Morgunblaðið - 02.06.2016, Side 17

Morgunblaðið - 02.06.2016, Side 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 2016 Glundroði var í lestasamgöngum í Frakklandi í gær, aðeins níu dögum áður en Evrópumótið í fótbolta hefst þar. Um helmingi af öllum lestaferð- um í landinu var aflýst vegna átt- unda verkfalls starfsmanna lesta- fyrirtækisins SNCF á þremur mánuðum. Stéttarfélag þeirra segir að í þetta sinn ljúki verkfallinu ekki fyrr en fyrirtækið verði við kröfum þeirra um launahækkanir og bætt vinnuskilyrði. Ástandið í samgöngumálum í Frakklandi gæti versnað áður en Evrópumótið hefst 10. júní. Starfs- menn jarðlesta í París ætla að hefja verkfall í dag og flugmenn Air France hafa hótað langvinnu verk- falli á næstu vikum, að sögn frétta- veitunnar AFP. Glundroði í lesta- samgöngum Frakka  Ástandið gæti versnað fyrir EM AFP Verkfall Farþegi á brautarpalli á lestastöðinni Gare de Lyon í París eftir að starfsmenn lesta lögðu niður vinnu. Brasilíska fótboltagoðið Pele hyggst selja muni sem tengjast glæstum ferli kappans á uppboði sem fer fram dagana 7.-9. júní. Á meðal hlutanna sem verða seldir eru afsteypa af styttu sem hann tók við árið 1970 eftir að hann varð heimsmeistari í fótbolta með liði Brasilíu í þriðja skipti. Pele er markahæsti leikmaðurinn í sögu brasilíska landsliðsins og eini maðurinn sem hefur verið þrisvar í sigurliði heimsmeistaramóts karla í fótbolta. Í beinni útsendingu á netinu Pele segist hafa gefið Santos- borg stóran hluta af safni sínu en hafa ákveðið að gefa einnig aðdá- endum sínum og söfnurum færi á að eignast muni sem tengjast sögu hans. Hann hyggst gefa stærsta barnasjúkrahúsi Brasilíu hluta af ágóðanum af uppboðinu, sem fer fram á vegum Julien’s Auction House í Lundúnum. Uppboðið verð- ur sýnt í beinni útsendingu á netinu til að fólk úti um allan heim geti tek- ið þátt í því. Alls verða seldir meira en 2.000 munir og varlega áætlað er talið að þeir verði slegnir á alls 5,1 milljón Bandaríkjadala, jafnvirði tæpra 640 milljóna króna. Gert er ráð fyrir að afsteypan af HM-styttunni verði seld á 600.000 dollara, jafnvirði 75 milljóna króna. Á meðal annarra muna sem verða til sölu eru gullpen- ingar sem Pele fékk fyrir heims- meistaratitilinn og talið er að hver þeirra verði seldur á 200.000 doll- ara, eða 25 milljónir króna. Á meðal annarra hluta sem verða seldir eru búningur sem Pele notaði þegar hann lék með liði Santos og skór sem hann notaði í kvikmynd- inni Escape to Victory árið 1981. bogi@mbl.is AFP Eftirsóttur gripur Pele kyssir HM-styttu á heimsmeistaramótinu í Þýska- landi árið 2006. Með honum er þýski fótboltakappinn Franz Beckenbauer. Pele-munir seldir á uppboði  Metnir á alls 640 milljónir króna Hræ fjörutíu tígrisdýrahvolpa fundust í Búdda-hofi í Taílandi þegar yfirvöld voru að flytja tugi tígrisdýra af svæðinu. Munkarnir sem reka hofið hafa lengi verið sakaðir um dýraníð og var dóms- úrskurður fenginn svo að flytja mætti dýrin af svæðinu. Munk- arnir hafa ætíð neitað ásökunun- um. Aðgerðin er gríðarlega um- fangsmikil og tekur viku. Hofið er vinsæll viðkomustaður ferða- manna. Þar geta gestir fengið að gefa dýrunum að éta og tekið af þeim myndir. Hins vegar hafa myndirnar oft sýnt illa meðferð starfsmanna á dýrunum. „Það hefur haft einhverja þýð- ingu fyrir þá að geyma hræin,“ segir Adisorn Nuchdamrong hjá þjóðgarðastofnun Taílands við Reuters-fréttastofuna. „En ég get ekki ímyndað mér hvers vegna þeir gerðu það.“ Einnig fundust líkamsleifar annarra dýra í frystigeymslum í hofinu. Hundrað þrjátíu og sjö tígrisdýr voru í hofinu og hafa 40 þeirra nú verið flutt frá því. Taíland Fundu 40 dauða tígrishvolpa AFP Dýrum bjargað Eitt tígrisdýranna sem voru flutt af lóð Búdda-hofsins. Bankastræti 6 – sími 551 8588 – gullbudin.is Úradagar 20% afsláttur af öllum úrum 28. maí - 4. júní Z-Brautir og gluggatjöld Faxafeni 14 - 108 Reykjavík - S. 525 8200 - z.is - mán-föst 10-18 - lau 11-15 Mikið úrval af fallegum púðum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.