Morgunblaðið - 29.06.2016, Blaðsíða 27
ÍSLENDINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 2016
um 50 mjólkandi kýr, um hundrað
fjár og nokkur hross.“
Brynjar og kona hans reka veit-
ingastofu og tjaldstæði við fossinn
Faxa og eru nú að hefja heimagist-
ingu í bjálkahúsi á Heiði: „Það kem-
ur mikill og sívaxandi fjöldi ferða-
manna til að sjá þennan fallega foss
sem stundum hefur verið nefndur
„Litli-Gullfoss“. Við höfum því alltaf
í nógu að snúast, ásamt búskapn-
um.“
Söngur og Tungnaréttir
Brynjar hefur gegnt trúnaðar-
störfum fyrir hin ýmsu félög. Hann
byrjaði 12 ára að syngja í Skálholts-
kórnum, söng nokkur ár í Karlakór
Selfoss, gekk síðan í nýstofnaðan
Karlakór Hreppamanna árið 1998,
hefur sungið með honum síðan og hef-
ur verið formaður kórsins um árabil.
Brynjar hefur auk þess verið for-
maður Framsóknarfélags Árnes-
sýslu og meðhjálpari og formaður
sóknarnefndar Torfastaðakirkju.
„Ég hef alltaf verið gefinn fyrir
samsöng og kórstarfið og félagslífið í
kringum það hefur veitt mér mikið í
gegnum árin. Við æfum einu sinni í
viku og erum reglulega með tvenna
til þrenna vortónleika á hverju ári.
Sönggleði hefur alltaf verið mikil
hér um slóðir. Tungnaréttir eru
frægar fyrir samsöng og kveðskap
en þær eru í okkar landi við fossinn
Faxa í Tungufljóti.
Réttirnar voru upphaflega í landi
Holtakota en voru færðar í land Vatns-
leysu 1955. Þorsteinn, afi á Vatnsleysu,
stjórnaði lengi réttarsöngnum með
miklum glæsibrag. Við stofnuðum svo
félag um réttirnar, „Vini Tungna-
rétta“, fyrir nokkrum árum og endur-
byggðum réttirnar frá grunni árin
2012 og 2013. Í Tungnaréttir koma
alltaf um 2.000 manns og þar er jafnan
glatt á hjalla á réttardaginn.“
Fjölskylda
Eiginkona Brynjars er Marta
Sonja Gísladóttir, f. 28.8. 1961, bóndi
og húsfreyja. Foreldrar hennar:
Gísli Einarsson Þorsteinsson, f.
18.11. 1936, og Ingibjörg Sæmunds-
dóttir, f. 2.7. 1941.
Börn Brynjars og Mörtu Sonju
eru Ólöf Anna Brynjarsdóttir, f.
19.8. 1987, húsmóðir í Reykjavík, en
börn hennar eru Sigurgeir Heiðar
Ólafarson, f. 2006, Sigríður Sonja
Róbertsdóttir, f. 2012, og Halldóra
Björk Róbertsdóttir, f. 2012; Gísli
Þór Brynjarsson, f. 20.10. 1990,
húsasmiður í Svíþjóð, en kona hans
er Auður Hanna Grímsdóttir hús-
móðir og er dóttir þeirra
Hildur Eva Gísladóttir, f. 2014; og
Sigrún Ásta Brynjarsdóttir, f. 9.8.
1995, lögfræðinemi við Bifröst, bú-
sett á Heiði, en maður hennar er
Magnús Óskar Þórðarson.
Systkini Brynjars eru Ágústa Sig-
ríður Sigurðardóttir, f. 10.9. 1955,
starfsmaður við íþróttamannvirki
Árborgar, búsett á Selfossi; Þor-
steinn Sigurðsson, f. 7.11. 1956, véla-
maður hjá Íslenskum aðalverktök-
um í Noregi, búsettur í Sandgerði,
og Guðmundur Bjarnar Sigurðsson,
f. 13.6. 1959, búsettur á Selfossi.
Foreldrar Brynjars: Sigurður
Þorsteinsson, f. 25.9. 1924, bóndi á
Heiði, og Ólöf Sigríður Rebekka
Brynjólfsdóttir, f. 2.2. 1933, d. 27.5.
2010, húsfreyja á Heiði.
Úr frændgarði Brynjars Sigurgeirs Sigurðssonar
Brynjar Sigurgeir
Sigurðsson
Ingibjörg Jónína
Ólafsdóttir
húsfr. á Seyðisfirði
Guðmundur
Stefán Bjarnason
sjóm. á Seyðisfirði
Rebekka Huld
Guðmundsdóttir
húsfr. í Rvík
Brynjólfur
Helgi Eiríksson
kokkur á millilanda-
skipum, búsettur í Rvík
Ólöf Sigríður Rebekka
Brynjólfsdóttir
húsfr. á Heiði
Sigríður
Sigurðardóttir
húsfr. á Vopnafirði
Eiríkur Jónsson
búsettur á Vopnafirði
Einar Geir Þorsteinsson
fyrrv. framkvæmdstj.
Hreyfils og Heilsuvernd-
arstöðvar Rvíkur.
Bragi Þorsteinsson
fyrrv. b. á Vatnsleysu
Viðar Þorsteinsson
fyrrv. útibússtj.
Íslandsbanka í Garðabæ
Steingerður
Þorsteinsdóttir
lengi starfsm.MS
Stefán Árni
framkv.stj. hjá
Húsasmiðjunni
Andrés Erlendsson
b. í Vestri-Hellum
Kristín Andrésdóttir
húsfr. í Rvík.
Sigrún
Markúsdóttir
Möller
húsfr. í Rvík.
Markús Möller
hagfræðingur
Þorfinnur Guðnason
kvikmyndagerðarm.
Hjálmfríður Árnadóttir
húsfr. Í Skálholtsvík
Jón Þórðarson
b. í Skálholtsvík á
Ströndum
Ágústa Jónsdóttir
húsfr. á Vatnleysu
Þorsteinn Sigurðsson
b. á Vatnsleysu og form.
Búnaðarfélags Íslands
Sigurður Þorsteinsson
b. á Heiði í Biskupstungum
Sigríður
Þorsteinsdóttir
húsfr. á Vatnsleysu
Sigurður Erlendsson
b. á Vatnsleysu
95 ára
Gerður Sigfúsdóttir
Rósa Oddsdóttir
90 ára
Garðar Eymundsson
80 ára
Aðalsteinn Kristinsson
Anna María Lárusdóttir
Ásdís Sveinsdóttir
Elíeser Helgason
Elín Hrefna Hannesdóttir
Guðný María Jóhannsdóttir
Sigríður Hulda Ketilsdóttir
75 ára
Björn Jónsson
Dagrún Helga Jóhanns-
dóttir
Halldór Friðgeir Jónsson
Helga Hjördís
Þorvarðardóttir
Rósamunda Kristín
Káradóttir
Valgerður S. Jónsdóttir
70 ára
Eyþór Ólafsson
Guðlaug Freyja Löve
Hákon Jens Waage
Ingibjörg H. Kristjánsdóttir
Oddný Guðrún Friðriks-
dóttir
Sigurgeir Þór Sigurðsson
60 ára
Arnleif Alfreðsdóttir
Gestur Benediktsson
Gísli Sæmundsson
Guðrún Garðarsdóttir
Guðrún Sigurðardóttir
Gunnar Friðgeirsson
Gunnar Rafn Erlingsson
Halldóra Emilsdóttir
Herdís Jónsdóttir
Jónas Gunnlaugsson
Linda Guðbjörg
Samúelsdóttir
Margrét Lind Hreinsdóttir
Ólöf Tryggvadóttir
Ragnheiður Gunnarsdóttir
Runólfur Oddsson
Þórunn Aldís Pétursdóttir
50 ára
Aðalheiður Guðgeirsdóttir
Agnieszka Ryniec
Brynjar Sigurgeir
Sigurðsson
Dagbjört Erna
Sigmundsdóttir
Gerður Petrea
Guðlaugsdóttir
Gissur Agnar Agnarsson
Nanna Björk Bárðardóttir
Ólafur Haukur Erlendsson
Sigmundur Sigurðarson
Vigdís Haraldsdóttir
40 ára
Anna María Magnúsdóttir
Barbara Cwalina
Gísli Guðjón Ólafsson
Maríanna Sigtryggsdóttir
Nuanchan Phiatchan
Sigurbjörn Ingvi Þórðarson
Sindri Freyr Atlason
Sylvía Rós Sigurðardóttir
Tómas Áki Gestsson
30 ára
Andrea Stastná
Elín Gestsdóttir
Gunnar Dagur Darrason
Inga Tinna Sigurðardóttir
Jóna Svandís Þorvalds-
dóttir
Katrín Ösp Magnúsdóttir
Sóley Sveinmarsdóttir
Svanberg Már Rúnarsson
Zhyrgalbek Kozhomberdiev
Til hamingju með daginn
Ólafur fæddist í Flatey áBreiðafirði 29.6. 1874. For-eldrar hans voru Eyjólfur
Einar Jóhannsson, kaupmaður og
bóndi í Flatey, og k.h., Sigurborg
Ólafsdóttir húsfreyja.
Eyjólfur var sonur Jóhanns, bónda
í Svefneyjum Eyjólfssonar, alþing-
ismanns, dannebrog-manns og „eyja-
jarls“ í Svefneyjum Einarssonar.
Móðir Jóhanns var Guðrún Jóhanns-
dóttir, prests í Garpsdal, Bergsveins-
sonar.
Sigurborg var dóttir Ólafs Guð-
mundssonar, formanns á Bár.
Systir Ólafs Eyjólfssonar var Guð-
rún Jónína, amma Atla Heimis
Sveinssonar tónskálds.
Eiginkona Ólafs var Jónína Ragn-
heiður, dóttir Magnúsar Sigurðs-
sonar, bónda og kaupmanns á Grund
í Eyjafirði, en dóttir þeirra var Sig-
urborg Lindsay.
Ólafur lauk stúdentsprófi frá
Lærða skólanum í Reykjavík 1895 og
prófum frá Verslunarskóla Brocks í
Kaupmannahöfn 1897. Hann var
skrifstofumaður í Kaupmannahöfn
1897-98, verslunarmaður hjá Gránu-
félaginu á Siglufirði, bókari á Ak-
ureyri 1899-1901, verslunarmaður á
Grund í Eyjafirði 1901-1902 og síld-
arútvegsmaður á Akureyri 1902-1905.
Ólafur var ráðinn fyrsti skólastjóri
Verslunarskóla Íslands þegar hann
var stofnaður 1905 og gegndi hann
því starfi til 1915.
Skólinn var lengi á hrakhólum með
húsnæði, var fyrst til húsa í Vina-
minni í Grjótaþorpi, síðan í Melsteds-
húsi við Lækjartorg, í Smithshúsi,
Hafnarstræti 19, á árunum 1907-
1912, þá við Vesturgötu 10 til 1931 er
hann flutti á Grundarstíginn.
Fyrstu kennarar VÍ voru flestir
annálaðir fræðimenn, s.s. Ágúst H.
Bjarnason, síðar prófessor, dr. Guð-
mundur Finnbogason heimspekingur
og dr. Björn Bjarnason frá Viðfirði
sem kenndi íslensku við skólann.
Ólafur starfrækti síðan umboðs-
verslun í Reykjavík til dauðadags. Þá
sat hann í rannsóknarnefnd Lands-
bankans og var hann endurskoðandi
Eimskipafélags Íslands frá stofnun
þess og til dauðadags.
Ólafur lést 19.10. 1938.
Merkir Íslendingar
Ólafur G.
Eyjólfsson
30 ára Jóna Svandís býr í
Kópavogi, lauk MEd-prófi
í menntunarfræðum frá
HÍ og er framhaldsskóla-
kennari í Mosfellsbæ.
Maki: Gunnar Geir Jó-
hannsson, f. 1980, tölv-
unarfræðingur. Þau áttu
brúðkaupsafmæli í gær.
Dætur: Sara Lovísa, f.
2013, og Silja Katrín, f. 2015.
Foreldrar: Oddný Vala
Kjartansdóttir, f. 1962, og
Þorvaldur Hreinsson, f.
1960.
Jóna Svandís
Þorvaldsdóttir
30 ára Inga Tinna býr í
Reykjavík, lauk BS-prófi í
rekstrarverkfræði frá HR,
er flugfreyja hjá Icelandair
og rekur ferðþjónustu-
fyrirtæki.
Bræður: Magnús Björn, f.
1993, og Pétur Aron, f.
1994.
Foreldrar: Sigurður Páll
Harðarson, f. 1961, bæjar-
verkfræðingur á Akranesi,
og Áslaug Árnadóttir, f.
1964, starfsmaður
íþróttasvæðis Akraness.
Inga Tinna
Sigurðardóttir
30 ára Gunnar býr í
Reykjavík, lauk verkfræði-
prófi frá HÍ og starfar hjá
Fjarðalaxi.
Maki: Helga Harðardóttir,
f. 1986, læknir.
Sonur: Hörður Darri, f.
2015.
Systkini: Rósa Líf; Hilda
Sól og Gottskálk Darri.
Foreldrar: Darri Gunn-
arsson, f. 1964, verkfræð-
ingur, og Inga Gottskálks-
dóttir, f. 1965, kaupkona.
Gunnar Dagur
Darrason
Þarftu að losa þig við
eitthvað óæskilegt?
Gylfaflöt 5 | 112 Reykjavík | 520 2200 | sorpa@sorpa.is
Við kynnum stærri og betri
grenndargáma á höfuð-
borgarsvæðinu ásamt því
að gámur fyrir gler hefur
bæst við á margar stöðvar.
Finndu grenndargáma í þínu hverfi á sorpa.is.
Pappír, plast og gler — við
tökum þetta allt, en það er
ein mikilvæg regla:
Flokkið! Skilið?
B
ra
n
d
e
n
b
u
rg
|s
ía