Morgunblaðið - 29.06.2016, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 29.06.2016, Blaðsíða 21
UMRÆÐAN 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 2016 569 6900 08:00–16:00www.ils.is Stofnframlög fyrir almennar íbúðir Samkvæmt nýjum lögum um almennar íbúðir er Íbúðalána- sjóði falið að sjá um veitingu stofnframlaga ríkisins. Markmið laganna er að fjölga hagkvæmum og ódýrum íbúðum, styðja við fyrstu kaup og tryggja aukið framboð af hagkvæmum leiguíbúðum. Stofnframlög ríkisins munu nema 18% af stofnvirði eignar- innar og framlag sveitarfélags 12% — og getur falist í niður- fellingu á gjöldum sveitarfélags. Eitt af skilyrðum fyrir veitingu stofnframlags er að umsækjandi hafi þegar fengið samþykkt stofnframlag hjá sveitarfélagi. Stofnframlagið getur verið veitt til húsnæðissjálfseignar- stofnana, sveitarfélaga, lögaðila í eigu sveitarfélaga og annarra lögaðila. Opnað verður fyrir umsóknir hjá Íbúðalánasjóði fljótlega. Frekari upplýsingar á www.ils.is. Nýtt kerfi sem hjálpar þér af stað Maður er nefndur Eiríkur Rögnvaldsson og sagður prófessor í íslensku við Háskóla Íslands. Sá maður virðist hafa fallið fyrir hugmyndum pírata og anarkista sem flest gott vilja rífa niður í menningu þjóð- arinnar. Staða mín er sú að ég ber ætt- arnafnið Snæland og heiti Kristinn ég er reyndar Baldursson og við fimm bræðurnir berum allir ætt- arnafnið Snæland. Foreldrar mínir bera einnig þetta ættarnafn en móðir mín er Hafliðadóttir og faðir minn er Pétursson. Ættfaðirinn var Pétur Valdimarsson sem tók upp ættarnafnið Snæland og fékk það staðfest af Sveinbirni f.h. ráðherra með bréfi dags. 14. júní 1917 og er til ljósrit af bréfi þessu til staðfest- ingar. Fyrir nokkrum árum birtist mér í Morgunblaðinu dánartilkynning konu á Akureyri með nafninu Sól- veig Snæland. Kona þessi var á mynd ljóshærð eins og dóttir mín. Brá mér nokkuð og sá af meðfylgj- andi grein að kona þessi var frá Akureyri. Eftir smá athugun kom í ljós að fólkið henar hafði tekið upp eftirnafnið Snæland en þó ekki öll fjölskylda hennar. Pétur Snæland, afi minn, mun hafa tekið upp ættar- nafnið Snæland nokkru áður en hann fékk það formlega staðfest af ráðherra. Formlega bréfið er dag- sett 1917 en Pétur afi minn mun hafa tekið ættarnafnið upp á Ak- ureyri og flutt með það til Ísafjarð- ar þar sem hann gerðist starfs- maður Ásgeirs verslunar áður en hann flutti til Flateyrar þar sem hann gerðist verslunarstjóri hjá Ás- geirs verslun. Þar kom hann Kristni bróður sínum á þýskan togara sem gerður var út frá Flateyri og fór svo, á veiðum út af Austfjörðum, að stakkur hans lenti í togvírnum á spilinu sem dró hann að spilinu og særðist hann við það alvarlega og lést eftir fá dægur á spítalanum á Seyðisfirði. Kunnugur maður á Ísa- firði ritaði mér um óhapp þetta og gat þess að þá hafi Kristinn verið búinn að taka upp nafnið Snæland. Ekki hefi ég dánardægur Kristins frænda míns. Ekkert við ættarnöfn að athuga Fjölskylda sú á Akureyri sem einnig notar Snælandsnafnið sem ættarnafn ber það væntanlega ekki löglega? Um ættarnöfn hef ég rætt lauslega og ávallt haldið því fram að lítið sem ekkert sé við þau að at- huga. Sem dæmi um atvik sem ég lenti í get ég sagt frá því til fróð- leiks, skemmtunar og umhugsunar. Þannig var að um tvítugt var ég fluttur á Selfoss og kominn þar í vinnu á rafmagnsverkstæði Kaup- félagsins. Dag nokkurn var ég sendur að Skarði í Gnúpverja- hreppi. Kvaddi ég þar dyra og kom fullorðinn virðulegur maður til dyra. Heilsaði ég manninum og gat nafns míns og ég væri kominn til þess að vinna við raflagnir heimilis- ins. Spurði þá hinn virðulegi maður hvort þetta væri eitthvert ætt- arnafn. Ég spurði þá í móti hvort honum væri í nöp við ættarnöfn. Svaraði hann því á þá leið að Íslend- ingar hefðu hingað til kennt sig til feðra sinna. Ég svaraði því þá til að ég veit að þú heitir Gunnar Jóhann- esson en almennt gengur þú undir nafninu séra Gunnar í Skarði og næsti bóndi hér í nágrenninu geng- ur undir nafninu Jón í Hrepphólum og einn var nefndur Njáll á Berg- þórshvoli og var ekki einn nefndur Gunnar á Hlíðarenda? Ég trúi því að menn séu almennt ekki kenndir við feður sína nema svo ómerkilegir þeir séu að ekki væri hægt að kenna þá við neitt annað. Leit nú Gunnar þungur á brún niður í gólfið, þagði um stund og leit svo upp og beint framan í mig og sagði svona hugsi. „Þetta hafði ég nú ekki hugs- að út í.“ Fór svo vel á með okkur og kvödd- umst með vinsemd. Margir kenndir við bæ eða iðn Að Íslendingar kenni sig til föður er að mínu áliti hin almenna regla og að mínu áliti góð og gild al- mannaregla. Ég hef nokkuð hugsað um mannanöfn á Íslandi og komist að þeirri niðurstöðu að svo lengi sem þéttbýli myndaðist nánast ekki nema þá í afar fámennum þorpum þá varð til sá háttur í sveitum lands- ins að kenna fólk við bæjarnafnið. Þá voru hjón gjarnan kennd hvort við annað og enn voru verkfærir menn kenndir við störf sín svo sem smiður, skipstjóri, vélstjóri, oddvi- tiog fleira mætti lengi telja. Í minni plássum, svo sem ég kynntist á Flateyri, var skemmtilegt dæmi um hjón nokkur. Húsbóndinn hét Ön- undur, konan hans var kölluð Stína Önna og sjálfur var hann kallaður Önni Stínu og sonur þeirra sem skírður var Önundur var ýmist kall- aður Önni Stínu eða Önni Önna. Í þann tíma sem nánast ekkert þétt- býli var til á Íslandi en sveitabýli hið ráðandi „fjölbýli“ voru íbúar sveitabæjanna gjarnan kenndir til bæjanna svo sem íbúar að Reykjum í Mosfellssveit. Guðmundur bóndi og skipstjóri gjarnan nefndur Guð- mundur á Reykjum og konan hans Ingibjörg á Reykjum. Börn þeirra einnig kennd til Reykja. Hafliði bróðir Ingibjargar og Steinunn kona hans bjuggu í Svefneyjum og voru æ síðan kennd við Svefneyjar enda þótt næst byggju þau í Þerney og síðar í Víðnesi en Guðmundur var mágur Hafliða og átti báða stað- ina. Loks fluttu þau að Hverfisgötu 94 og bjuggu þar upp frá því, bæði oftast kennd til Svefneyja af kunn- ingjum. Hin strákslega fullyrðing mín við þann sómaklerk, séra Gunnar Jóhannsson í Skarði, er að mínu áliti að verulegum hluta raun- sönn og enn notuð til sveita og í dreifbýli til að kenna fólk við bústað sinn. Annað sem oftlega er nýtt til að kenna fólk við er starfsheiti þess sem af afar margvíslegum toga geta verið og nýst þannig að maður sem verið hefur smiður um fjölda ára en skiptir um starf, heldur fyrra starfsheiti um langan aldur eftir að hafa lokið smíðum og horfið að öðru. Karla- og kvennanöfn Ein er sú regla að gefa drengjum nöfn karla en stúlkum nöfn kvenna. Þetta er regla sem væri hreinlega svívirðing að hrófla við. Mitt álit er að ef mannanafnanefnd lætur und- an hinni vitfirrtu hugmynd, sem fram kemur úr hugmyndabanka þeim sem tillaga sú sem lögð er fram af fullkominni fávisku og hatri á okkar góða og vandaða máli og einkennist einungis af fullkom- inni fávisku og skemmdarfýsn sem einkennir hana, þá er þjóð mín á hraðri leið til eigin útrýmingar. Guð gefi að ráðandi fólk í manna- nafnanefnd sé svo þjóðhollt, skyn- samt og elskandi að máli okkar að sú ferð til glötunar tungu okkar og menningu verði stöðvuð með full- komnum og varanlegum hætti. Yrði af þessum svívirðilegu árásum á okkar fögru og fornu tungu þá gætu íbúar landsins tæp- lega kallast Íslendingar og ég myndi reyna að flytjast brott með stefnu á Færeyjar enda eru Fær- eyingar stoltir af eigin tungu og menningu. Eftir Kristin Snæland » Yrði af þessum svíviðilegu árásum á okkar fögru og fornu tungu þá gætu íbúar landsins tæplega kallast Íslendingar. Kristinn Snæland Höfundur er ellilífeyrisþegi. Til mannanafnanefndar og Ólafar Nordal innanríkisráðherra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.