Morgunblaðið - 29.06.2016, Síða 23

Morgunblaðið - 29.06.2016, Síða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 2016 Stefanía Ágústs- dóttir, fyrrverandi húsfreyja í Ásum, lést 21. maí sl. Með henni er gengin kona sem hefur ætíð haft stórt pláss í hjarta mínu og langar mig til að minnast henn- ar með fáeinum orðum. Ég kom fyrst að Ásum aðeins 14 ára gam- all, hafði verið ráðinn vinnumaður þar á bæ. Við fráfall Stefaníu, eða Stebbu eins og hún var kölluð, leitar hugur minn til þeirra ára sem ég dvaldi í Ásum. Þakklæti er mér efst í huga, þakklæti fyrir að hafa fengið að starfa á góðu sveitaheimili og kynnst Stebbu sem gekk mér nánast í móðurstað á þessum árum. Ég var vinnu- maður í Ásum í þrjú ár. Það var gott að vera í Ásum og þrátt fyrir að ég væri unglingur á viðkvæm- um aldri, þá var ekkert sem trufl- aði mig. Bústörfin áttu hug minn allan ásamt góðri samveru með heimilisfólkinu sem kom fram við mig eins og ég væri einn af fjöl- skyldunni. Ekki get ég skrifað um dvöl mína í Ásum án þess að minnast á Guðmund Ámundason, eiginmann Stebbu. Gummi, eins og hann var kallaður daglega, var Stefanía Ágústsdóttir ✝ StefaníaÁgústsdóttir fæddist 12. nóv- ember 1924. Hún lést 21. maí 2016. Útför Stefaníu fór fram 10. júní 2016. húsbóndi minn og unnum við mikið saman. Gummi var stórbóndi í mínum augum. Lausa- göngufjósið og mjaltagryfjan, sem var nýjung á þessum árum, báru þess merki að þarna var stórhuga maður á ferð. Gummi var söngmaður góður og tók oft lagið við mjaltir í fjósinu. Stebba var húsmóðirin á bænum en lét sig aldrei vanta í fjósið, hún fylgdist vel með búskapnum. Sím- stöð var í Ásum á þessum árum og mikill gestagangur. Stebba stóð vaktina í eldhúsinu, bar fram kaffi ásamt meðlæti og enginn fór svangur heim. Þegar ég hugsa til áranna minna í Ásum er gaman að rifja upp hversu samhent þau hjón voru og báru mikla virðingu hvort fyrir öðru. Ég heimsótti Stebbu daginn áður en hún lést, sú heimsókn er mér mikils virði þrátt fyrir að ljóst væri í hvað stefndi. Þakkir sendi ég öllum þeim sem önnuðust Stefaníu síð- ustu árin hennar. Börnum Stef- aníu sendi ég samúðarkveðjur og þakklæti fyrir góð kynni gegnum árin. Öðrum ættingjum sendi ég einnig mínar bestu kveðjur. Eyþór Brynjólfsson. Frænka mín, Stefanía Ágústs- dóttir, fæddist að Ásum í Gnúp- verjahreppi árið 1924. Hún á ætt- ir að rekja til Ásólfsstaðar í Þjórsárdal. Hún bjó allan sinn bú- skap að Ásum, allt frá því fyrir 1950. Henni var, eins og mörgu öðru hreppafólki, margt til lista lagt. Einkum var hún frábær söngkona á yngri árum og að auki góð leikkona. Ungur var ég í sveit að Ásum. Þar kynntist ég Stebbu, eins og hún var oftast kölluð, foreldrum hennar og systkinum. Þau kynni áttu eftir að vara lengi eins og til stendur um góða vináttu. Rík til- hneiging var ávallt að koma við að Ásum öðru hverju, einkum á sum- artíma, og heilsa upp á Stebbu og annað frændfólk sem þar bjó. Með því móti mynduðust afar sterk tengsl við Ásafólkið sem hefur ávallt verið mér eins og önnur fjölskylda. Oft var gestkvæmt að Ásum auk þess sem fjölskyldan var stór. Á helgum dögum tíðkaðist mjög að aka austur að Ásum til að heimsækja vini og vandamenn. Gestagangur var því oftlega í meira lagi. Stebba stóð þá ávallt í stafni eins og henni einni var lag- ið. Eldri bróðir minn, sem var mjög hagvanur að Ásum, læddi því eitt sinn að mér að stundum væri gestagangur það mikill að matast þyrfti í „hollum“. Ég held að hann hafi þar hitt naglann á höfuðið. Stebba var hlýleg í viðmóti og mér fannst hún alltaf brosandi. Hún gat gert gott úr öllum hlut- um en var þó grandvör og aldrei mátti hallmæla neinum. Hún hafði sterkar skoðanir á ýmsum málefnum. Þar bar hæst um- hyggju fyrir óspilltri náttúru landsins. Í þeim efnum var hún af- ar staðföst. Ég heimsótti hana ávallt öðru hverju á síðari árum eða hafði samband við hana í síma. Að lokum var hún orðin þreytt eins og gengur. Ég sendi öllu Ásafólki minn- ingakveðjur vegna fráfalls Stebbu. Stefán Már Stefánsson. HINSTA KVEÐJA Það var alltaf gott að koma til langömmu. Það var svo hlýtt og notalegt inni hjá henni og hún átti alltaf sælgæti eða kex. Stundum sátum við og hlustuðum á morgunleik- fimina í útvarpinu og gerð- um æfingar saman. Stund- um talaði hún um gamla daga. Langamma var alltaf góð við alla og tók á móti öllum með hlýtt bros og op- inn faðminn. Gangi þér vel á leiðinni til Guðs, elsku langamma, nú verður langafi glaður að hitta þig aftur. Karen Sif, Iðunn Ósk, Baldur Már og Óðinn Þór. ✝ Gestur Vigfús-son fæddist 8. mars 1926 í Reykjavík. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Hömrum í Mos- fellsbæ 10. júní 2016. Foreldrar hans voru Vigfús Lúðvík Árnason, f. 18.9. 1891 í Reykjavík, d. 2.4. 1957, og Vilborg Elín Magnúsdóttir, f. 19.6. 1892 að Sveinsstöðum í Neshreppi, Snæ- fellsnesi, d. 30.1. 1951. Systkini hans voru Hulda, Árni, Guðrún, Aðalheiður Hulda, Bjarni, Bára, Vilborg, Guðrún, Jóhann og Gestur og Ásta bjuggu mest- allan sinn búskap í smáíbúða- hverfinu í Háagerði 41, sem Gestur byggði 1954 með aðstoð bræðra og vina sinna. Gestur starfaði á unglingsárum við ýmis störf til lands og sjós. Hann vann við bústörf á Eiríks- bakka í Biskupstungum, á Þúfu í Ölfusi (þar sem hann hitti Ástu eiginkonu sína á þarnæsta bæ, Þurá), síðan sem starfs- maður hjá Litur og lökk, Stjörnubúðinni hjá Sverri Bernhöft, sem háseti hjá Eim- skip og sem starfsmaður í Sjálfstæðishúsinu. Hann starf- aði lengst af sem leigubílstóri á BSR, eða í 18 ár, og sem stjórn- andi bensínstöðvar Olís í Mos- fellsbæ í 12 ár og síðast sem starfsmaður Sorpu. Útför Gests fór fram frá Há- teigskirkju 27. júní 2016. Ægir. Ægir lifir systkini sín. Gestur giftist 11. maí 1947 eiginkonu sinni, Ástu Mar- teinsdóttur frá Þurá í Ölfusi, f. 16.2. 1925, d. 1.5. 1988. Foreldrar hennar voru Mar- teinn Eyjólfsson og Svanborg Anna Jónsdóttir, ábúend- ur á Þurá. Börn Gests og Ástu eru fjögur; Svanur Marteinn, Ingibjörg (látin 20.10. 2006), Valgeir og Vilbergur Vigfús. Dóttir Gests er Anna María Gestsdóttir. Barnabörnin eru 19 og barnabarnabörnin eru 31. Gestur Vigfússon kvaddi þennan heim á bjartasta tíma ársins. Það verður engin veiði þetta sumarið. Nokkrum sinn- um á síðustu árum var fararsnið á Gesti en hann reis alltaf upp aftur, tilbúinn með stöngina. Það er vandfundinn sá veiðimað- ur sem hafði meiri þolinmæði og úthald við árbakkann en Gestur. Gestur var ekki allra og lítið mannblendinn, en honum þótti óskaplega gaman að spjalla við það fólk sem hann þekkti, sér- staklega þó um málefni líðandi stundar og oft var tekist á um stjórnmál og ástandið í landinu. Gestur lifði tímana tvenna þegar fólk þurfti að basla til að lifa af. Hann þekkti alvöru kreppu og erfiðleika og kom víða við í vinnu. Hann rak lengi bensín- stöð í Mosfellsbæ og án efa minnast hans margir þaðan. Gestur var sveitamaður í eðli sínu, hafði gaman af skepnum, þó sérstaklega hestum og hund- um. Við ræddum það stundum í gamni að ég færi í hesta- mennsku og hann myndi sjá um að gefa og hirða húsin. Þegar hann flutti í Árbæinn, í litlu íbúðina á jarðhæðinni, dundaði hann við að gefa fuglunum sem sóttu í lóðina og gætti þess vel að nóg væri til að kroppa í á harðfenninu. Það var barnmargt og líf og fjör á árum áður í kringum Gest og Ástu í Háagerðinu, alltaf pláss fyrir eitt barn enn í heim- sókn eða pössun. Þau voru óskaplega gjafmild og biðu af- komendurnir spenntir þegar hjónin komu heim úr árlegum verslunarferðum til Englands. Það brást ekki að upp úr tösk- unum kom eitthvað fyrir alla í fjölskyldunni, fatnaður eða leik- föng, og allt smellpassaði. Gestur hafði sig ekki mikið í frammi né bar hann tilfinningar sínar á torg, en hann var alltaf til staðar fyrir sitt fólk og studdi það ef hann gat. Dætur mínar nutu gjafmildi hans og nærveru, eins og gengur og gerist um afabörn. Ég átti margar góðar stundir með Gesti og naut oft samverunnar í góðu spjalli og þáði góð ráð og leið- beiningar um ýmsar ráðgátur lífsins. Ég þakka Gesti Vigfússyni langa samfylgd og votta afkom- endum hans samúð mína. Ragna Rögnvaldsdóttir. Elsku afi. Þegar ég sit hér á þessum fallega júnídegi að skrifa til þín nokkrar línur rennur margt í gegnum huga minn. Ég var þeirrar gæfu njótandi að um- gangast þig daglega alla mína æsku. Ég var ekki nema 12 ára gamall þegar þú treystir mér til þess að fara að afgreiða bensín hjá þér. Þetta kom sér vel fyrir mig, strák sem vildi safna sér aurum til að kaupa sér ýmsa hluti sem drengi á þessum aldri langar í. Það voru forréttindi að alast upp með þig í nágrenni við æskuheimilið mitt. Ég man hvað mörgum þótti gaman að æsa þig upp og var það oftast tengt Knattspyrnufélaginu Val. Ef það gekk ekki sem best hjá þeim þá fékkstu skot á þig sem þér þótti ekkert spennandi að heyra. Mér eru minnisstæðir allir veiðitúrarnir austur í Ölf- us, þar varst þú á heimavelli og mikil aflakló, var alveg einstakt að fylgjast með þér með stöng- ina úti í að bíða eftir að fisk- urinn biti á. Maí 1988 man ég eins og hann hafi gerst í gær, það var mikill sorgardagur fyrir fjöl- skylduna þegar amma Ásta kvaddi. Hún var þér allt og dó stór hluti af þér við fráfall henn- ar, fannst mér þú aldrei ná þér á strik almennilega eftir það. Haustið 1990 hættuð þið rekstrinum fyrir Olís og var sá viðskilnaður ekki eins og þú hefðir viljað eftir 18 ára þjón- ustu við fyrirtækið, en þú hófst fljótlega störf hjá Sorpu í kjöl- farið og endaðir þína starfsævi þar. Þar varst þú sáttur og kom ég reglulega við hjá þér að rabba við þig. Bíladella þín var mikil og hafðir þú miklar mætur á amer- ískum bílum. Ég man hvað þú varst ánægður þegar ég kom til þín á nýlegum Ford-pallbíl og keyrði þig í bankann, þér fannst of mikið af tökkum í bíl- um nú til dags. Þú varst mikill sögumaður og hafði ég gaman af því að heyra þig segja sögur frá leigubílaárunum þínum og þegar þú varst á síðutogurun- um. Þá varst þú í essinu þínu og virtist upplifa tímana aftur með bros á vör. Seinustu árin þín dvaldir þú á hjúkrunarheimilinu Hömrum í Mosfellsbæ steinsnar frá Ol- ísstöðinni sem þú rakst í ára- raðir með glæsibrag. Hægt og rólega fjaraði lífið þitt út og varst þú ekkert í líkingu við það sem áður var, seinustu mánuði var mjög erfitt að koma og horfa á þig í þessu ástandi þar sem þú hættir nánast að tala en ég sat þá og sagði þér sögur frá mínu lífi og vonaði ég að þú heyrðir þær. Lífið er ekkert annað en minningar og við reynum eftir fremsta megni að hafa þær gleðilegar en öll ger- um við mistök en við lærum og lifum með þeim. Minningar mínar um þig eru bara góðar og mun ég varðveita þær til ævi- loka. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að ganga með þig í hjólastólnum viku fyrir andlát þitt góðan hring þar sem ég stöðvaði við bensínstöðina og lét hugann reika frá árunum þaðan. Ég talaði látlaust allan tímann á göngu okkar á þessum fallega sumardegi en þú sagðir lítið en ég er þess viss um að þú hafir meðtekið það allt. Ég er þess viss að Ásta amma og Ingibjörg dóttir þín hafi tekið á móti þér brosandi á vör með út- breiddan faðminn. Elsku afi, 28 ára bið þín er á enda. Takk fyrir allt og hvíldu í friði. Þinn nafni, Gestur Valur. Gestur Vigfússon Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BRAGI ÞORSTEINSSON verkfræðingur, lést laugardaginn 25. júní. Útför hans fer fram frá Neskirkju þriðjudaginn 12. júlí klukkan 15. . Helga Bragadóttir, Jóhann Sigurjónsson, Halldóra Bragadóttir, Árni B. Björnsson, Sveinn Bragason, Unnur Styrkársdóttir, barnabörn og langafadrengur. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HAUKUR OTTESEN JÓSAFATSSON bifreiðastjóri, áður til heimilis að Laugarásvegi 30, lést á hjúkrunarheimilinu Mörk fimmtu- daginn 16. júní. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Starfsfólki Markar er sérstaklega þakkað fyrir alúð og hlýju við umönnun hans. . Örn Ottesen Hauksson, Þórunn Oddsdóttir, Erla Ottesen Hauksdóttir, Guðni Kjartansson, Haukur Ottesen Hauksson, Guðlaug Þorgeirsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Við færum öllum innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og kærleika við andlát og útför ástkæru móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÞÓRDÍSAR HALLDÓRU SIGURÐARDÓTTUR, Gullengi 6, Reykjavík, sem lést á líknardeild Landspítalans 15. júní og var jarðsungin frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 23. júní. . Jónína Jóhannsdóttir, Sigurður Jóhannsson, Áslaug Jóna Sigurbjörnsd., Auður Haraldsdóttir, Atli Már Sigurðsson, Erla Haraldsdóttir, Magnús Hreggviðsson, Haukur Páll Haraldsson, Marilee Haraldsson, Hjörtur Haraldsson, Sólveig Níelsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNÍNA HALLGRÍMSDÓTTIR, Klaufabrekkum, sem lést á Dalbæ, heimili aldraðra, Dalvík, 25. júní verður jarðsungin frá Urðakirkju, Svarfaðardal, laugardaginn 2. júlí klukkan 13.30. . Jón Hreinsson, Snjólaug Valdimarsdóttir, Hallgrímur Hreinsson, Sigurlín Kjartansdóttir, Sigurður Hreinsson, Arnfríður Friðriksdóttir, Soffía Hreinsdóttir, Gunnlaugur Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. Okkar ástkæra SVALA GÍSLADÓTTIR, Stöng í Mývatnssveit, sem lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 20. júní, verður jarðsungin frá Skútustaðakirkju mánudaginn 4. júlí klukkan 14. Fyrir hönd aðstandenda, . Ásmundur Jón Kristjánsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.