Morgunblaðið - 29.06.2016, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.06.2016, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 2016 Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Miklar annir hafa fylgt fjölda áhang- enda íslenska landsliðsins í Frakk- landi. Sendiráð Íslands í París held- ur uppi mikilli þjónustu við íslenska stuðningsmenn, en áfallalaust hefur gengið að sinna Íslendingunum þrátt fyrir skyndilega fjölgun þeirra í landinu. Hafa þeir sýnt af sér staka prúðmennsku, að sögn sendiherra Íslands í Frakklandi, Berglindar Ás- geirsdóttur. „Það er svo ánægjulegt að vera með verkefni upp yfir haus vegna þess að svona ánægjulegur atburður hefur gerst, það eru þúsundir Ís- lendinga í Frakklandi. Við höfum verið með viðbúnað á ræðisskrifstof- unum og höfðum búið okkur undir að liðið myndi halda áfram, eins og það gerði,“ segir hún. Nokkrir hafa þurft ný vegabréf Berglind segir sendiráðið hafa veitt mjög fjöl- breytta þjónustu það sem af er móti, íslenskir ferðamenn hafi jafnan samband við sendiráðs- skrifstofuna, frönsku lögregl- una eða ræð- isskrifstofur Ís- lands í Frakklandi. „Þetta er mest upplýsingagjöf og veiting neyðarvegabréfa til að kom- ast til Íslands. Fólk getur líka lent í árekstri, þurft að komast til læknis, hvað sem er,“ segir Berglind, fólk hafi jafnvel hringt í sendiráðið í von um að þar fari fram miðasala fyrir leiki Íslands, en svo er þó ekki. Aðspurð hvort sendiráðið hafi þurft að bæta við sig starfsfólki, seg- ir hún að ekki sé til staðar fjárveit- ing til þess, en á sendiráðsskrifstof- unni eru fimm og hálft stöðugildi. Auk þess eru ræðismenn víðsvegar um Frakklandi, þ.á m. í Nice, Mar- seille og Lyon. „Við höfum fengið lánaðan starfs- mann frá Brussel, sem hefur verið með okkur frá því keppnin hófst. Svo hefur fólk frá skrifstofunni okkar í Genf aðstoðað okkur á ræðisskrif- stofunum,“ segir hún. Ísland í brennidepli Berglind segir mikinn áhuga á Ís- landi hafa fylgt góðu gengi landsliðs- ins. „Það hefur rignt yfir okkur beiðn- um í fjölmiðlum. Ég veit ekki hve mörg blaðaviðtöl við erum búin að veita, það er óendanlegur áhugi og allur svo jákvæður. Það rignir yfir okkur heillaóskum,“ segir Berglind. Íslendingar flykkjast næst til Par- ísar, þar sem átta liða úrslit fara fram, en Ísland leikur við gestgjaf- ana, Frakka, og segist Berglind spennt að taka á móti hópnum í höf- uðborginni. Sendiráðið í París sinnt þjónustu áfallalaust Morgunblaðið/Golli EM Fjöldi Íslendinga fylgir íslenska liðinu til Nice, en margir þeirra nutu liðsinnis ræðisskrifstofunnar þar.  Sendiherra Íslands hefur vart undan beiðnum um viðtöl Berglind Ásgeirsdóttir BAKSVIÐ Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Velgengni Íslands á Evrópumótinu í knattspyrnu eykur hamingju, sam- kennd og samheldni í samfélaginu í heild. Óttar Guðmundsson, einn reyndasti geðlæknir landsins, segir að velgengnin sé jákvæð fyrir þjóð- arsálina og jafnvel þeir sem séu ut- anveltu í samfélaginu upplifi sig sem hluta af hóp því allir geti talað um fót- bolta. „Velgengnin veldur jákvæðni og samstöðu. Ókunnugir fara að tala saman og hún opnar á öll samskipti. Allir geta talað og glaðst yfir því sama. Hún eykur samkennd og eyðir daglegum ágreiningi,“ segir Óttar sem fylgst hefur vel með íslenska landsliðinu á Evrópumótinu. Í rannsókn frá 2010, þar sem ham- ingjukannanir í 12 Evrópuríkjum voru notaðar til að sjá hvort stórmót auki hamingju, kom fram að stórmót í knattspyrnu gera slíkt, en áhrifin eru oftast fremur skammvinn þó þau séu talsverð. Töfrar íþrótta Í rannsókninni segir að tíðni sjálfs- víga lækki, allir geti talað saman um fótbolta, stríðsaxir séu jafnvel grafn- ar, fólk hittist, fólk fagni og fólk gráti saman þegar þjóðir taka þátt í stór- móti karla í fótbolta. Allt þetta auki samheldni í samfélaginu löngu eftir að dómarinn hefur flautað leikinn af. „Þessir töfrar íþrótta að sameina þjóðir í gleði og sorg eru einstakir,“ segir Óttar. „Það er talað um að ekkert hafi haft jafn mikil áhrif á þjóðerniskennd Þjóðverja eftir stríð og HM árið 2006, sem haldið var þar í landi. Allt í einu vaknaði þjóðernissamstaða til lífsins, fólk veifaði þýska fánanum út um allt og mikil gleði var í samfélaginu. Þó þeir hafi verið slegnir út úr keppninni í undanúrslitum þá vörðu áhrifin lengi. Velgengni hefur áhrif á vellíðan og slæmur árangur hjá Englending- unum, þessi trú að þeir komist aldrei langt, hefur til dæmis slæm áhrif á þjóðarstolt og þjóðarhamingju.“ Færa má þessa þjóðerniskennd yf- ir á Íslendinga því nánast hvar sem litið er blakta fánar við hún á leikdegi, bílar eru jafnvel skreyttir, margir klæðast bláum landsliðstreyjum og fjölmargar verslanir eru með ein- hverskonar EM-tilboð. „Þetta er nýtt hér á landi en mjög jákvætt fyrir þjóðarsálina. Svona æði hefur aðeins verið í kringum handboltalandsliðið en ekkert miðað við það sem er í gangi núna enda knattspyrna vinsæl- asta íþrótt í heimi. Ég held að áhrifanna muni gæta lengi því fótboltinn er þannig. Danir til dæmis lifa enn á að hafa verið Evr- ópumeistarar 1992. Það er stærsta augnablik í þeirra íþróttasögu og þeir tala enn um það afrek. Grikkir unnu 2004 og lifa enn á því. Þegar litla þjóðin kemur og fer alla leið, það er eitthvað sem er mikið öskubusku- ævintýri og það er gaman að vera öskubuska,“ segir Óttar. Fagnaði með faðmlagi Hafrún Kristjánsdóttir, íþróttasál- fræðingur, var á leiknum gegn Eng- lendingum í Nice og upplifði þessa samkennd þar. „Ég hef ekki séð þessa rannsókn en mér finnst það líklegt að hamingjan aukist, a.m.k. til skamms tíma. Hér í Nice faðmaði ég til dæmis einhvern mann sem ég þekki ekki neitt. Maður finnur fyrir því ofboðs- lega sterkt að maður er með fólki í liði. Það eru til rannsóknir sem segja frá því að það auki samheldni að fólk sé til dæmis eins klætt og þetta er í fyrsta sinn sem ég upplifi að nánast allir Ís- lendingar séu eins klæddir.“ Hamingjan eykst með velgengni  Árangur Íslands á EM í knattspyrnu jákvæður fyrir þjóðarsálina  Opnar á öll samskipti, allir geta talað og glaðst yfir því sama og eyðir daglegum ágreiningi  Áhrifanna mun gæta lengi hér á landi AFP Bláa hafið Stuðningsmenn Íslands á vellinum í Nice klæddust flestir bláu. Velgengni landsliðsins veldur jákvæðni og samstöðu. „Ókunnugir fara að tala saman og hún opnar á öll samskipti,“ segir Óttar Guðmundsson geðlæknir. Njóttu hálendisins Uppselt er í tvö flug Icelandair sem bætt var við áætlun félagsins til Par- ísar vegna leiks Íslands og Frakk- lands í átta liða úrslitum EM 2016. Icelandair hefur því ákveðið að bæta við þriðja aukafluginu til Parísar. Að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upp- lýsingafulltrúa Icelandair, er um að ræða leiguflug sem samstarfsaðili Icelandair, Hifly, annast. Laus sæti í flugið verða einungis til sölu á vef Icelandair og er sala hafin. Brottför er frá Keflavík- urflugvelli klukkan 8 að morgni leik- dags, sunnudagsins 3. júlí, og brott- för frá París verður á mánudag 4. júlí klukkan 19:40. Flugið fram og til baka kostar kr. 116.000 með skött- um og gjöldum inniföldum. Að- spurður um hækkanir á flugi segir Guðjón að engar breytingar hafi verið gerðar á flugverði. „Þessi aukaflug sem við höfum verið að setja upp eru seld á kostnaðarverði. Nú er háannatími í flugi, það þarf að leigja inn vélar og fljúga þeim tóm- um til Íslands og svo til baka að verkefninu loknu.“ Reyna að gæta sanngirni í verði Wow air hefur bætt við einu auka- flugi til Parísar. Flogið er út á sunnudagsmorgni og komið heim á mánudegi. Að sögn Svanhvítar Frið- riksdóttur, upplýsingafulltrúa Wow, fóru flugin í sölu seint í gærkvöldi og snemma í morgun. „Ódýrustu sætin seljast fyrst. Við reynum að vera eins sanngjörn og við getum, við er- um að bæta við flugi og það kostar sitt að gera það,“ segir Svanhvít, að- spurð um verð á aukafluginu. erla@mbl.is Fjórum auka- flugum bætt við  Flugferðin seld á kostnaðarverði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.