Fréttablaðið - 18.01.2017, Page 33

Fréttablaðið - 18.01.2017, Page 33
PI PA R\ TB W A -S ÍA Stærð: 370 m2 Tegund: Atvinnuhúsnæði Stærð: 648,5 m2 Tegund: Atvinnuhúsnæði Stærð: 1.501 m2 Tegund: Atvinnuhúsnæði Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar | Sími 425 2100 | www.kadeco.is Íslenska ríkið er eigandi þeirra fasteigna sem auglýstar eru. Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, Kadeco, sem fer með umsjón og þróun svæðisins, óskar eftir tilboðum í þær. Við mat á tilboðum verður einkum horft til kaupverðs. Þó er áskilinn réttur til að meta hugmyndir bjóðenda um nýtingu og ráðstöfun eignanna, s.s. áhrif á eftirspurn eftir öðrum eignum á svæðinu og almennt á nærsamfélagið. Ekki er um útboð á eignunum að ræða heldur sölu. Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar áskilur sér rétt til að taka því tilboði sem það telur hagstæðast, m.a. út frá ofangreindum þáttum, eða hafna þeim öllum. Þú getur skoðað eignirnar nánar á kadeco.is Stærð: 2.385 m2 Tegund: Skrifstofur/Vöruhús Stærð: 400 m2 Tegund: Atvinnuhúsnæði SUÐURBRAUT 890 VALHALLARBRAUT 891 Fasteignir til sölu á Ásbrú Á innan við áratug hefur byggst upp á Ásbrú, fyrrum varnarsvæðinu við Keflavíkurflugvöll, þróttmikið og litríkt samfélag með öfluga menntastofnun, fjölda spennandi fyrirtækja, gróskumikla nýsköpun og blómstrandi mannlíf. Hröð uppbygging í gagnaveraiðnaði og örþörungarækt, ásamt nálægð við Keflavíkurflugvöll gera Ásbrú að sönnu vaxtarsvæði til framtíðar. BOGATRÖÐ 17BOGATRÖÐ 2BOGATRÖÐ 1 Handbolti Þeim fer að fækka met- unum hjá handboltalandsliðinu sem Guðjón Valur Sigurðsson er ekki kominn með í sína vörslu. Guð- jón Valur bætti í gær met Ólafs Stef- ánssonar yfir flesta leiki Íslendings á heimsmeistaramóti í handbolta. Guðjón Valur er fimmti maðurinn til að eignast þetta met á undanförn- um 27 árum en hann er eini horna- maðurinn í þessum úrvalshóp. Guðjón Valur hafði bætt markamet Ólafs Stefánssonar á HM á Spáni fyrir fjórum árum en á nú einn bæði leikja- og markametið. Ólafur Stefánsson lék sinn 54. og síðasta HM-leik á HM í Svíþjóð árið 2011 en Ólafur hefur átt metið í sjö ár eða síðan að hann tók það af Guð- mundi Hrafnkelssyni á HM í Þýska- landi. Guðmundur lék á sínum tíma 43 leiki fyrir Ísland á HM. Geir Sveinsson, núverandi lands- liðsþjálfari, átti síðan metið á undan Guðmundi Hrafnkelssyni en Geir spilaði sjálfur 32 leiki á HM. Guð- mundur tók metið af Geir á HM í Frakklandi 2001. Guðjón Valur er nú á sínu tutt- ugasta stórmóti og hefur leikið fleiri stórmótaleiki og skorað fleiri stórmótamörk en nokkur annar íslenskur leikmaður. Hann hefur á þessum tuttugu stórmótum mætt 36 þjóðum en Angóla bættist í hóp- inn í gærkvöldi. Angóla varð jafnframt 29. þjóðin sem Guðjón Valur mætir á HM. Ólafur Stefánsson spilaði sína 54 HM-leiki á móti 31 þjóð. Guðjón Valur hefur ekki mætt Hvíta-Rúss- landi, Bandaríkjunum, Litháen, Sádí-Arabíu, Suður-Kóreu og Sviss sem voru öll á meðal mótherja Íslands á HM þegar Ólafur lék með. Guðjón Valur hefur aftur á móti leikið á móti Angóla, Brasilíu, Make- dóníu og Síle en það eru allt þjóðir sem Ólafur mætti aldrei á HM. Guðjón Valur hefur spilað flesta HM-leiki á móti Rússlandi, Spáni og Frakklandi eða fjóra á móti hverri þjóð. Hann hefur hins vegar skorað flest HM-mörk á móti Ástralíu eða alls 29 í aðeins tveimur leikjum sem gera 14,5 mörk að meðaltali í leik. Það eru næstum því fimmtán ár síðan Guðjón Valur spilaði sinn fyrsta leik á HM en það var einmitt í Frakklandi og á móti Svíþjóð í Montpellier 23. janúar 2001. Guð- jón Valur skoraði 3 mörk í 21-24 tapi. Guðjón Valur hefur síðan skorað þrjú mörk eða fleiri í 44 af 54 leikjum sínum á heimsmeistara- móti. ooj@frettabladid.is Leikur númer 55 á HM og Guðjón Valur tók metið af Óla Guðjón Valur Sigurðsson er nú orðinn leikjahæsti íslenski landsliðsmaðurinn í sögu HM en hann setti nýtt met í Metz í gærkvöldi. HM-ferill hans hófst líka í Frakklandi í janúar árið 2001. Guðjón Valur Sigurðsson fagnar einu marka sinna á HM í Fraklandi en hann bætir metið með hverju marki. Fréttablaðið/Getty Síðustu fimm hand- hafar leikjamets Íslands á HM einar Þorvarðarson 14 Átti metið með Hjalta einarssyni frá 1990 til 1993 Geir Sveinsson 32 Átti metið frá 1993 til 2001 Guðmundur Hrafnkelsson 43 Átti metið frá 2001 til 2007 Ólafur Stefánsson 54 Átti metið frá 2007 til 2017 Guðjón Valur Sigurðsson 55 Núverandi methafi, 2017- Flestir leikir Íslendings á HM í handbolta Guðjón Valur Sigurðsson* 55 leikir Ólafur Stefánsson 54 leikir Guðmundur Hrafnkelsson 43 leikir róbert Gunnarsson 36 leikir Vignir Svavarsson 36 leikir Ásgeir Örn Hallgrímsson* 35 leikir Patrekur Jóhannesson 34 leikir Dagur Sigurðsson 33 leikir Geir Sveinsson 32 leikir Snorri Steinn Guðjónsson 32 leikir arnór atlason* 32 leikir Sverre Jakobsson 31 leikur alexander Petersson 30 leikir * Núverandi leikmenn íslenska hand- boltalandsliðsins og geta því bætt við leikjum á HM í Frakklandi. s p o r t ∙ F r É t t a b l a ð i ð 17M i ð V i K U d a G U r 1 8 . j a n ú a r 2 0 1 7 1 8 -0 1 -2 0 1 7 0 5 :1 2 F B 0 4 8 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B F A -7 D 6 8 1 B F A -7 C 2 C 1 B F A -7 A F 0 1 B F A -7 9 B 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 8 s _ 1 7 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.