Orð og tunga - 01.06.2007, Qupperneq 145
Veturliði G. Óskarsson: Um þýska forskeytið an-
135
• anstandsdama kv. 'kona sem gætir velsæmis ungrar stúlku'
(da. andstandsdame < anstá 'hæfa, sæma'; mlþ. anstan 'hæfa,
sæma'): „fólk, sem sæi okkur saman, myndi álykta, [... ] að
ég væri að ganga með kærustunni og Petrea væri anstands-
dama, til að hafa umsjón með, að skírlífi væri borgið" SvbEg-
Ferð II, 823
Um 1950:
• anstalta so. 'sinna verkum, hafa viðbúnað' (da. anstalte; sjá
anstalt, um 1750): „Hún vill helzt alltaf vera eitthvað að
anstalta úti við" ÞórlBTröllið, 76
• anstíga so. „koma anstígandi" 'koma askvaðandi' (da. komme
anstigende; þý. ansteigen): „þessar falssaklausu hænur, sem
leggja reyndar á rás, þegar tignin og skartið og mátturinn
koma anstígandi" GHagalKon, 104
Tiltölulega auðvelt er að finna fleiri dæmi um sum orðin, t.d. í bréfa-
söfnum og annálum síðari alda, en sem fyrr segir er anseelse eina nýja
orðið fyrir utan þau sem hér voru talin sem fannst í ritum sem skoðuð
voru af þessu tilefni.S * * 8
Þegar skráðum dæmum er skipt lauslega í flokka eftir textateg-
undum sést að rúmur þriðjungur er úr opinberum skjölum af ein-
hverju tagi og annað eins úr ýmsum fræðitextum.9 Um 10% eru úr
bréfum. Einungis örfá dæmi eru úr kveðskap (anslag 17. öld, 2 dæmi;
antaka 1841; antigna 17. öld, 2 dæmi) og þjóðsögum (anstaltir 1850, an-
tigna 1925). Þetta er athyglisvert því að sum an-orð voru án efa al-
þýðumál - og nokkrir rithöfundar á 20. öld notuðu einmitt slík orð
SRM hefur eitt dæmi um ansigt frá fyrri hluta 20. aldar: „Næst þegar ég hitti hann
ætla ég að vera búinn að fá mér Teleskop til að studera á honum ansigtið" (MagnStef-
Bréf, 104, Öm Arnarson skáld). Orðið er hér trúlega notað í hálfkæringi og gaman-
semi. - Rétt er að nefna orðin ansvar 'ábyrgð', ansvarsmaður, ansvarlegur, ansvarsfullur,
þar sem an- á sér norrænan uppruna, and-; en orðmyndir með an- eru vafalaust und-
ir dönskum áhrifum og seinni tvö orðin má telja tökuorð úr dönsku. (Sbr. andsvar,
andsvarsmaðr, ONR) - Eitt dæmi er í RM um orðið anmálsemi kv. 'tal, orðsemi' (e.t.v.
'ýtni'): „Friðrik hafði margsinnis beðið menn þeirra að líta til festarinnar, og urðu þeir
loks fyrtnir af hans anmálsemi" FrEggFylg II, 126. Beinar samsvaranir í öðrum mál-
um hafa ekki fundist; seinni hluti orðsins er ljóslega af sama toga og málsemd 'þvaður,
mælgi' og fyrri hlutann ber sennilega fremur að tengja ann- (önn) en þýska forskeyt-
inu þótt ekki sé hægt að útiloka áhrif frá tökuorðum.
9Til „fræðitexta" voru talin sagnfræðileg rit, annálar, rit um ævisögulegt efni, guð-
fræðirit og fleira í þeim dúr.