Morgunblaðið - 29.06.2016, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 2016
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Rafmagnshjól.is • Fiskislóð 45 • Sími 534 6600
Hollensk
rafmagnshjól
vönduð og margverðlaunuð
Þessir hressu krakkar á aldrinum 6-10 ára taka
þátt í leikjanámskeiði Þróttar næstu tvær vik-
urnar. Sólin skein skært þegar ljósmyndara bar
að garði svo erfitt var að halda augunum opnum.
Það er þó vissara að vera með regnfötin við
höndina næstu daga, en spáð er hægri, breyti-
legri átt á höfuðborgarsvæðinu og skúrum.
Veðrið mun þó líklega ekki stöðva þessa fjörugu
krakka við hina ýmsu leiki um allan bæ.
Litríkir krakkar að leik í Laugardalnum
Morgunblaðið/Ómar
Kátir krakkar á leikjanámskeiði Þróttar í Reykjavík
Áhrif af verulegri lækkun á gengi
breska pundsins á seinustu dögum
eru ekki enn komin fram í vöruverði
hér á landi en Andrés Magnússon,
framkvæmdastjóri Samtaka versl-
unar og þjónustu, segir að ef þróun-
in haldi áfram með sama hætti muni
áhrifin koma fram á næstu vikum
og mánuðum. „Það fer þá eftir því
um hvaða vörur er að ræða. Veltu-
hröðu vörurnar eru matvæli en þær
sem velta hægar eru varanlegar
rekstrarvörur og fjárfestingarvör-
ur.“
Gengi sterlingspundsins gagnvart
krónu er nú um 165 kr. en það
veiktist verulega eftir úrslitin í þjóð-
aratkvæðagreiðslu Breta um aðild-
ina að Evrópusambandinu. Íslend-
ingar fluttu inn vörur fyrir um 13,6
milljarða frá Bretlandi á fyrstu 5
mánuðum ársins skv. Hagstofunni.
Andrés Magnússon segir spurður
um verðbreytingar í kjölfar veik-
ingar pundsins að reynslan sýni að
verð haldist í hendur við gengi við-
komandi gjaldmiðla og það eigi við í
þessu tilfelli eins og öðrum.
Hversu hratt þetta gerist fari al-
gerlega eftir veltuhraða vörunnar.
,,Það er gengi krónunnar á þeim
tíma sem hún er leyst úr tolli sem
ræður því hvort er rúm fyrir verð-
breytingar,“ segir hann.
Matvara er stór hluti af einka-
neyslunni og umtalsverður hluti
matvæla, sem flutt eru til landsins,
er keyptur inn fyrir pund að sögn
hans. Andrés segir tvímælalaust að
líða þurfi lengri tími til að sjá
merkjanleg áhrif af þessari þróun.
omfr@mbl.is
Búast má við að verð lækki
Umtalsverður hluti innfluttra mat-
væla er keyptur inn fyrir sterlingspund
Erla María Markúsdóttir
Lára Halla Sigurðardóttir
Íraski hælisleitandinn Ali Nasi er
ekki sextán ára, líkt og haldið var
fram í fréttum Stundarinnar og Rík-
isútvarpsins í gærmorgun, heldur
yfir lögaldri. Þegar fjallað var um
málið hér á landi var því aldrei hald-
ið fram að hann væri barn að aldri.
Þetta staðfesti Útlendingastofnun í
samtali við mbl.is.
Írösku hælisleitendurnir Ali og
Majeh voru dregnir út úr Laug-
arneskirkju á sjötta tímanum að-
faranótt þriðjudags. Vitað var að
þeir yrðu fluttir úr landi og ákváðu
sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir,
sóknarprestur kirkjunnar, og fleiri
að láta reyna á kirkjugrið sem
stundum reyndi á fyrr á öldum, þ.e.
að sá sem leitar skjóls í kirkju njóti
friðhelgi á meðan hann dvelur þar.
Í tilkynningu sem Útlendinga-
stofnun sendi frá sér síðdegis í gær
kemur fram að mennirnir eru báðir
eldri en átján ára. „Þetta sýna fyr-
irliggjandi gögn í málinu auk fram-
burðar mannanna fyrir stjórnvöld-
um þar sem þeir staðfestu aldur
sinn,“ segir meðal annars í tilkynn-
ingunni.
Umsóknir mannanna voru af-
greiddar á grundvelli Dyflinn-
arreglugerðarinnar og ekki teknar
til efnismeðferðar hér á landi. Norsk
yfirvöld höfðu þegar móttekið um-
sóknir beggja manna um hæli. „Því
lá fyrir að Noregur bæri ábyrgð á
meðferð umsókna þeirra og gengust
þarlend yfirvöld við ábyrgð sinni.
Ekkert í málunum benti til þess að
málin myndu ekki fá réttláta og full-
nægjandi málsmeðferð hjá norskum
yfirvöldum,“ segir í tilkynningu Út-
lendingastofnunar.
Umsækjendurnir kærðu ákvörð-
un Útlendingastofnunar til kæru-
nefndar útlendingamála sem stað-
festi niðurstöðu stofnunarinnar.
Úrskurðunum var ekki skotið til
dómstóla.
Segja manninn yfir lögaldri
Brottflutningur Hælisleitendurnir
leituðu skjóls í Laugarneskirkju.
Tveimur íröskum
hælisleitendum vísað
úr landi í gær
Aukning á kortanotkun Íslendinga í
Frakklandi er hátt í 1.200% frá 10.
júní í ár samanborið við notkunina í
fyrra. Þetta kemur fram í frétta-
tilkynningu frá Valitor sem segir
miklar sveiflur í kortanotkun í
tengslum við leiki íslenska landsliðs-
ins. Þegar litið er til kortanotkunar í
fyrradag á meðan leikurinn stóð
gegn Englendingum sést glöggt að
upp úr kl. 18 var kortanotkun heldur
meiri en að jafnaði en féll síðan hratt
þegar leikur hófst. Notkunin jókst
talsvert í leikhléinu en náði sögulegu
lágmarki þegar áhorfendur nöguðu
neglur í háspennu undir lok leiksins.
Áhrif af EM á
kortanotkun
Hækkun á vísitölu neysluverðs er
minni í júní en helstu greining-
araðilar höfðu spáð eða um 0,18%
sem jafngildir 1,6% ársverðbólgu
skv. Hagstofunni í gær. Greining-
ardeild Arion banka benti á í gær
að ein aðal ástæðan fyrir lítilli
verðbólgu um þessar mundir sé að
gengi krónunnar hefur styrkst
jafnt og þétt í bráðum þrjú ár.
Þessi þróun hafi haldið áfram,
þrátt fyrir að Seðlabankinn safni
gjaldeyri sem aldrei fyrr og hafi
það sem af er ári keypt gjaldeyri til
að eiga nægan forða fyrir losun
fjármagnshafta. Það vegi gegn
gengisstyrkingunni og hreinn
gjaldeyrisforði Seðlabankans nálg-
ist nú hratt 500 milljarða kr. Bank-
inn telur að nú séu miklar líkur á
að Seðlabankinn dragi úr gjaldeyr-
isforðasöfnuninni. „Ekki virðist
vera að hægja á fjölgun ferða-
manna, viðskiptajöfnuður er já-
kvæður, vaxtamunur við útlönd er
talsverður og efnahagshorfur hér
betri en í flestum þróuðum ríkjum.
Það er því líklegt að þrýstingur til
styrkingar krónunnar haldi áfram
næstu mánuði. Ef það hægir á
forðasöfnun og krónan styrkist þá
enn meira mun verðbólga því lík-
lega áfram vera við eða undir
markmiði á næstunni.“ »16
Líklegt að krónan styrkist meira
MINNI HÆKKANIR VERÐLAGS EN SPÁÐ VAR
Einar Aðalsteinn Brynjólfsson,
framhaldsskólakennari á Akureyri,
leiðir lista Pírata í Norðaustur-
kjördæmi. Niðurstöður úr prófkjöri
Pírata urðu ljósar í gær, en 78
flokksmenn kusu í netkosningu í
prófkjörinu. Alls voru fjórtán í fram-
boði, en frestur til að greiða atkvæði
rann út á miðnætti á mánudag.
Á eftir Einari var í öðru sæti Guð-
rún Ágústa Þórdísardóttir, rekstrar-
fræðingur, í þriðja sæti var Hans
Jónsson, í fjórða var Kristín Amalía
Atladóttir, bóndi, og í fimmta sæti
var Gunnar Ómarsson, rafvirki og
þjóðfélagsfræðingur.
Í sjöunda sæti varð Björn Þor-
láksson, en hann hafði sóst eftir að
leiða lista Pírata í kjördæminu. Á
Facebook-síðu sinni segir hann sig
hlunnfarinn af prófkjörinu og telur
niðurstöðuna í engu samræmi við
hvatningu, stuðning og ástæður þess
að hann hafi boðið sig fram. „Það
voru örfáir tugir klíkuatkvæða sem
vöruðu kerfisbundið við að nýtt blóð
fengi brautargengi, þessi atkvæði
réðu útkomu prófkjörs þar sem þrír
úr stjórn félagsins hér virðast hafa
náð þeim tilstyrk sem þurfti til að
halda öflugasta fólkinu frá efstu sæt-
um. Einn í hópi þriggja efstu er hæft
þingmannsefni, þannig er það nú
bara,“ skrifar Björn í færslu sinni.
Hann segist ekki geta hugsað sér að
starfa með „hluta þessarar búblu
þar sem hún er vanhæf til þess verk-
efnis að breyta landinu til góðs,“ en
vonar um leið að Píratar breyti land-
inu til hins betra.
Einar leiðir
Pírata í
Norðaustur
Björn Þorláksson
ósáttur í 7. sæti