Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.01.2017, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 18.01.2017, Qupperneq 34
Bókin er afrakstur tveggja ára virkrar rannsóknar, þótt rótin sé raunar lengri og dýpri,“ segir Eiríkur Berg-mann, prófessor í stjórn-málafræði, spurður út í nýj- ustu bók sína Nordic Nationalism and Right-Wing Populist Politics, sem kemur út hjá alþjóðlega bókarisanum Palgrave Macmillan og fagnað verður hérlendis á föstudaginn í Norræna húsinu. Rannsóknin greinir þjóðernishyggju á Norðurlöndum og uppgang þjóðernis- popúlískra flokka í löndunum fimm. „Uppgangur þjóðernispopúlisma út um alla Evrópu hefur verið töluvert til umræðu. Við höfum líka séð framrás slíkra flokka út um Norðurlöndin, þótt það hafi verið með nokkuð öðrum blæ en á meginlandinu,“ útskýrir hann og bætir við að hann hafi viljað rannsaka þá þróun sögulega, það hafi ekki verið gert áður. Í bókinni er grafist fyrir um sögulegar rætur norrænnar þjóðernishyggju og svo gerður samanburður á þróuninni í lönd- unum fimm. Eiríkur telur sögu Norður- landanna vera eins og smættaða sögu Evrópu. „Þetta er saga átaka, yfirráða þjóða yfir öðrum, sjálfstæðisbarátta undirokaðra, og svo framvegis. Sundrungar og sam- stöðu. Allt mótar þetta ákveðna sjálfs- mynd á Norðurlöndunum,“ segir hann. Í greiningu Eiríks er þjóðernishyggja á Norðurlöndunum tveggja laga. „Annars vegar samnorræn þjóðernis- hyggja, sem þróaðist með líku lagi og sú sem þrýsti Þýskalandi og Ítalíu saman. Sú tilraun mistókst á Norðurlöndunum, svo úr varð sérstök þjóðernishyggja í hverju landi. Í bókinni er kafað ofan í þessi tengsl. Til að mynda var Danmörk stórt fjölþjóðlegt ríki sem réð mörgum minni, t.d. okkur. Svo skreppur Danmörk saman í lítið einsleitt land og „lille Dan- mark“ verður að trámatísku hugtaki sem af sögulegri rót skýrir hluta þeirra erfið- leika í samskiptum Dana og innflytjenda sem orðið hafa á götum Kaupmanna- hafnar. Það eru alls konar svona huldir þættir sem ég er að reyna að draga saman í bókinni og svo framrás þjóðernispopúl- ískra flokka í hverju landi fyrir sig. Bókin er gefin út af virtu alþjóðlegu forlagi, samtímis í Evrópu og í Banda- ríkjunum. „Norðurlöndin eru sérstök menn- ingarheild og í kjölfar vinsælda hins nýja Nordic noir, sem víða birtist í kvik- myndum og bókum, hefur umheimurinn sýnt þessum heimshluta aukinn áhuga. Útgefandi minn vildi kafa dýpra ofan í grundvöll þessara samfélaga,“ segir Eiríkur. „Framrás þjóðernispopúlískra flokka hefur verið breytileg í löndunum fimm, komið upp á mismundi tíma og við ólíkar aðstæður. Í bókinni eru þrjár almennar bylgjur greindar eftir seinni heimsstyrj- öld. Opinn fundur og útgáfuhóf fer fram í Norræna húsinu síðdegis á föstudaginn. Auk Eiríks verða í pallborði þau Guð- mundur Hálfdánarson söguprófessor, Hulda Þórisdóttir, lektor í sálfræði, og Jóna Sólveig Elínardóttir hjá Viðreisn. „Vel fer á því að hafa útgáfufögnuðinn sama dag og Donald Trump er svarinn í embætti Bandaríkjaforseta. Hér eru nefnilega álíka hugmyndastraumar til skoðunar,“ segir Eiríkur. gudrunjona@frettabladid.is Rýnt í rætur Norðurlanda Eiríkur Bergmann prófessor gefur út bókina Nordic Nationalism and Right-Wing Popul- ist Politics og birtir þar meðal annars rannsókn á þjóðernishyggju á Norðurlöndum. Ástkær bróðir minn, Jóhann Björgvinsson frá Vestmannaeyjum, lést laugardaginn 14. janúar. Útförin fer fram frá Landakirkju laugardaginn 21. janúar kl. 11.00. Birna Björgvinsdóttir Ástkær dóttir okkar, systir, barnabarn og frænka, Alma Þöll Ólafsdóttir Mánagötu 25, Grindavík, lést af slysförum, fimmtudaginn 12. janúar. Útförin fer fram frá Grindavíkurkirkju, föstudaginn 20. janúar kl. 14. Ólafur Már Guðmundsson Lóa Mjöll Ægisdóttir Hulda Björk Ólafsdóttir Guðmunda Ösp Ólafsdóttir Guðmundur Sverrir Ólafsson Guðmunda Jónsdóttir Ægir Sigurðsson Alma Vestmann og aðrir aðstandendur. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Helga Sæmundsdóttir frá Sigurðarstöðum, Melrakkasléttu, lést á Landakoti 14. janúar. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 26. janúar kl. 13. Sigurður Alexandersson Sæmundur Sigurðsson Ingibjörg Eyþórsdóttir Hermann Sigurðsson Ólína Arnkelsdóttir Valgarður Sigurðsson Guðbjörg Alda Sigurðardóttir Helgi Þorsteinsson Unnur Sigurðardóttir Jóhannes Halldórsson barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, María Sigurðardóttir frá Fagurhól í Sandgerði, lést á Hrafnistu Hafnarfirði hinn 9. janúar. Útför fer fram frá Lindakirkju, föstudaginn 20. janúar kl. 11.00. Kjartan Már Kjartansson Guðný Sigurðardóttir Ásþór Kjartansson Hildur Kristín Ásmundsdóttir Sigurður Kjartansson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, Jónína Guðrún Kjartansdóttir matsveinn, lést 10 janúar sl. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn 20. janúar klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð. Rannveig Hreinsdóttir Sturla Helgi Magnússon Hrafnhildur Hreinsdóttir Guðmundur Árnason Saga Rut Hrafnhildardóttir Hekla Rún Rannveigardóttir Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Hreinn Óskar Árnason Ósabökkum, Rangárvöllum, lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum 22. desember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Vigdís Hreinsdóttir Gísli Gíslason Ólafur Hreinsson Svava B. Sigurbjörnsdóttir barnabörn og langafabörn. Móðir okkar, tengdamóðir og amma, Þórdís Todda Jónsdóttir Nýbýlavegi 56, Kópavogi, lést 16. janúar. Páll Snorrason Helgi Snorrason Þóra Sigurþórsdóttir Jón Snorrason Guðrún Úlfhildur Grímsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Unnur Dóróthea Haraldsdóttir lést 12. janúar síðastliðinn á hjúkrunarheimilinu Ísafold. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 20. janúar kl. 13. Dúfa Sylvía Einarsdóttir Guðmundur Ragnarsson Anna Sigríður Einarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Einar Brynjólfsson rennismiður, Fróðengi 5, áður Rjúpufelli 21, Reykjavík, sem lést miðvikudaginn 11. janúar sl. á Land- spítalanum, verður jarðsettur frá Fella- og Hólakirkju mánudaginn 23. janúar nk. klukkan 13.00. Kristinn Þór Einarsson Margrét K. Daníelsdóttir Linda Björk Hávarðardóttir Brynjar Einarsson Steinunn Björg Ingvarsdóttir Brynjólfur Einarsson Valdimar Einarsson Fanný Erlingsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Bjarni G. Gunnarsson frá Hæðarenda, Grindavík Hraunvangi 1, Hafnarfirði, lést 9. janúar sl. á Vífilsstöðum. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. F.h. fjölskyldunnar, Jenný S. Þorsteinsdóttir Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Kjartan Jónsson Háabarði 9, Hafnarfirði, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 10. janúar. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju, föstudaginn 20. janúar kl. 13.00. Emilía Líndal Jóhannesdóttir Jenný L. Kjartansdóttir Jón Friðrik Jónsson Sigurjón L. Kjartansson Jóna Anna Heiðarsdóttir Erna L. Kjartansdóttir Jón Haukur Daníelsson Jóhannes L. Kjartansson Guðlaug Elsa Ásgeirsdóttir barnabörn og langafabörn. Bók Eiríks Bergmanns á alþjóðlegum bókamarkaði. FréttaBlaðið/Eyþór 1 8 . j a n ú a r 2 0 1 7 M I Ð V I K U D a G U r18 t í M a M ó t ∙ F r É t t a B L a Ð I Ð tímamót 1 8 -0 1 -2 0 1 7 0 5 :1 2 F B 0 4 8 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B F A -7 8 7 8 1 B F A -7 7 3 C 1 B F A -7 6 0 0 1 B F A -7 4 C 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 8 s _ 1 7 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.