfélög
voru með eins árs samning en sam-
þykktu nýlega að framlengja, til
dæmis Skagafjörður. Þetta er góður
stuðningur og það hefur verið mikil
áhersla hjá sveitarfélögunum að ná
þessu í gegn,“ segir Arnheiður.
Þarf að efla Akureyrarflugvöll
Arnheiður segir vinnu flugklasans
vera langhlaup en ekki spretthlaup.
„Þetta verkefni er sett upp til
margra ára og það má alveg gera ráð
fyrir að það taki 5-10 ár að ná flug-
félagi hingað, alveg eins og með aðra
velli úti í heimi,“ segir Arnheiður.
Hún bendir á að ýmsu sé ábótavant í
öryggismálum á Akureyrarflugvelli
sökum fjármagnsskorts. „Nú þegar
Keflavíkurflugvöllur er orðinn svona
mikið nýttur er Akureyrarflugvöllur
á sama tíma ekki í stakk búinn til að
sinna hlutverki sínu sem varavöllur.
Ef margar flugvélar þyrftu að lenda
þar kæmi strax upp vandamál. Þetta
er eitt af þeim málum sem koma upp
hjá klasanum í þeirri vinnu sem snýr
að millilandaflugi þannig að völlur-
inn sé tilbúinn. Við hjá klasanum
höfum alltaf sagt að völlurinn geti
tekið við þessu,“ bætir hún við.
Hún segir að tilkoma Flugþróun-
arsjóðs skipti miklu í þessari vinnu
og hún finni aukinn áhuga Íslend-
inga á að bæta dreifingu ferðamanna
með því að fá millilandaflug á aðra
staði. „Þetta er allt að koma. Flug-
klasinn er lausn á mörgum vanda-
málum sem eru efst í baugi í ferða-
þjónustunni núna,“ segir Arnheiður.
Flugklasinn eflir
ferðaþjónustuna
Bjartsýn á að Akureyrarflugvöllur
taki við millilandaflugi á næstu árum
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Akureyri Arnheiður telur að efla
þurfi Akureyrarflugvöll sem fyrst.
Flugklasinn AirN66
» Flugklasinn Air 66N er sam-
starfsverkefni fyrirtækja í
ferðaþjónustu, sveitarfélaga,
stofnana og annarra hags-
munaaðila á Norðurlandi.
» Flugþróunarsjóður var sett-
ur á fót fyrr á þessu ári, en
stjórn sjóðsins tók til starfa í
síðustu viku.
» Störf sjóðsins skipta miklu
máli fyrir flugklasann og ferða-
þjónustu á Norðurlandi.