Morgunblaðið - 02.06.2016, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 02.06.2016, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 2016 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Einn afframbjóð-endum til forseta í Banda- ríkjunum, Donald Trump, hefur haft það fyrir sið að ráðast oft og reglulega á fjölmiðla og fjöl- miðlamenn þar í landi. Þegar þeir fjalla um hann með gagn- rýnum hætti svarar hann helst ekki efnislega heldur hjólar í þá af offorsi og kallar þá ónefnum. Nýjasta dæmið er af um- fjöllun þeirra um að sú upp- hæð sem hann hafði nefnt að rynni til fyrrverandi her- manna eftir fjáröflunarfund sem hann hélt hefði ekki skil- að sér. Hann svaraði þessu með því að halda blaðamanna- fund þar sem hann jós úr skálum reiði sinnar og kallaði blaðamenn aumingja. Að- spurður sagðist hann ekki eiga við alla sem á staðnum væru, en marga þeirra. Þessi baráttuaðferð hefur því miður dugað Trump vel. Hann er þegar búinn að vinna slaginn hjá Repúblikönum og samkvæmt mælingum er ekki loku fyrir það skotið að hann fari alla leið í Hvíta húsið. Hér á landi hefur það ekki tíðkast að forsetaframbjóð- endur veitist að fjölmiðlum. Þeir virðast hafa litið svo á að umfjöllun fjölmiðla, líka gagnrýnin umfjöllun, sé hluti af þeirri umræðu sem nauð- synleg sé fyrir kosningar. Án hennar séu kjósendur sviknir um upplýsingar. Nú hefur þetta breyst. Í gær gerðist það að einn forsetaframbjóðandinn, Guðni Th. Jóhannesson, veitt- ist að Morgunblaðinu í fyrir- lestri sem hann hélt. Fyrir- lesturinn fjallaði um þorskastríðin, en Guðni telur sig þurfa að rétta hlut sinn í þeirri umræðu eftir að á það hefur verið bent að hann hafi á liðnum árum talað niður af- rek Íslendinga og árangur í þorskastríðunum. Í fyrirlestrinum, sem hald- inn var á vegum Háskóla Ís- lands, tók Guðni upp á því að svara Staksteinum Morgun- blaðsins og halda því fram að þar hefði hann verið hafður fyrir rangri sök. Þar var þó aðeins verið að benda á að hann hefði sagt ósatt í viðtali hjá Birni Inga Hrafnssyni þar sem hann harðneitaði því að hafa talað um að fávís lýður- inn hefði komið sér upp röng- um minningum. Og hann neit- aði því ekki í eitt skipti að hafa notað þessi orð, hann ítrekaði það í þrígang að það væri ósatt að hann hefði sagt þetta. Þeir sem hafa hlustað á fyr- irlestur sem hann flutti fyrir þremur árum og er á vefn- um vita hins vegar að hann sagði þetta. En það var ekki aðeins að hann færi að þrasa við Stak- steina um staðreyndir sem fyrir liggja, hann kaus líka að ráðast á Morgunblaðið fyrir að hafa ekki fjallað um að fjörutíu ár eru liðin frá lokum þorskastríðanna. „Öðruvísi mér áður brá,“ sagði fram- bjóðandinn hneykslaður á því að um þetta hefði ekki verið fjallað. Nú er það raunar svo að Morgunblaðið hefur sagt frá því að um þessar mundir eru fjörutíu ár frá lokum þorska- stríðanna, en það er ekki meginatriðið, heldur hitt að forsetaframbjóðandi skuli telja sér sæmandi að veitast með slíkum hætti að fjölmiðli. Ætlar hann að taka aðra fjöl- miðla sömu tökum og finna að því fram að kosningum að þeir skuli ekki hafa fjallað um þessi tímamót eða önnur? Eða er það aðeins sá fjölmiðill sem leyfir sér að gagnrýna frambjóðandann sem fær yfir sig gusurnar? Og verður sami háttur hafður á komist Guðni alla leið á Bessastaði? Fá þeir fjölmiðlar sem þá munu hugs- anlega leyfa sér að gagnrýna forsetann eða forsetaemb- ættið fá að kenna á reiði for- setans? Það getur orðið sér- kennileg staða, jafnt fyrir forsetann sem fjölmiðlana. Annað er einnig umhugs- unarvert við fyrrnefndan fyr- irlestur, en það er að hann var eins og áður sagði haldinn á vegum Háskóla Íslands, nán- ar tiltekið á vegum Sagn- fræðistofnunar Háskóla Ís- lands þar sem Guðni sjálfur situr í stjórn. Það hlýtur að vera eins- dæmi, rétt eins og árásir for- setaframbjóðandans á fjöl- miðil, að Háskóli Íslands skuli láta blanda sér í kosningabar- áttu um forsetaembættið. Há- skólinn á að vera hlutlaus vettvangur til kennslu og vís- indastarfa en ekki vettvangur fyrir útvalda frambjóðendur að koma sér á framfæri. Jafn- vel þó að frambjóðandinn hefði haldið eigin kosninga- baráttu utan við fyrirlest- urinn hefði þetta verið óvið- eigandi. Þegar fyrirlesturinn er hins vegar notaður – eða öllu heldur misnotaður – í þágu framboðsins, er augljóst að mikil mistök hafa verið gerð. Háskólann á ekki að misnota í kosningabaráttu} Árásir á fjölmiðla V öntunin á salernisaðstöðu fyrir ferðamenn er vandlega kortlögð í nýrri skýrslu frá Stjórnstöð ferðamála, sem var stofnuð síð- asta haust og fær 65 milljónir króna á ári. Það ætti í sjálfu sér að vera nóg fyrir nokkrum kömrum ef mér reiknast rétt til. Niðurstöðurnar eru byggðar á samtölum við fólk í ferðaþjónustu þar sem saurslóðin við vinsælustu náttúruperlur landsins virð- ist ekki hafa gefið þörfina nægilega til kynna. Gott og vel. Hér eru komnar niður- stöður til að byggja á. Vinnunni er þó ekki lokið. Næst verður ráðist í þarfagreiningu og kostnaðarmat og verður niðurstöðu skil- að úr þeim áfanga síðar. Þá verður loks hægt að ráðst í nauðsynlega uppbyggingu þar sem þörfin er mest. Niðurstaðan úr fyrri hluta vinnunnar blasir að minnsta kosti skýrt við, líkt og notaður klósettpappír í fagurgrænni náttúru Íslands: salernisaðstaðan við helstu ferðamannastaði landsins er mjög fátækleg og sumstaðar hreinlega ekki til staðar. Þar sem hún er til staðar er hún lokuð utan hefðbundins afgreiðslutíma. Gert er ráð fyrir um einni og hálfri milljón ferða- manna á þessu ári. Þetta er fimmfaldur fjöldi þeirra sem búsettir eru á Íslandi og að teknu tilliti til dval- artíma jafngildir þetta því að hér á landi séu tæplega þrjátíu þúsund ferðamenn á degi hverjum. Einhvers staðar las ég að um þrír af hverjum fjór- um ferðamönnum sem hingað koma á sumrin fari Gullna hringinn. Í nýju skýrslunni kemur til dæmis fram að sal- ernisaðstaða þar sé einfaldlega ekki í lagi. Enda bárust tíðar fréttir af „mígandi og skítandi ferðamönnum“ á því svæði á síð- asta ári. Samkvæmt framangreindri tölfræði má kannski gera ráð fyrir að um 1,2 milljónir ferðamanna fari Gullna hringinn á þessu ári. Eins má líklega gera ráð fyrir að þessir sömu ferðamenn þurfi að létta á sér á leiðinni. Þar sem salernisaðstæður hafa ekki verið bættar má að sama skapi gera ráð fyrir að stór hluti þeirra muni gera það utandyra. Án þess að hafa unnið skýrslu sem byggð er á samtölum við fólk í ferðaþjónustu er sennilega líka hægt að áætla að þetta sé ekki gott og að fleiri klósett séu nauðsynleg á þessu svæði sem og á öðrum jafn fjölsóttum. Vissulega er gott að ráðast ekki í breytingar og endurbætur umhugsunarlaust. Hins vegar er um- hugsunarfrestur stjórnvalda orðinn nokkuð langur og gætu einhverjir sagt hann vera löngu liðinn. Rökrétt byrjunarskref væri að hætta að verja almannafé í fleiri skýrslur, greiningar og vinnuhópa og taka ákvörðun. Ferðamannaþarfirnar í mosanum hljóta að teljast ágætis þarfagreining. Sunna Sæmundsdóttir Pistill Þarfagreining liggur í þörfunum STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Við erum að missa margt afþessu unga fólki sem villfara í uppgrip á sumrin,“segir Haraldur Teitsson, framkvæmdastjóri Teits Jónassonar ehf., og vísar í máli sínu til þess að talsverður skortur sé nú á rútubíl- stjórum hér á landi og hefur fyrir- tækjum því gengið misvel að ráða nýja bílstjóra til vinnu. Að sögn Haraldar er það einkum fernt sem veldur því að erfitt er að fá nýja bílstjóra til starfa, þ.e. að rétt- indaaldur fyrir hópbifreið er nú 23 ár, en var áður 20 ár líkt og á leigu- bifreið, strangar reglur þegar kemur að hvíldartíma bílstjóra, hár kostn- aður í tengslum við meirapróf og kröfur um endurmenntun bílstjóra á 5 ára fresti með tilheyrandi útgjöld- um. „Þetta er alveg ofsalegt reglu- verk og margir hreinlega nenna þessu ekki þó að laun rútubílstjóra séu alveg ágæt,“ segir hann. Á eftirlaunum í meirapróf Morgunblaðið hefur heimildir fyrir því að rútufyrirtæki séu nú mörg farin að ráða til sín eldri öku- menn en áður, sumir þeirra um og yf- ir sjötugt, vegna skorts á rútubíl- stjórum. „Hingað eru að koma menn í meirapróf sem komnir eru á eftirlaun og hafa ekkert ekið stórum bíl. Þeir taka bara rútupróf, sem er það lang- erfiðasta próf sem hægt er að velja sér, og fara svo að vinna við að keyra. Þetta er stórhættulegt,“ segir reynd- ur ökukennari á höfuðborgarsvæðinu í samtali við blaðamann. „Á sama tíma og þetta viðgengst þurfa leigubílstjórar að hætta störf- um eða gangast undir strangt próf og læknisskoðun áður en þeir verða 71 árs. Hér er í gangi mikið ósamræmi,“ segir hann og bendir á að einnig séu nokkur dæmi þess að menntaðir flug- menn, sem sökum aldurs síns mega ekki stunda atvinnuflug lengur, séu farnir að keyra rútubíla. Greint var frá því í vor að hópur útlendinga væri væntanlegur hingað til lands til þess að keyra strætis- vagna, en það er gert til að bregðast við skorti á meiraprófsbílstjórum. Jó- hannes Rúnarsson, framkvæmda- stjóri Strætó bs., segir að um sé að ræða alls 15 einstaklinga og að sumir þeirra séu byrjaðir að keyra um göt- ur borgarinnar. „Það er verulegur skortur á at- vinnubílstjórum hér og sú er yfirleitt raunin allt árið. En með því að taka þessa 15 inn í sumar þá erum við í þokkalegum málum.“ Aðspurður segir Jóhannes er- lendu starfsmennina hafa reynst fyr- irtækinu vel til þessa. „Fyrsti hóp- urinn er farinn að keyra og hinir tveir eru í þjálfun. Það hefur ekkert stór- vægilegt komið upp á.“ Spurður hvort hann viti dæmi þess að eftirlaunaþegar séu farnir að keyra rútubíla kveður Jóhannes já við. „Ég þekki nokkra vini foreldra minna sem eru löngu hættir að vinna og farnir að keyra.“ Sleppa þokkalega í ár Tyrfingur Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri og einn eigenda Guð- mundar Tyrfingssonar ehf., segir það hafa gengið ágætlega að fá bílstjóra fyrir sumarið, en erfitt sé að finna fólk í flest störf. „Við virðumst sleppa þokkalega vel, en það er verið að vinna í því að skoða hvað við þurfum marga og hver staðan er. Þetta er oft svolítið föndur,“ segir hann. Bílstjórar rútubíla sumir á eftirlaunum Morgunblaðið/Styrmir Kári Rútubílar Talsverður skortur er nú á rútubílstjórum hér á landi og hefur fyrirtækjum því gengið misvel að ráða bílstjóra til vinnu að undanförnu. Haraldur Teitsson, fram- kvæmdastjóri Teits Jónassonar ehf., segir þjóðvegi og fjöl- sótta ferðamannastaði vera að gefa sig undan miklu álagi. „Allir innviðir eru ónýtir, vegirnir og bílastæðamál. Það eru slysahættur alls staðar,“ segir hann í samtali við Morg- unblaðið og heldur áfram: „Vegagerðin reynir að gera sitt besta en hefur mjög takmark- að fjármagn og því eru vegirnir að gefa sig.“ Sem dæmi um þetta nefnir Haraldur ökuleiðina að Gull- fossi og Geysi. „Vegurinn frá Selfossi og upp að Geysi er stórhættulegur,“ segir hann og nefnir í því samhengi brothol- ur í malbiki og lít- ið svig- rúm sökum skorts á veg- öxl. „Allir innviðir eru ónýtir“ VEGAKERFIÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.