Morgunblaðið - 02.06.2016, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 02.06.2016, Qupperneq 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 2016 Fríða Björk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Prologus, er fimm-tug í dag. Hún stofnaði fyrirtækið ásamt eiginmanni sínum,Guðmundi Einarssyni, árið 1997, en hann lést árið 2010. „Ég tók við rekstri fyrirtækisins eftir að hafa starfað í fjármála- ráðuneytinu og verið með Prologus á eldhúsborðinu í 15 ár. Við í Prologus hönnum og framleiðum húsgögn fyrir fyrirtæki, stofnanir og heimili, öll framleiðslan er íslensk. Fyrirtækið byggir á hönnun Guðmundar ásamt nýjum hönnuðum sem starfa fyrir okkur, hönn- unin er klassísk og tímalaus þar sem einfaldleikinn er í fyrirrúmi. Fjölbreytileikinn felst í því að leika okkur með efnivið og færa hús- gögnin í nýjan búning, ég er mikil áhugamanneskja um hönnun og hef yndi af því að sjá hugmyndir verða að veruleika. Fyrirtækið er einnig með ítalskar vörur frá Moving sem eru framleiddar þar.“ Fríða Björk er frá Eyrarbakka og á tvö börn, Þórhildi Bryndísi, 17 ára, og Einar Hafstein, 9 ára, og stjúpdóttir hennar er Kristjana Mar- grét, 24 ára. Unnusti hennar er Kristján Helgason. „Ég reyni að eyða sem mestum tíma með þeim og við eigum lítið sumarhús í Eilífsdal í Kjósinni þar sem ég eyði mörgum af frístundum mínum, m.a. í að rækta garðinn, útivist og afslöppun. Ekki stendur til að gera neitt í tilefni afmælisins núna en vonandi gefst tækifæri til þess að gera eitthvað skemmtilegt í haust með mín- um nánustu.“ Börnin og Fríða Björk Mæðgurnar í Bláa lóninu í tilefni af 17 ára af- mæli Þórhildar Bryndísar og á innfelldu myndinni er Einar Hafsteinn. Íslensk húsgagna- framleiðsla frá a til ö Fríða Björk Einarsdóttir er fimmtug í dag G uðrún fæddist í Reykja- vík 2.6. 1941 og ólst upp í Skólastrætinu fyrir of- an Bernhöftstorfuna: „Ég fæddist í steinhús- inu sem er númer þrjú við Skóla- stræti, en ólst upp frá sjö ára aldri í gamla timburhúsinu sem er númer eitt. Þetta voru dæmigerð ættaróðöl móðurfólks míns. María, langamma mín, missti mann sinn frá fimm börnum og seldi kostgöngurum mat í Skólastræti eitt, en mjög margir niðjar hennar bjuggu í þessum tveimur húsum um langt skeið.“ Guðrún lauk stúdentsprófi frá VÍ 1961, embættisprófi í læknisfræði frá HÍ 1968 og er sérfræðingur í veirufræði frá 1978. Guðrún var við nám og störf sem læknir og háskólakennari í London, Englandi 1970-81, auk þess sem hún stundaði þar rannsóknir. Hún var sérfræðingur í veirufræði við Til- raunastöð Háskóla Íslands í meina- fræði á Keldum 1981-83 og í hluta- starfi þar frá 1992-2004, alþingismaður fyrir Samtök um kvennalista 1983-91, var forstjóri Krabbameinsfélags Íslands frá 1992-2010 og yfirlæknir Neyðar- móttöku vegna nauðgunar, Land- spítalanum í Fossvogi 1993-2004. Guðrún var í framboði til forseta Ís- lands 1996. Hún hefur setið í fjöl- mörgum ráðum og nefndum, m.a. er varða rannsóknir og heilbrigðismál og var sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu 2001. Guðrún hefur alltaf haft nóg að gera. En hefur það breyst eftir að hún hætti að vinna? Guðrún Agnarsdóttir, fyrrv. yfirlæknir og alþk. – 75 ára Myndarlegur hópur Guðrún og Helgi með börnunum sínum, barnabörnunum og tengdabörnum árið 2008. Síðan þá hafa bæst unnustur og unnustar í hópinn, yngsti ömmustrákurinn og fyrsta langömmubarnið. Yndislegt líf og hver dagur nýtt ævintýri Agnar Guðmundur Hann var ekki kominn til sögunnar þegar fjöl- skyldumyndin var tekin en er dug- legur að hjálpa ömmu í garðinum. Sara Ósk Benediktsdóttir, Sunneva Dís Freysdóttir og Sandra Sól Benedikts- dóttir héldu tombólu á Akranesi og söfnuðu 2.025 fyrir Rauða krossinn. Hlutavelta Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Þarftu að framkvæma? Við eigum pallana fyrir þig Kvarnatengi fyrir zetur og sakkaborð Nýt t Stærðir eru: 12 S, 15 S, 18 S, 20 S, 25 S og 12 B, 15 B, 18 B, 20 B, 25 B www.kvarnir.is 20 ÁRA 1996 2016 Kvarnir/Brimrás/Pallar ehf | Álfhellu 9 | 221 Hafnarfirði sími 564 6070 | kvarnir@kvarnir.is | www.kvarnir.is | www.pallar.is 70 kr. stk.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.