Morgunblaðið - 02.06.2016, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 2016
VÍKURVAGNAR EHF.
Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík
Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is
Setjum undir á staðnum
Dráttarbeisli
undir flestar tegundir bíla
Opið 09-23 | Laugavegi 12 | 101 Rvk. | Sími 551 5979 | lebistro.is
Moules Frites
Bière
Bláskel með frönskum
og bjór
3490,-
alla fimmtudaga
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Forsætisráðherra Íraks, Haider al-
Abadi, sagði í gær að her landsins
hefði þurft að gera hlé á árásum sín-
um á vígamenn samtakanna Ríkis ísl-
ams í miðborg Fallujah vegna hættu á
mannfalli meðal íbúanna. Talið er að
um 50.000 íbúar séu enn í borginni og
eru að minnsta kosti 20.000 þeirra
börn, að sögn Barnahjálpar Samein-
uðu þjóðanna, UNICEF.
Fulltrúi UNICEF í Írak, Peter
Hawkins, sagði í gær að mörg
barnanna ættu á hættu að vígamenn
Ríkis íslams neyddu þau til að berjast
með þeim gegn stjórnarhernum.
Neyðarástand í borginni
Aðeins nokkur hundruð fjölskyldna
hafa komist frá Fallujah frá því að
herinn hóf sókn sína að borginni 22.
maí. Haft er eftir fólki sem hefur
sloppið þaðan að mikill skortur sé á
matvælum, hreinu drykkjarvatni og
lyfjum. Engin hjálpargögn hafa borist
til Fallujah frá því í september í fyrra
og íbúarnir hafa lifað á döðlum, dýra-
fóðri og óhreinu vatni úr Efrat-fljóti.
Rafmagnslaust hefur verið þar í rúm
þrjú ár. Embættismenn Sameinuðu
þjóðanna segja að vígamenn Ríkis ísl-
ams noti hundruð fjölskyldna í borg-
inni sem skildi af holdi og blóði til að
verjast árásum stjórnarhersins.
Fallujah er næstfjölmennasta borg-
in á valdi Ríkis íslams í Írak, á eftir
Mosul í norðanverðu landinu. Víga-
menn samtakanna hafa veitt harðari
mótspyrnu í Fallujah en í þeim bæjum
sem stjórnarherinn hefur náð á sitt
vald á síðustu mánuðum. Þeir hafa
notað Fallujah til að undirbúa
sprengjutilræði í Bagdad og hermt er
að þeir telji borgina svo mikilvæga að
þeir séu tilbúnir að fórna lífi sínu til að
reyna að verja hana.
Alls búa um 592.000 manns í um-
setnum borgum og bæjum í Sýrlandi,
að sögn Sameinuðu þjóðanna. Um
fjórar milljónir til viðbótar lifa á svæð-
um sem erfitt er að veita neyðar-
aðstoð.
Um 20.000 börn í hættu
vegna átakanna í Fallujah
Vígamenn Ríkis íslams nota íbúa borgarinnar sem skildi af holdi og blóði
AFP
Barni bjargað Björgunarmenn flytja smábarn úr rústum byggingar sem eyðilagðist í loftárás Rússa á borgina Idlib.
Lengstu járnbrautargöng í heim-
inum voru opnuð formlega í Sviss
í gær, nær sjö áratugum eftir að
fyrstu teikningarnar af þeim voru
lagðar fram. Göngin eru 57,4 kíló-
metra löng, liggja undir Alpana í
Sviss og segja þarlend stjórnvöld
þau valda byltingu í lestasam-
göngum milli Norður- og Suður-
Evrópu.
Svissneski verkfræðingurinn
Carl Eduard Gruner lagði fram
fyrstu teikningarnar af göngunum
árið 1947 en ýmsar hindranir, m.a.
vandkvæði á fjármögnun þeirra,
urðu til þess að framkvæmdirnar
hófust ekki fyrr en árið 1999.
Framkvæmdirnar stóðu í sautján
ár og kostuðu rúmlega 12 millj-
arða svissneskra franka, jafnvirði
1.515 milljarða króna. Að sögn
fréttaveitunnar AFP var notuð
410 metra löng vél sem boraði
göngin, flutti jarðveg í burtu og
setti upp forsteypta veggi þeirra.
Meira en 28 milljónir tonna af
jarðvegi voru fluttar í burtu og
125 manns unnu við framkvæmd-
irnar á þrískiptum vöktum. Níu
manns létu lífið í göngunum, að
sögn BBC.
Göngin eru um það bil 3,5 km
lengri en næststærstu járn-
brautargöng heimsins, Seikan-
göngin í Japan, sem eru 53,9 km
löng. Ermarsundsgöngin eru þau
þriðju stærstu, 50,5 km löng.
Fljótari, öruggari, ódýrari
Gert er ráð fyrir því að 260
flutningalestir og 65 farþegalestir
fari um göngin dag hvern. Ferða-
tími lesta milli Zürich og Mílanó
styttist um klukkustund og verður
um tvær stundir og 40 mínútur.
Flutningarnir um göngin verða
fljótari, öruggari og ódýrari og
gert er ráð fyrir því að um göngin
fari vörur sem hafa verið fluttar
með flutningabílum í um milljón
ferða á ári. bogi@mbl.is
Lengstu járnbrautargöng í heiminum: 57,4 km löng
Opnuð fyrir umferð í desember næstkomandi
Erstfeld
Erstfeld
Hæð
460 m
Hæð
549 m
Aðkomugöng,
loftræstileiðslur
Aðkomugöng
Hæð
312 m
Airolo
Göschenen
BiascaBodio
Bodio
Eldri
járnbrautEldri göng
Ný
göng
Gotthard-jarðgöngin
Heimild: Svissneska lestafyrirtækið SBB
Mílanó50 km ÍTALÍA
FRAKKLAND
SV ISS
ÞÝSKALAND
AUSTURRÍKILIE.
Genf
Zürich
Freiburg
Basel
Lengstu járnbrautar-
göng heimsins opnuð
Sögð valda byltingu í lestasamgöngum um Alpana
Franskir rannsóknarmenn stað-
festu í gær að frönsk flugvél hefði
greint merki frá flugrita farþega-
þotu EgyptAir sem hrapaði í Mið-
jarðarhaf 19. maí. Gert er ráð fyrir
því að leitarskip með fjarstýrðum
köfunarróbóta, sem getur farið nið-
ur í 3.000 metra dýpi, komi á svæð-
ið í næstu viku.
Ekki er vitað hvað olli því að far-
þegaþotan hrapaði í Miðjarðarhaf,
en ef flugritinn finnst getur hann
veitt mikilvægar vísbendingar um
orsökina. Rannsóknarmenn hafa
ekki útilokað þann möguleika að
hryðjuverkamenn hafi grandað
þotunni en einnig er talið mögulegt
að þotan hafi farist vegna bilunar
eða mistaka flugmanna.
Leitarmenn hafa fundið brak úr
þotunni og leifar af farangri auk
fatnaðar en flak hennar hefur ekki
enn fundist.
66 manns voru í þotunni, þar af
56 farþegar, þegar hún hrapaði á
leiðinni frá París til Kaíró.
Frakkland
AFP
Sorg Starfsmenn EgyptAir í Kaíró
minnast þeirra sem saknað er.
Greindi merki
frá flugrita