Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.01.2017, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 18.01.2017, Qupperneq 6
Orkumál Forsvarsmenn Skeiða- og Gnúpverjahrepps eru mjög ósáttir við hversu lágt fasteignamat hins opin- bera er á vindmyllum Landsvirkjunar á Hafinu við Búrfell. Fasteignamat þeirra tilraunamyllna sem hafa fram- leitt rafmagn frá árinu 2014 er aðeins 32 milljónir. Hefur sveitarfélagið ákveðið að kæra fasteignamatið. „Já, okkur þykir nú þetta fasteigna- mat heldur lágt. Það skiptir máli fyrir sveitarfélögin í landinu að hafa fast- eignamatið á þessum vindmyllum sem réttast. Hér er um miklar tekjur að ræða fyrir sveitarfélögin,“ segir Björgvin Skafti Bjarnason, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps. „Þetta er í raun angi af stærra máli sem snýr að því hvað er raforkubúnaður og hvað er byggingin sjálf. Eins og í vatnsaflsvirkjunum er aðeins stöðv- arhúsið sjálft metið en ekki aðrar byggingar til að mynda.“ Landsvirkjun áformar að byggja upp vindmyllugarð á Hafinu við Búrfell, svokallaðan Búrfellslund. Reiknað er með að hámarkshæð þegar spaðar eru í efstu stöðu sé um 150 metrar. Áætlar Landsvirkjun að byggja 125 myllur á svæðinu á næstu árum. Verða 58 þeirra með 3,5 MW aflgetu og 67 þeirra með 3 MW afl- getu. Munu framkvæmdir eiga sér stað í landi Rangárþings ytra og Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Ljóst er að miklar tekjur geta skapast fyrir sveitarfélagið og vilja Hreppamenn því láta reyna á hvort fasteignamatið, um 32 milljónir króna, sé rétt. Fasteignamat fyrir árið 2017 skal endurspegla staðgreiðslu- verð fasteignar í febrúarmánuði árinu áður. Deilt er hins vegar um hvað sé mannvirki og hvað sé bún- aður til raforkuframleiðslu. Verði hugmyndir Landsvirkjunar að veruleika gæti Búrfellslundur séð öllum íslenskum heimilum fyrir raf- orku. Nýtingarhlutfall vindmyllna á Íslandi er í kringum 40 prósent, sam- anborið við 28 prósent nýtingarhlut- fall á heimsvísu. Því er talið ákjósan- legt að virkja vindorku á Íslandi. Búrfellslundur er nú í biðflokki rammaáætlunar en Skipulagsstofn- un metur umhverfisáhrif lundar- ins neikvæðar. „Niðurstöður um mikil umhverfisáhrif gefa, að mati stofnunarinnar, tilefni til að skoða hvort önnur landsvæði henta betur fyrir uppbyggingu af þessu tagi og umfangi,“ segir í áliti Skipulagsstofn- unar. sveinn@frettabladid.is Kæra 32 milljóna mat vindmylla við Búrfell Skeiða- og Gnúpverjahreppur krefst þess að fasteignamat á vindmyllum Lands- virkjunar verði hækkað. Sveitarfélaginu finnst 32 milljónir króna fyrir 150 metra mannvirki allt of lág upphæð. Miklar tekjur í húfi fyrir lítil sveitarfélög. Syrgja fallinn ástvin Fjölskylda meints filippseysks eiturlyfjasala grætur eftir að maðurinn var felldur af lögreglumönnum. Frá því að Rodrigo Duterte tók við sem for- seti landsins og skar upp herör gegn fíkniefnum í landinu, hafa meira en 6.000 manns, grunaðir um tengsl við undirheima, verið skotnir án dóms og laga. Um milljón manns hefur gefið sig fram til að komast undan byssuskúlum sjálfskipaðra böðla forsetans. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Landsvirkjun áætlar að byggja 125 vindmyllur við Búrfell. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Það skiptir máli fyrir sveitarfélögin í landinu að hafa fasteigna- matið á þessum vindmyllum sem réttast. Björgvin Skafti Bjarnason, oddviti Skeiða- og Gnúp- verjahrepps. Þóra Valsteinsdóttir, fararstjóri, kynnir tvær sérferðir um Grikkland á morgun, fimmtudaginn 19. janúar. Kynningin verður hjá Ferðaskrifstofunni VITA, Skógarhlíð 12 og hefst kl. 17:30. Gengið er inn neðan við húsið, á endanum, gegnt Hlíðarenda. VITA | Skógarhlíð | Sími | VITA.IS FERÐAKYNNING Tvær skemmtilegar Grikklandsferðir Mamma Mia og Perlur Grikklands SVÍÞJÓÐ Tífalt fleiri hælisleitendur í Svíþjóð fengu greitt til að snúa aftur til heimalands síns í fyrra en árið á undan. Þeir sem draga sjálfir hæl- isumsókn sína til baka, eða hefur verið synjað um hæli, eiga rétt á fjárstuðningi til að snúa aftur heim. Árin 2013 og 2015 fengu 215 greiðslu hvort ár. Í fyrra var fjöld- inn 2.521. Flestir voru frá Írak og Afganistan. Peningarnir eru greiddir þegar viðkomandi er kominn til heima- lands síns. Fullorðnir fá 30 þúsund sænskar krónur eða um 380 þúsund íslenskar krónur. Greiðsla vegna barns er helmingi lægri eða um 190 þúsund íslenskar krónur. Hámarks- greiðsla til fjölskyldu er 75 þúsund sænskar krónur eða um 950 þúsund íslenskar krónur. Hælisleitendur eru sagðir vilja snúa heim þar sem þeim þyki afgreiðslutími umsókna of langur eða að lífið í Svíþjóð sé öðruvísi en þeir áttu von á. – ibs Tífalt fleiri fá peninga til að snúa aftur heim Samfélag Á fundi hverfisráðs Kjalar- ness í síðustu viku var bókað um stöðu ljósleiðara og nettengingar fyrir íbúa á Kjalarnesi. Finnst hverfisráð- inu það mjög alvarlegt að fyrirspurn ráðsins hafi ekki verið svarað, tveim mánuðum eftir að hún var send. Míla kynnti árið 2015 að fyrirtækið ætlaði að hefja ljósleiðaraþjónustu í eldri hverfum á höfuðborgarsvæð- inu og átti það að ná frá Kjalarnesi til Hafnarfjarðar. – bb Leið yfir ljósleiðaraleysinu Flóttafólk við komuna til Svíþjóðar. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Ljósleiðari bætir hraðann á Internetinu til muna. Mynd/AÐSEnd 1 8 . J a n ú a r 2 0 1 7 m I Ð V I k u D a g u r6 f r é t t I r ∙ f r é t t a B l a Ð I Ð 1 8 -0 1 -2 0 1 7 0 5 :1 2 F B 0 4 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B F A -8 7 4 8 1 B F A -8 6 0 C 1 B F A -8 4 D 0 1 B F A -8 3 9 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 8 s _ 1 7 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.