Morgunblaðið - 02.06.2016, Page 33
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 2016
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Leikarinn Darri Ingólfsson fer með
lítið hlutverk í kvikmyndinni Money
Monster sem Jodie Foster leikstýrir
og George Clooney og Julia Roberts
fara með aðalhlutverkin í. Í mynd-
inni segir af því er stjórnandi fjár-
málaþáttarins Money Monster, Lee
Gates (Clooney), er tekinn í gíslingu
í beinni útsendingu af ungum manni,
Kyle Budwell, sem tapaði aleigu
sinni eftir að hafa keypt hlutabréf
sem Lee mælti
með í þættinum.
Budwell er
leikinn af Jack
O’Connell, Ro-
berts fer með
hlutverk útsend-
ingarstjóra þátt-
arins og Darri
leikur íslenskan
tölvuhakkara
sem persónur
Clooney og Roberts leita aðstoðar
hjá. „Ég tala íslensku með stráki
sem lék á móti mér, Svavari Krist-
jánssyni sem býr í New York,“ segir
Darri.
Darri býr og starfar í Los Angeles
og segir hann að „casting director“
myndarinnar, þ.e. sá sem velur leik-
ara í prufur og metur þá, þekki hann
og hafi vitað hann væri Íslendingur.
Hann hafi haft samband við hann og
þannig hafi hann landað hlutverkinu.
Eftirlíking af hæð
í íslensku bárujárnshúsi
En hvernig var að starfa með Ósk-
arsverðlaunaleikkonunni og leik-
stjóranum Jodie Foster?
„Hún var rosalega almennileg,
auðvelt að vinna með henni. Við vor-
um að spjalla aðeins saman meðan
við vorum að bíða milli taka og það
var góð upplifun að vinna með henni.
Hún virkaði á mig sem öruggur leik-
stjóri, hefur náttúrlega verið í
bransanum lengi,“ segir Darri.
Tökurnar sem Darri lék í fóru
fram í myndveri í New York þar sem
búið var að smíða eftirlíkingu af efri
hæð íslensks bárujárnshúss. „Það
var þarna alls konar íslenskt nammi,
íslensk húsgögn og annað sem mað-
ur þekkir að heiman,“ segir Darri
kíminn.
Eitt ár eða þar um bil er liðið frá
tökunum og segir Darri að hann hafi
ekki hitt Clooney og Roberts. Þeir
Svavar hafi leikið saman í einu atriði
myndarinnar og þar af leiðandi ekki
hitt stjörnurnar.
Ánægður með kvikmyndina
-Liðkar það ekki fyrir, upp á fram-
tíðarverkefni þín, að hafa leikið í
þessari kvikmynd?
„Það er örugglega ekkert slæmt
að hafa leikið í kvikmynd fyrir Jodie
Foster og hvert verkefni sem maður
tekur að sér hjálpar til með fram-
haldið að einhverju leyti,“ svarar
Darri. Hann sá myndina í Los Ang-
eles og segist hafa haft gaman af
henni og verið ánægður með hana.
„Þetta er ekki stórt hlutverk sem ég
er með þannig að það var ekkert að
trufla mig mikið að ég væri í henni,
ég náði alveg að lifa mig inn í hana,“
segir Darri. Hann segist hafa verið
mikill áhugamaður um kvikmyndir
allt frá barnæsku og dreymt um að
leika í kvikmyndum, íslenskum sem
erlendum. Því sé hann eðlilega stolt-
ur af því að hafa fengið að leika í
þessari kvikmynd og fyrir þennan
þekkta leikstjóra.
Nokkur verkefni til skoðunar
Spurður að því hvað sé fram und-
an segir Darri að nokkur verkefni
séu á borðinu sem þurfi að skoða
betur. Hann geti lítið sagt um þau
þar sem í kvikmynda- og sjónvarps-
bransanum sé ekkert öruggt fyrr en
tökur séu búnar og afraksturinn
kominn á hvíta tjaldið eða sjónvarps-
skjáinn. „Ég er alltaf í prufum og
búinn að taka að mér sjónvarpsverk-
efni hér og þar og það heldur bara
áfram. Þess á milli nýt ég þess að
vera tveggja barna faðir og að búa
hérna úti og njóta lífsins,“ segir
hann.
Auk þess að fara með eitt af aðal-
hlutverkunum í Borgríki 2: Blóð
hraustra manna og Boðbera hefur
Darri leikið í ýmsum bandarískum
sjónvarpsþáttum, m.a. Dexter, Can-
vassing!, Last Resort, NCIS: Los
Angeles, Sequestered , Stalker,
Criminal Minds, Castle og NCIS:
New Orleans. Þá leikur hann í
bandarísku kvikmyndinni Slumber
sem frumsýnd verður á þessu ári.
Þess má að lokum geta að sýn-
ingar eru hafnar hér á landi á Money
Monster.
„Auðvelt að vinna með henni“
Darri Ingólfsson leikur íslenskan tölvuhakkara í nýrri kvikmynd Jodie Foster,
Money Monster „Hún var rosalega almennileg,“ segir Darri um leikstjórann
AFP
Í Cannes Jodie Foster frumsýndi nýjustu kvikmynd sína, Money Monster, á kvikmyndahátíðinni í Cannes 12. maí sl.
og sést hér að sýningu lokinni með stjörnum myndarinnar, Juliu Roberts og George Clooney.
Darri Ingólfsson
Fyrsta úthlutun úr Tónlistarferða-
sjóði Kex hostels fór fram í gær-
morgun á gistiheimilinu og var
einni milljón króna deilt á fimm
verkefni. Hæstan styrk hlaut Júní-
us Meyvant, 500.000 kr. fyrir tón-
leikaferð sína um Evrópu sem mun
kosta á sjöundu milljón króna.
Zhrine hlaut 150.000 kr. styrk
vegna mánaðarlangrar tónleika-
ferðar um Bandaríkin með hljóm-
sveitinni Ulcerate frá Nýja-Sjálandi
og Sísí Ey sömu upphæð vegna tón-
leika hljómsveitarinnar á Glaston-
bury í sumar. Gyða Valtýsdóttir
hlaut 100.000 kr. vegna tónleika-
ferðar um Evrópu, en í henni mun
hún bæði leika ein og með írska
tónlistarmanninum Damien Rice.
Þá hlaut Antimony 100.000 kr.
vegna tónleika á Citadel-hátíðinni
þar sem hún mun hita upp fyrir
Sigur Rós.
Tónlistarferðasjóður Kex hostels
var stofnaður í apríl síðastliðnum
og var opnað fyrir umsóknir í af-
mælisviku gistiheimilisins. Í til-
kynningu segir að sjóðurinn muni
hafa að leiðarljósi að styrkja ungt
tónlistarfólk til útrásar og styðja
við bakið á því í tónleikaferðum. 25
umsóknir bárust sjóðnum.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Evrópuferð Júníus Meyvant hlaut hálfa milljón í styrk vegna fyrirhugaðrar
tónleikaferðar um Evrópu. Hér sést hann á tónleikum á Airwaves í fyrra.
Júníus hlaut hálfa milljón
úr tónlistarferðasjóði Kex
Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • www.tonastodin.is
Japanskt
meistaraverk
Landsins mesta
úrval af píanóum
í öllum verð�lokkum.
Hjá okkur færðu
faglega þjónustu,
byggða á þekkingu
og áratuga reynslu.
WARCRAFT 5:30, 8, 10:30(P)
TMNT 2 5:30
TMNT 2 3D 8
MONEY MONSTER 5:30
X-MEN APOCALYPSE 3D 10:20
ANGRY BIRDS ÍSL.TAL 5:30
BAD NEIGHBORS 2 8
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
Miðasala og nánari upplýsingar
POWERSÝNING
KL. 22:30
Mistakasaga
mannkyns, sem
er á dagskrá
Listahátíðar í
Reykjavík í dag
í Gamla bíói,
fellur niður
vegna veikinda.
Allir miðar
verða endur-
greiddir. Upp-
lýsingar um
endurgreiðslu fást á skrifstofu
Listahátíðar í Reykjavík í síma
561 2444. Verkið er eftir þau Hall-
veigu Rúnarsdóttur, Erp Eyvind-
arson, Hilmar Örn Hilmarsson og
Bjarna Frímann Bjarnason.
Mistakasaga mann-
kyns fellur niður
Sýning í Gamla bíói
fellur niður.