Morgunblaðið - 29.06.2016, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 2016
Lýðræðislega fjöldahreyfingin Pí-ratar hefur haldið sitt fyrsta
prófkjör vegna komandi þingkosn-
inga.
Þátttaka í prófkjör-inu var gríð-
arleg, heilir 78 pírat-
ar tóku þátt, og má
þakka góða þátttöku
öflugum netteng-
ingum á heimilum pí-
rata, en kosningin fór
fram í netheimum,
enda þótt ofurpírat-
inn Helgi Hrafn
Gunnarsson hafi lýst
því yfir á dögunum að
ótímabært væri að
kjósa um mikilvæg mál rafrænt.
Helgi Hrafn benti á að ekki værihægt að treysta því að kjósand-
inn sæti einn fyrir framan tölvuna, en
traust, eða skortur á því, kom einmitt
upp þegar niðurstöður þessa risa-
vaxna prófkjörs lágu fyrir.
Einn frambjóðenda, Björn Þor-láksson, segist ekki ætla að taka
það sæti sem hann lenti í, því að
„örfáir tugir klíkuatkvæða“ hafi ráð-
ið niðurstöðunni.
Björn treystir ekki sigurvegurumprófkjörsins, sem hann segir
þrjá úr stjórn píratafélagsins og þeir
hafi haldið „öflugasta fólkinu frá
efstu sætunum.“
Hann segir þessa klíku sitja uppimeð sjálfa sig og eigin rang-
hugmyndir og hún sé „vanhæf til að
breyta landinu til góðs“.
Glæsilegt fyrsta prófkjör pírata oghlýhugur frambjóðenda að því
loknu er auðvitað ljómandi veganesti
fyrir flokkinn og gefur góð fyrirheit
um framhaldið. Ekki aðeins fyrir
kosningar, heldur einnig eftir þær.
Björn
Þorláksson
Fjöldahreyfing
velur á lista
STAKSTEINAR
Helgi Hrafn
Gunnarsson
Veður víða um heim 28.6., kl. 18.00
Reykjavík 11 rigning
Bolungarvík 6 rigning
Akureyri 8 rigning
Nuuk 7 rigning
Þórshöfn 11 rigning
Ósló 20 heiðskírt
Kaupmannahöfn 18 léttskýjað
Stokkhólmur 21 heiðskírt
Helsinki 21 léttskýjað
Lúxemborg 21 skýjað
Brussel 20 léttskýjað
Dublin 15 skýjað
Glasgow 13 skúrir
London 17 rigning
París 21 skýjað
Amsterdam 21 rigning
Hamborg 18 skýjað
Berlín 24 heiðskírt
Vín 24 heiðskírt
Moskva 22 heiðskírt
Algarve 26 heiðskírt
Madríd 34 léttskýjað
Barcelona 27 rigning
Mallorca 28 heiðskírt
Róm 27 heiðskírt
Aþena 29 léttskýjað
Winnipeg 20 léttskýjað
Montreal 25 skýjað
New York 22 þoka
Chicago 19 alskýjað
Orlando 31 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
29. júní Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 3:04 23:59
ÍSAFJÖRÐUR 1:37 25:37
SIGLUFJÖRÐUR 1:20 25:20
DJÚPIVOGUR 2:20 23:43
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is
– listin á bak við
ítalskt kaffi
FRÍ
heimsending
ef keypt eru 3 kg
eða meira
Gildir til 11. ágúst
Héraðsdómur
Reykjavíkur
sýknaði á föstu-
dag íslenska ríkið
af miskabóta-
kröfu karlmanns,
en maðurinn
hafði gert kröf-
una eftir að lög-
reglan lagði hald
á tvær áfeng-
isflöskur sem
hann hafði fengið að gjöf í afmæli
sínu á skemmtistaðnum Gauki á
Stöng í febrúar 2013.
Héraðsdómur féllst á með mann-
inum að afskipti lögreglu af honum
umrædda nótt og haldlagning
flasknanna hefði valdið honum
ónæði, en eins og atvikum málsins
væri háttað yrði þó ekki talið að
maðurinn hefði sýnt fram á að hann
hafi orðið fyrir miska og eigi af þeim
sökum rétt á miskabótum. Ástæður
þess að lögreglan lagði hald á um-
ræddar áfengisflöskur voru grunur
um að verið væri að bera áfengi út af
skemmtistað sem væri brot á áfeng-
islöggjöf. Maðurinn var á leið niður
brunastiga skemmtistaðarins þegar
lögreglan hafði hendur í hári hans.
Íslenska
ríkið sýkn-
að í héraði
Ekki sýnt fram á
miska í bótamáli
Héraðsdómur
Reykjavíkur
Treyja íslenska landsliðsins í knatt-
spyrnu er uppseld hjá flestum end-
ursöluaðilum. Ný sending af treyj-
unum kemur til landsins á
föstudaginn og önnur í vikunni þar á
eftir. Búist er við því að treyjurnar
fari hratt og vel í verslanir. „Eftir
glæsilegan sigur Íslendinga á Eng-
lendingum hefur fjöldi fyrirspurna
borist til okkar, en vegna gríðarlegs
álags á símkerfi okkar höfum við því
miður ekki náð að svara öllum sím-
tölum. Unnið hefur verið markvisst
að því að tryggja fleiri treyjur til
landsins,“ segir Þorvaldur Ólafsson,
framkvæmdastjóri Errea á Íslandi, í
tilkynningu frá fyrirtækinu.
Henson hefur vart undan
Sama staða er uppi hjá Henson,
sem framleiðir stuðningstreyjur fyr-
ir Tólfuna, stuðningssveit íslenska
landsliðsins. Halldór Einarsson í
Henson segir að fyrirtækið hafi
framleitt um fimm þúsund treyjur
sem seljist jafn óðum. „Við erum að
berjast við að gera eins vel og við
getum en þurfum að standa skil á
svo mörgu öðru þannig að lífið má
ekki stoppa þó að vel gangi í fótbolt-
anum,“ segir Halldór og bætir við að
mikið álag sé á fyrirtækinu. En Hen-
son mun halda framleiðslunni
áfram? „Við erum búin að vera í
þessu í 47 ár og förum ekki að hætta
núna,“ segir Halldór.
Landsliðstreyjan alls staðar uppseld
Henson hefur framleitt 5 þúsund „Tólfutreyjur“ og er hvergi nærri hættur
Morgunblaðið/Golli
Treyjur Bláa treyjan er afar vinsæl.