Fréttablaðið - 18.01.2017, Side 1

Fréttablaðið - 18.01.2017, Side 1
kemur ekki aftur en skipið heldur út skömmu síðar. Bíllinn er bílaleigubíll og var í útleigu óviðkomandi aðila þegar lögregla tók hann til rann- sóknar upp úr hádegi í gær. Hafnarfjarðarhöfn hefur afhent lögreglu upptökur eftirlitsmynda- véla, úr tíu til tuttugu mynda- vélum sem eru á svæðinu. Mynda- vélar hafnarinnar beinast þó ekki að svæðinu þar sem Dr. Martens-skór Birnu fundust í um 300 metra fjar- lægð frá þeim stað þar sem togarinn lá við bryggju. – snæ / sjá síðu 8 — M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —1 5 . t ö l u b l a ð 1 7 . á r g a n g u r M i ð V i K u d a g u r 1 8 . j a n ú a r 2 0 1 7 Fréttablaðið í dag FrÍtt Faxafeni 11 • Sími 534 0534 Finndu okkur á ALLT FYRIR ÞORRABLÓTIÐ lögregluMál Forsvarsmenn Polar Seafood, fyrirtækisins sem á græn- lenska togarann Polar Nanoq, tóku í gærkvöldi ákvörðun um að snúa skipinu við og sigla aftur til Íslands. Ástæðan er fjölmiðlaumfjöllun um togarann en fjölmiðlar á Íslandi greindu í gær frá því að skipverji væri grunaður um að hafa haft á leigu rauðan Kia Rio sem lögreglan hefur leitað logandi ljósi frá því á mánudag, vegna hvarfsins á Birnu Brjánsdóttur. Ekkert hefur spurst til Birnu síðan snemma á laugar- dagsmorgun. Jörgen Fossheim, forsvarsmaður Polar Seafood, segir það hafa verið einróma ákvörðun skipverja að snúa skipinu við til að hreinsa borðið, að hans sögn. Skipverjar séu hissa og ringlaðir vegna frétta frá Íslandi og ekki hafi verið haft samband við þá frá danska her- skipinu Triton, sem fjölmiðlar hafa greint frá að sigli til móts við skipið. Mönnum á skipinu þyki undarlegt að þeim hafi ekki verið greint frá umfangsmiklum lögregluaðgerðum sem beinast að skipinu. Búist er við því að Polar Nanoq komi til Íslands um kvöldmatarleytið í kvöld. Staðfest hefur verið að íslensk lög- regluyfirvöld hafi óskað aðstoðar danska herskipsins til að ná til Polar Nanoq en Mads Lynte, yfirmaður í grænlensku lögreglunni, sagði í gær- kvöldi að íslensk lögregluyfirvöld hefðu enn ekki upplýst hann um rannsóknina á hvarfi Birnu. Starfsmaður Hafnarfjarðarhafnar skoðaði eftirlitsmyndavélakerfi hafnarinnar í gærmorgun og varð þá rauða bílsins var. Á myndböndum sást bíllinn koma  að togaranum Polar Nanoq á milli sex og hálf sjö að morgni laugardags, um hálftíma eftir að slökkt var á síma Birnu Brjánsdótt- ur á Hafnarfjarðarsvæðinu. Heimildir Fréttablaðsins fullyrða að Birna sjáist ekki stíga um borð þegar bílinn ber að garði um morguninn. Skömmu síðar sé bílnum ekið aftur í burtu frá skipinu og sé á nokkru rápi fram og til baka fram yfir hádegi og þykja ferðir hans grunsamlegar. Seinni part dags fer bíllinn aftur frá höfninni og Húsfyllir var í Hallgrímskirkju í gærkvöld þegar bænastund var haldin fyrir Birnu Brjánsdóttur, sem saknað hefur verið síðan á laugardagsmorgun. Fréttablaðið/anton birna brjánsdóttir bænastund Grunsamlegar ferðir rauða bílsins rannsakaðar nánar Grænlenskum togara, sem lagði úr Hafnarfjarðarhöfn á laugardagskvöld, hefur verið snúið aftur til Íslands vegna rannsóknarinnar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur. Ferðir skipverja á rauðum Kia Rio þykja grunsamlegar. Hér fundust skórnir hennar birnu 30 0 m Polar nanoq lá við Hvaleyr- arbakka. Einn skipverja hafði rauðan Kia Rio til umráða. ✿ Hafnarfjarðarhöfn sKOðun Guðmundur Ingi Guð- brandsson skrifar um ferða- menn og umhverfisáhrif. 11 spOrt Frábær lokakafli bjargaði skylduverkinu þegar strákarnir okkar unnu sinn fyrsta leik á HM í handbolta í gær. 16 plús 2 sérblöð l FólK l  lÍFið *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 1 8 -0 1 -2 0 1 7 0 5 :1 2 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B F A -5 A D 8 1 B F A -5 9 9 C 1 B F A -5 8 6 0 1 B F A -5 7 2 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 1 7 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.